30. desember 2006

End of an era

Á morgun er síðasti dagur ársins. Síðastliðin tvö ár hef ég sett inn uppgjör fyrir árið hérna og tekið talsverðan tíma að semja hann. Þó að það sé gott að rifja upp hvað hefur gerst þá ákvað ég að í ár sleppi ég nákvæmri upptalningu en lista hér nokkrar staðreyndir :

Í ár:
*keyrði ég hringinn í fyrsta sinn
*var ég í 3 vinnum - IKEA, Stöð 2 og MA
*fann ég nýja vini og kvaddi nokkra (en enginn dó samt ;)
*flutti ég aftur heim til Akureyrar
*varð ég 26 ára
*kláraði ég mastersnámið mitt (fyrir utan ritgerðina ;)
*fór ég aldrei til útlanda
*eignaðist ég loksins hönnun eftir Guðjón ;)
*sá ég vini mína eignast börn eða plana börn sem fæðast á næsta ári

Ekki slæmt ár í heildina, missti engann, fjölskyldunni farnast vel, flestum vinum farnast vel og ég hef kynnst nýju starfi. Allt í allt kveð ég þetta ár í sátt og ætla að sprengja það í loft upp með einni Guðríðar-köku sem endist í 40 sek. Vel gert :)

já og p.s. Saddam er látinn - var þetta bara svo að Bush gæti sagt að "the year 2006 was successful" ?

24. desember 2006

Gleðileg Jól

Ég vil óska öllum vinum og vandamönnum og þeim sem rata inn á þessa síðu gleðilegra jóla, árs og friðar.

Hafið það sem allra best yfir hátíðirnar og munið að þetta snýst um gleði og samheldni en ekki pakka og skraut ;)

Sérstakar jólakveðjur fara til Jóhönnu Margrétar Einarsdóttur sem í dag er 8 daga gömul.

23. desember 2006

Skeit (a.k.a. Skata)

Á hverju ári heldur móðir mín skötupartý. Hún kallar þetta reyndar veislu en mér finnst partý flottara. Í ár kemur skatan frá Patreksfirði og henni fylgir einn maður í mat. Ágætis skipti held ég ;) Ekki borða ég skötu en ég fæ mér saltfisk og finnst hann mjög góður. Ég þarf samt að borða svolítið mikið af mandarínum eftir á og drekka helling af vatni.

Ég er búin að pakka inn öllum gjöfum, búin að þrífa og setja hrein jólarúmföt á rúmið, búin að skreyta herbergið mitt og búin að senda öll jólakortin, að sjálfsögðu. Mér líður pínu eins og Bree - ég veit ekki hvað ég á af mér að gera og langar helst bara í hvítvínsglas!

Guðjón komst loks til Íslands og ég bíð með öndina í hálsinum að hann komist til Akureyrar í dag - hann verður að komast því ég hef ekki séð hann í sjúklega langan tíma og við þurfum að hlæja frekar mikið saman. Það er ekki eins fyndið í gegnum síma ;)

Jæja, skatan kallar úr pottinum - lyktin er farin að laumast hér undir hurðina og inn til mín....

20. desember 2006

Ég fæ jólagjöf, jóla- jólagjöf

Í dag kláraði ég vinnuna fyrir þetta árið. Það er reyndar kaffiboð kennara og maka í kvöld og auðvitað mæti ég í það. Umsjónartíminn minn í dag var frábær, allir mættu með pakka og skiptust á jólkortum og síðan horfðum við á The Nightmare before Christmas á meðan við mauluðum piparkökur.

Ég náði líka að henda jólakortunum í póst þannig að ekki mun fíaskó síðasta árs endurtaka sig! Síðustu jólagjafirnar voru keyptar og ég pakkaði meira að segja nokkrum inn! Á morgun ætla ég svo að sofa út... mmmm.... ljúft og gott.

18. desember 2006

fíkn

Það er satt - mandarínufíkn mín hefur náð nýjum hæðum.
Á hverju ári, á þessum árstíma, fer í sölur fersk og góð uppskera af mandarínum eða klementínum og á hverju ári er þessi vara keypt í kössum inn á heimilið. Ég heimta það. Öðrum heimilisfólki finnast mandarínur mjög góðar líka, en það kann sig líka. Ekki ég. Hver á fætur annarri hverfa mandarínurnar ofan í maga minn og synda þar saman og hlæja að mér. Ég er farin að skammast mín pínu fyrir þessa fíkn mína og stend mig að því að ljúga að sjálfri mér: "Það er ekkert mikið að borða 5-6 mandarínur á dag" á meðan ég teygi mig í þá sjöundu, já eða áttundu...
Það er sagt að fyrsta skrefið sé að viðurkenna vandann - ég geri það hér með.

16. desember 2006

A child is born

Loksins loksins!

Í nótt kl. 2:17 fæddist lítil stúlka til stoltra foreldra, Ingu Bjarkar og Einars. Hún var 4060 gr. og 56 cm! Til lukku, til lukku, til lukku!

Langar að fara og skoða hana strax... en ég er að bíða eftir grænu ljósi frá foreldrunum, hehehe.. þau þurfa nú að hvíla sig ;)

15. desember 2006

9 dagar til jóla

Hvert fóru dagarnir í desember?
Án gríns, mér finnst eins og fyrsti desember hafi verið í gær en ekki fyrir tveimur vikum!
Var að horfa á lokaþátt Biggest Loser og þvílík breyting á fólki! Alveg ótrúlegt hreint. Það sem mér fannst hvað flottast var að þau litu öll út fyrir að vera svo gömul þegar þau voru feit en voru svo bara nokkuð ungleg þarna í restina!

Framundan um helgina er yfirlestur á u.þ.b. 90 prófum (2 gerðir), yfirferð á 50 vinnubókum og samansafn af stílum og öðrum ritunarverkefnum sem ég þarf að ljúka fyrir þriðjudaginn. Ef ég verð lítið við á msn og í lífinu almennt, þá vitið þið ástæðuna.

Barnið þeirra Ingu og Einars þrjóskast enn - 10 dagar framyfir en vonandi eitthvað að gerast ;)

Jæja, I'm off to betty...

13. desember 2006

Jólastress

Ég fékk pínu hland fyrir hjartað þegar ég vaknaði í morgun og fattaði að ég á aðeins 5 og hálfan vinnudag eftir fyrir jólafrí. Það þýðir að ég þarf að troða ansi miklum fróðleik í blessuð börnin á morgun og hinn! Svo á ég líka eftir að klára að skrifa jólakortin, skreyta herbergið mitt almennilega, kaupa nokkrar jólagjafir og ákveða hver jólafötin í ár verða !
Það er nú samt ekki eins og aðrir eigi ekki við verri vandamál að stríða þannig að ég ætla ekkert að láta þetta pirra mig.... mikið!

Ég er ekki ennþá komin í jólaskapið mitt. Það verður sennilegast ekki fyrr en á laugardaginn sem það kemur. Ég held við ætlum að fara í jólatrés-leiðangur og svo er líka ein af jólamyndunum mínum á Rúv - Home for the Holidays. Tær snilld og Robert Downey Jr. alveg að brillera... love it.

Biðin eftir barninu heldur áfram, nú er Inga mín komin 8 daga framyfir og ekkert að gerast. Þetta er með þrjóskari krökkum sem ég þekki - alveg eins og pabbi sinn held ég bara ;)

Shout out dagsins fer til Bjössa - þegar kemur að því að hrökkva eða stökkva ertu góður í að stökkva ;) Til lukku með nýja framtíð!

10. desember 2006

Blogger beta

Jæja,
ég veit ekki hvort ég hafi verið að klúðra einhverju eða hvað... breytti yfir í blogger beta því þeir buðu mér að gera þetta... vonum að þetta fari á besta veg ;)

Ég ákvað í gær að ég þyrfti að hafa eitthvað til að hlakka til næstu mánuðina og pantaði mér far til Kaupmannahafnar um pálmasunnuhelgina. Ég ætla að heimsækja hana Evu Stínu og fjölskyldu, labba um bæinn, fá mér góðan mat og versla eitthvað skemmtilegt. Ég er strax farin að hlakka til!

Ég eyddi helginni í ýmislegt skemmtilegt, fór t.d. í jólahlaðborð á Strikið í gær, skreytti aðeins herbergið mitt, fór í jólaverslunaræðið á Glerártorgi og í Hagkaup en eyddi svo deginum í dag í vinnu. Sem betur fer minnkaði bunkinn talsvert hjá mér, enda bráðum að koma jólafrí.

Shout out dagsins fer til ófædds barns Ingu Bjarkar - viltu drífa þig út? Mamma þín er orðin ansi þreytt á að bíða ;)

6. desember 2006

Fullveldi, laufabrauð og nýjir kaflar

Þetta gengur nú ekki, verð að blogga oftar en einu sinni í viku!
Ég fór nýklippt og fín á árshátíðina á föstudaginn og skemmti mér konunglega. Það er ótrúlega gaman að sjá nemendur sína í sínu fínasta pússi með skemmtiatriði og prúðmannlega framkomu. Þeir sem þekkja til skólans vita að þessar skemmtanir eru vímuefnalausar og ótrúlegt að smala saman 900 manns í mat og á ball án þess að nokkur vandamál komi upp á. Margir nemenda minna komu mér skemmtilega á óvart og sýndu hæfileika sem ég hafði ekki grun um. Æðislegt kvöld.

Á laugardaginn var svo laufabrauð hjá fjölskyldunni og gekk það líka mjög vel. Ég fæ hins vegar alltaf verk í augun og held að það sé út af steikingarfeitinni. Var alla vega illt í augunum þar til næsta dag!

Mig langar líka til að tala aðeins um eina vinkonu mína sem náði merkum áfanga síðastliðinn föstudag. Fyrir rúmum tveimur árum greindist hún með brjóstakrabbamein aðeins 29 ára gömul. Hún var nýbúin að gifta sig og var á leiðinni til útlanda í nám. Eftir margar aðgerðir og lyfjameðferð náði hún sér og á föstudaginn, 1. desember, fullveldisdegi Íslans sat hún í útlöndum þar sem hún er í námi og var loksins laus við öll krabbameinslyf. Til hamingju elsku María Erla - þú ert í alvörunni ein af fáum manneskjum sem ég lít upp til þegar kemur að því að sigrast á hinu ósigranlega.
To new beginnings!

30. nóvember 2006

makalaus

Ég er að fara á árshátíð nemenda á morgun. Sú fallega hefð að hafa árshátíð skólans á fullveldisdaginn, 1. desember, finnst mér alveg frábær. Við erum svo heppin að í ár lendir sá dagur einmitt á föstudegi og því verður þetta enn ánægjulegra.

Á boðsmiðanum mínum er nærveru minna og maka míns óskað á árshátíðinni. Ég á ekki maka og er því makalaus. Ho ho ho...Alltaf gaman þegar maður man eftir tvíræðum orðum í íslensku, því ekki eru þau mörg.

Fer í klippingu á morgun - hlakka mjög til að snyrta aðeins makkann svo maður verði nú fínn á árshátíðinni og um jólinn.. mig langar ekkert sérstaklega að fara í jólaköttinn!

Lítið að gerast annars, verkefnabunkinn hefur snarminnkað en ég á samt von á fleiri vinnubókum eftir helgina. Vona að ég geti aðeins hvílt mig á sunnudaginn - laufabrauð á laugardaginn!

27. nóvember 2006

aukinn aðgangur

loksins get ég unnið heima við án þess að muna sífellt eftir skjölum sem ég get bara náð í á skólanetinu. Mér hefur tekist að fá aukinn aðgang að svæði mínu. Jess! Nú sit ég í makindum heima og fer yfir verkefni og bý til skjöl án þess að þurfa síðan að senda mér þau í tölvupósti. Trúið mér, það er leiðingjarnt til lengdar.

Helgin mín var ansi skemmtileg. Ég bakaði smákökur með mömmu (5 sortir), fór í laufabrauð með nokkrum kennurum skólans og lærði að skera kökur "upp á gamla mátann". Gamli skóli "ilmaði" af steikingarlykt en það gerði ekkert til. Ég náði líka að klára jólagjöf sem ég var að föndra og er nánast búin með peysu handa litla bumbubúanum þeirra Ingu og Einars. Kannski ekki seinna vænna því einungis 8 dagar eru í settan fæðingardag! Ég náði líka að saxa aðeins á stíla/smásögu/ævintýra/prófa bunkann sem elti mig heim á föstudaginn og var ég einmitt að klára síðasta verkefni kvöldsins hérna rétt áðan. Á morgun bíða mín svo 50 stk af sagna- og lesskilningsprófum og fyrir klukkan 10 bætast 50 stk af orðskýringaprófum í nýjan bunka. Ekki má svo gleymta vinnubókunum sem elskurnar mínar skila til mín í vikunni og næstu viku. u.þ.b 100 stk allt í allt. Life is good.

Sá auglýsingu fyrir Wham og George Michael greatest hits. Held hún heiti 25. Alla vega, þá er Goggi í flottum bol í Wake me up myndbandinu - Choose life. Hugsa alltaf um Trainspotting þegar ég sé þessa auglýsingu. Steikt... eiginlega djúpsteikt bara.

Shout out dagsins fer til Guðjóns míns í París - Congrats my daaahling. París liggur við fætur þér eins og ódýr dyramotta. Lov jú longtæm.

22. nóvember 2006

Los internetos

Loksins tókst okkur að vinna úr internetvandamálum mínum.
Málið er að við vorum lengi búin að reyna að setja upp þráðlausa tengingu úr heimilistölvunni inn til mín og ekkert gekk. Reyndar gekk það í eitt skiptið en entist í svona 5 mínútur. Nú ber ég mikla von í brjósti að þetta samband haldist og er ég hálf hrædd við að slökkva á tölvunni. Nú veit ég hvernig Chandler og Joey leið þegar þeir fengu ókeypis klám og þorðu ekki að slökkva á sjónvarpinu!

Á föstudaginn er mánuður til jóla og aldrei þessu vant er ég búin að föndra jólakortin, langt komin með föndruðu jólagjafirnar og er að fara að baka smákökurnar næstu helgi! Svo komst ég líka að því að jólafríið mitt verður í raun jóla"frí" en ekki jóla"vinna eins og skepna þannig að ég verð þreyttari en fyrir fríið". Muy bueno.. eða eitthvað :Þ

Fer á námskeið um einhverfu á morgun - hlakka mikið til.

lifið heil - ég ætla að kíkja á eitthvað skemmtilegt

19. nóvember 2006

"Hver heldurðu að þú sért, Bastian? Bæjarfógetinn?!"

Ég fór í leikhús á föstudaginn á Herra Kolbert eins og ég minntist hér á og ég verð að segja að það kom mér skemmtilega á óvart. Ég hafði séð brot úr því á N4 rétt fyrir frumsýningu og var með vissar efasemdir en hristi þær af mér eftir 10 mínútur af leikritinu. Þessir leikarar eru ótrúlegir, leikritið sjálft fyndið og örlítið átakanlegt um leið og það stuðar mann í endann. Mæli með þessari sýningu en það er víst bara sýnt fram að jólum. (já og fyrirsögn bloggsins er einmitt úr leikritinu)

Í gær fór ég svo í bíó á Bond og annan eins Bond hef ég ekki séð. Hann er svo mikill karlmaður að mann svimar bara. Ó já! Myndatakan er frábær, mér fannst sagan líka alveg ágæt (þó það truflaði mig pínu að þetta átti að vera forsaga sem gerðist samt í nútímanum.. hmm)og Bond-pían skemmtileg. Mæli með henni, en athugið að hún er 2 1/2 klst.

Er að passa litla frænda minn - bökum piparkökur á eftir, ú je!

16. nóvember 2006

ástarsamband mitt

Ég hef átt í leynilegu ástarsambandi undanfarna mánuði - við dún.
Þetta byrjaði allt saman þegar ég flutti norður og fór að vinna í 102 ára gömlu húsi. Það var stundum kalt þar inni. Ég hafði lengi ágirnst dúnskó líkt og Marían mín á og þegar tækifærið gafst skellti ég mér á ódýrt par. Tilfinningin var ómótstæðileg. Mér þóttu skórnir svo þægilegir að ég sofnaði með þá eitt kvöldið og þurfti að leita vel og lengi að þeim næsta dag. Þeir fundust vöðlaðir inn í sæng og teppi eftir langa leit.

En ég gat ekki látið staðar numið við skóna. Fyrir löngu síðan hafði ég gist hjá vinkonu minni í Danmörku og svaf þar með dúnsæng. Þar sem ég hafði þangað til einungis leyft gerviefnum nálægt mér var þetta skrýtin tilfinning. Ég vildi alltaf hafa sængina mína létta - fannst ég annars vera að kafna. En skyndilega breyttist allt. Nú vil ég hafa sængina mína sem þyngsta. Ég vil finna hvernig sængin ýtir mér ofnaí dýnuna og hleypir engu lofti nálægt mér. Ég var meira að segja farið að sofa með 1-2 rúmteppi til þess að þyngja gerviefna-sængina mína þar til ég ákvað að kaupa mér dúnsæng.

Í mánuð hef ég nú sofið með dúnsængina mína sem ég keypti í IKEA. Ég var með smá efasemdir um það hvort ég myndi á endanum vilja sofa með dúnsæng en ég ákvað að prófa þetta. Ég er ástfangin af sænginni minni. Þegar ég leggst til hvílu heyri ég brakið í sænginni, ég finn hvernig hún umlykur mig og hún er akkúrat nógu þung til þess að ég þurfi ekki að nota aukateppi. Hún er líka mátulega hlý.

Núna dreymir mig um þriggja laga dúnsæng sem ég veit að er til. Þá væri ég prinsessan á bauninni, með heysátu ofaná mér á hverju kvöldi og svæfi góðum, djúpum svefni. Auðvitað yrði ég að kaupa mér dúnkodda líka. Það þarf vart að taka það fram...

15. nóvember 2006

Heit fyrir Bond

Já krakkar,
það er eitthvað heitt við nýja bondinn - ljóshærður með klobbaglott og þú bara veist að hann er "up to no good". Væri alveg til í að vera bond-pían hans..
En, sem sagt, mig vantar bíó-félaga á Bond um helgina.. any takers?

Það heldur bara áfram að snjóa hérna. Fannst í gær eins og ég væri að kafna undan þessum snjó svo ég dúðaði mig upp og labbaði upp í bæ. 2Af hverju?" spyrja sumir sig - jú, út af hinu frábæra orðatiltæki "if you can't beat them - join them". Svo ég arkaði í Pennann og ráfaði innan um hillurnar en keypti svo ekki neitt. Frekar slappt.

Þarf að klára að fara yfir Animal Farm verkefni um helgina, fara á Herra Kolbert á föstudagskvöldið, horfa á X-factor sama kvöld (nemendur mínir eru í þættinum, elda á laugardaginn og reyna að sjá Bond... jesús.. hvenær á ég að klára jólagjafirnar??

13. nóvember 2006

Laugardagskvöldið, snjókoman og stílarnir

Jahá!
Partýið á laugardaginn var einstaklega skemmtilegt og vil ég þakka henni Hóu sérstaklega fyrir gestrisnina! Við vorum 10 sem vorum svo fræg að fara niður í bæ og tjútta lengur en hinir og við tókum Kaffi Akureyri með stormsveipi.
Frábært kvöld í alla staði og var ég ansi þreytt í gær eftir að hafa drattast heim þegar búið var að kveikja ljósin á Kaffi Ak.. sjaldan er maður jafn ljótur og akkúrat þá!

Er búin að jafna mig á veikindunum og var að spá í að skella mér í sund en það er bara brjáluð snjókoma og búin að vera í allan dag! Sundlaugin verður einhvern vegin köld af öllum þessum snjó.. held ég ;)

Sit við vinnuborðið mitt og hamast við að fara yfir stíla um Hr. Smith og Hr. Williams. Hlakka til að fara heim á eftir og hvíla mig aðeins meira...

10. nóvember 2006

Lazarus úr rekkju

Hejsan
er búin að vera lasin (og er reyndar ekki alveg full hress ennþá) svo ég hef lítið gert nema legið í bælinu, reynt að sofa þetta úr mér og drekka mikið af vatni.
Í dag drattaðist ég í vinnuna og hélt að ég væri bara hraust en fékk heiftarlegt svimakast og þurfti að flýja úr tíma í morgun - ekki besta tilfinning í heimi skal ég segja ykkur.

Helgin verður sennilegast mjög róleg en það er reyndar vinnupartý á morgun sem ég verð að mæta í ...

vona að þið hafið það betra en ég

1. nóvember 2006

Það er kalt í G11

Í dag ákvað veturinn að minna talsvert á sig - það er jú kominn 1. nóvember.
Þegar maður er að vinna að mestu leyti í 102 ára gömlu húsi er jú óhjákvæmilegt að það verði pínu kalt í stofunum, sérstaklega þegar það er -6 gráður á hitamælinum. Fyrsti tíminn minn var í hinni alræmdu stofu G11, en þeir sem gegnu menntaveginn í MA vita hvað einfalda glerið í gluggunum er næfurþunnt.

Sem sagt, það er kalt í vinnunni í dag.

Já og það var jarðskjálfti áðan. Ég fann ekki fyrir honum. Damn it.

29. október 2006

Hipsum haps

Fór að Hólavatni á þriðjudaginn með 2-Unaðslegan - umsjónarbekkinn minn. Ferðin gekk mjög vel, þau eru ótrúlega skemmtilegur og samheldinn hópur svo enginn var útundan eða í fýlu úti í horni. Nammið og snakkið flæddi um allt hús og var sykurinn ekki lengi að ná hámarki í blóðstreymi allra þarna inni (mér meðtaldri)svo fjörið stóð langt fram á nótt. Það voru 2 strákar með sem æfa borðtennis svo borðtennisborðið var fullbókað ALLAN tímann. Ég sofnaði út frá þæglegum rythma ka-dúnk-ka-dúnk-ka-dúnk....
Það er búið að snjóa heilan helling á Akureyri í vikunni og við vorum svo heppin að það var mestur snjór á miðvikudagsmorguninn svo við fórum út í snjó-fótbolta, byggðum virki (aðallega ég og nafna mín :) og svo var að sjálfsögðu snjóstríð. Ansi góður sólarhringur og þó maður hafi ekki hvílst mikið var þetta alveg frábært!

Seinni hluti vikunnar var ekki eins góður. Held ég hafi nælt mér í pest eða vöðvabólgu eða einhvern andskotann því ég var með stöðugan hausverk og illt í maganum alveg þangað til í gær. Líður nú mun betur og er einmitt á leiðinni upp í skóla til að fara yfir fleiri vinnubækur.

Vil nota þetta tækifæri og biðja alla afsökunar á því að hafa ekki hringt/skrifað/bloggað/commentað undanfarið en þetta er eitthvað að vefjast fyrir mér... ég lofa bót og betrun. ´

Hey já, Icelandair ætlar að fara að fljúga til Halifax og Heimsferðir fljúga til Montréal á næsta ári!!! Jei!! En getur enginn flogið til Toronto? Þaðan er nefnilega bara 1 og 1/2 klst akstur til Peterborough ;D

24. október 2006

Hólavatn

Nú held ég á Hólavatn með umsjónarbekkinn minn. Ég vona að allt gangi vel annars get ég gripið til landlínunnar sem er víst í eldhúsinu. Til þess að ná gsm sambandi þarf ég að klifra upp á hól. Right.
I'm off to the country

19. október 2006

Hefur einhver séð nennuna?

Ég virðist hafa tapað viljanum til að blogga. Ég veit svo sem ekki af hverju en þessa dagana er reyndar óvenju mikið álag á mér. Krakkarnir í 1. og 2. bekk eru að skila inn vinnubók, 3. bekkur var í prófi úr Animal Farm og með ritunarverkefni auk allra aukaverkefnanna sem tengjast smásögum og almennri ritun. Jesús..

Jæja, ég vildi alla vega láta vita af mér. Ég er að fara til Reykjavíkur á morgun og ætla að vera með litlu systur, hitta Margot, þýðendurnar Maju og Guðrúnu, Lisu skísu og hann Michael Ondaatje minn :D

Verð að halda áfram með vinnubækurnar en ég er sem sagt á lífi ;)

8. október 2006

Greifapizza, Brynjuís og Jólahúsið

Afrek helgarinnar:
*Ég hef unnið hina ungliðana í Trivial
*Ég hef étið á mig gat
*Ég hef gengið vel á birgðir hvítvíns frá Ástralíu
*Ég hef hlegið meira en góðu hófi gegnir
*Ég hef lært 3 ný "klöpp"
*Ég hef lært að kannski var Epli einhvern tímann ritað "Eppli"
*Ég hef lært að skilja þakglugga aldrei eftir opna - þú veist aldrei hvað/hver getur dottið í heimsókn ;)
*Ég ákvað að labba Laugarveginn næsta sumar í góðum hópi
*Ég horfði á fólk keppa í þrekþrautum og fannst það skemmtilegt

2. október 2006

Vika 4

Skólinn gengur vel.
Ég er hálf lasin, með hor í nös og fleira skemmtilegt. Nemendur mínir vilja að sjálfsögðu að ég haldi mig heima svo þau fái frí ;)

Á föstudaginn var ráðstefna í Höllinni og gekk hún vel - lærði heilmargt um stöðu menntamála á Íslandi og það hversu margir fara í framhaldsnám, þ.e. meira nám en grunnskóla. Það kom mér á óvart hversu háar tölurnar voru hjá fólki á mínum aldri. Um 40% kvenna á aldrinum 20-24 ára hefur einungis lokið grunnskólanámi. Ég veit að skóli eða nám er ekki sjálfsagður hlutur hjá öllum. Sumum gengur illa í skóla, sérstaklega bóknámi. En nú er námsval orðið ansi fjölbreytt og margir skólar bjóða upp á starfsnám. Allt þetta var tekið með í þessa útreikninga og samt er þetta hlutfall svona hátt. Ég varð frekar sorgmædd yfir þessum tölum.

Restin af helginni fór í yfirferð prófa, undirbúning kennslu í þessari viku og smá grín með Ágústi Óla.

Næsta helgi verður sjúklega skemmtileg!! Vinkonur mínar úr þýðingafræðinni ætla að koma til Akureyrar og mála bæinn rauðan! Love it - hlakka geðveikt til ;)

Horið er að fylla heilann á mér, kannski er þessi færsla algjört bull :)

25. september 2006

10 km ganga, Karíus og Baktus og hlaup

Jæja,
ég veit að ég er ekki besti bloggarinn þessa dagana, en ég hef afsökun - það er bara allt of mikið að gera hjá mér!!
Síðasta vika var sjúklega strembin og var ég ákveðin í að slappa vel af um helgina en var búin að gleyma því að ég var að fara í haustferð kennara á laugardeginum!
Við fórum í rútu að Dettifossi (vestri hlið) og gengum svo síðar um Hólmatungur og enduðum við Hljóðakletta. Samkvæmt nákvæmum GPS mælingum Jens gengum við hátt í 10 kílómetra þennan dag, enda voru menn hljóðir yfir matnum seinna um kvöldið ;)Maturinn sem beið okkar í Skúlagarði var feiknagóður og harmonikkuball Sverris Páls vakti lukku meðal kennara. Við fengum eins gott veður og mögulegt var og náðum við meira að segja að næla okkur í helling af berjum á leiðinni (þau fóru reyndar öll beint í munninn :).

Í gær fór ég svo á Karíus og Baktus hjá Leikfélaginu og skemmti mér konunglega yfir þessu 30 mín. leikriti þar sem þeir bræður skemmtu og hræddu öll börnin í salnum. Ágúst Óli sat stjarfur en var samt ekki hræddur, sem betur fer.

Mánudagar eru samt strembnir en ég náði loksins að hlaupa 2mín, labba 2mín 7sinnum úti áðan og það í mótvindi! Er reyndar að leka niður svo ég held ég láti þetta duga í bili.

19. september 2006

Busar, tennur og kíló

Eftir 3 vikur í ræktinni hef ég nú lést um 2.2 kg! I'm super happy ;)
Fór í dag og hljóp/labbaði 28 mínútur... held ég hafi sjaldan svitnað jafnmikið og er farin að finna fyrir smá strengjum í kálfunum. Er það ekki svo:
No pain, no gain, eh?

Í dag var busavígsla í skólanum og mátti sjá sveitta litla busa hlaupa um gangana svo lyktin lá lengi vel í loftinu. Þau virtust skemmta sér ansi vel og voru dugleg að syngja Hesta-Jóa svo þetta hlýtur að teljast vel heppnað hjá þeim í 4. bekk.

Lenti annars í skondu atviki í gær. Ég held að tannlæknirinn minn sé skyggn. Eða þá að hann hafi sett litla örflögu í munninn á mér og fylgist með ástandi tannanna! Þannig er að önnur augntönnin mín hefur verið að stríða mér annað slagið í svolítinn tíma en aldrei eins mikið og síðustu vikuna. Í gær finn ég svo 'missed call' á símanum mínum - frá tannlækninum mínum! Ég var ekki lengi að hringja tilbaka og smella mér í skoðun eftir viku. Hver veit nema ég sé með loft undir fyllingunni? Já eða hreinlega bólgu í tauginni? Veit bara að þetta á eftir að kosta skínandi túskilding ef ég þekki tannsann minn rétt!

17. september 2006

Þvílík vika...

Samkvæmt flestum dagatölum hefst ný vika á sunnudegi. Í dag er því vika 2 í skólanum hafin. Síðasta vika var ansi strembin og hef ég sjaldan verið jafnþreytt og á föstudagskvöldið, enda var ég sofnuð vel fyrir miðnætti. Það gengur samt allt vel - gleymdi bara einni bók og þurfti að hlaupa aðeins um skólann en það reddaðist. Dagurinn í dag fer að mestu leyti í undirbúning á vikunni þannig að ég verði ekki eins þreytt og utan við mig eins og í síðustu viku ;)

Takk fyrir allar kveðjurnar, pep talks, knús, sms og símtöl - ég held ég eigi bestu vini í heimi :)

Oh, and happy birthday, Lisa! We are now officially in our late twenties ;)

14. september 2006

Bjallan hringir, inn við höldum...

Jæja,
nú er skólinn setttur. Skólasetning fór fram í gær í Kvosinni og mættu yfir 600 manns. Það var frekar fyndið/skemmtilegt/súrrealískt þegar Jón Már las upp nafnið mitt á meðal annarra nýrra starfsmanna.
Í dag sóttu nemendur svo stundaskrárnar sínar og á morgun mæta þau kl. 8:15 í fyrstu tímana sína. Þetta leggst alltaf betur og betur í mig og ég hlakka frekar mikið til eiginlega.
Er á leiðinni heim - langar allt í einu í bíó... best að tékka á dagskránni ;)

12. september 2006

Buzy bee

Er svo þreytt, allt of mikið að gera þessa dagana...
þarf meiri orku...

6. september 2006

Blitz-blogg

Það virðist enginn vera að lesa bloggið mitt þessa dagana þannig að ég held ég hafi bara lítið sem ekkert að segja

-Léttist um 1 kíló í síðustu viku
-Las Animal Farm aftur eftir 6 ár. Frekar fyndið
-Horfði ekki á Rockstar Supernova í gær
-Er að fara í berjamó um helgina

4. september 2006

New beginnings

Búin að breyta um nafn á blogginu.
Þetta gat náttúrulega ekki heitið "fréttir úr 101" lengur þar sem núverandi póstnúmer mitt er 600! Mér datt ekkert betra í hug í augnablikinu - finn eitthvað skemmtilegra síðar.
Helgin var stóráfallalaus - hjálpaði Ingu aðeins að flytja, fór í ræktina, prjónaði, las smásögur og reyndi að hvíla mig aðeins inn á milli. Já og ég fékk mér loksins Brynjuís... djöfull var hann góður ;)

María Erla mín er flutt til Edinborgar. Því miður náði ég ekki af henni fyrr en hún var komin á flugvöllinn í Glasgow og gat því ekki sagt almennilega bless við hana. Svona er lífið stundum. Vona að allt gangi vel- love ya babe ;)

Í síðustu viku náði ég að fara 6 sinnum í ræktina á 7 dögum (tók mér frí á sunnudaginn) svo ég verð að vera jafndugleg í þessari viku. Gymmið á mán., mið. og fös. og út að skokka á þri. og fim. og taka svo aukatíma í gymminu á laugardaginn. Hell yes!

Verð að halda áfram í vinnunni, búin að stoppa allt of lengi...

1. september 2006

I wanna get physical, physical

Líkaminn er að brillera þessa vikuna.
Er búin að fara 2svar í ræktina og 2svar út að hlaupa síðan á mánudaginn. Í dag fer ég í síðasta tíma vikunnar á námskeiðinu en á morgun ætla ég að kíkja í Body Balance til að fá smá teygju og liðleika aftur í líkamann... Svo 6 workout sessions á 6 dögum ;) býsna gott...
Ég gleymdi að óska henni Önnu Möggu minni til hamingju með afmælið í síðustu viku - til lukku ezzzkan - vona að spánn hafi alveg verið að gera sig.

Helgin er sem sagt framundan, ætla að hjálpa henni Ingu minni að flytja á eftir - það er ekki hægt að bera dót þegar maður er með 6mánaða kríli inní sér!

Kominn nýr mánuður, skólasetning eftir 12 daga, gengur vel.

29. ágúst 2006

Akureyrensis

ok,
hef nú ekki verið blogghæf sökum lélegrar internettengingar en nú er bót á!
Ég flutti sem sagt norður aftur þann 19. ágúst og sprellaði í brúðkaupi sama dag. Síðasta vika fór síðan öll í að koma mér almennilega fyrir í herberginu mínu, ganga frá hinum ólíklegustu málum hjá þjóðskrá, póstinum, bankanum, símanum o.fl. o.fl.
Er búin að vera í vinnunni að fara yfir námsefnið og reyna að undirbúa kennsluna sem hefst með skólasetningu þann 13. september.
Akureyrarvaka var síðasta laugardag og tók ég þátt með því að hlusta á óperutónleikana (sjúklega flott) og ganga um bæinn og kaupa kaffi og annað góðgæti. Dagskráin var frekar skemmtileg og ég á einmitt eftir að kíkja á Listasafnið til að sjá verk þeirra 6 aðila sem tilnefndir eru til íslensku sjónlistarverðlaunanna.

Í gær byrjaði ég svo í ræktinni aftur og finn allhressilega fyrir bakvöðvunum í dag! Fer á eftir í mælingar og sé þá hvar ég stend í augnablikinu. Hef ekki farið út að hlaupa í 2 vikur þannig að ég verð að haska mér af stað aftur í það.

Sem sagt, er á lífi, komin með nettengingu í skólanum og netfang (það er lara hjá ma punktur is) þannig að nú verður bloggað meira ;)

must dash - þar til síðar...

20. ágúst 2006

back on the ranch

Jæja elskurnar mínar..
ég er komin heim í heiðardalinn, heimahagana, upprunans og allt það :)
Síminn minn er batteríslaus og ég skildi hleðslutækið eftir í reykjavík (I know, studpid)þannig að ef þið þurfið að ná í mig er ég í heimasíma foreldra minna - við búum í grundargötu 1 á akureyri ;)

þarf að ganga frá heilli búslóð eftir að hafa skutlast í frábært brúðkaup í gær - enn og aftur til hamingju Ágústa og Ægir!!!!

16. ágúst 2006

Flutningar

Ok,
veit að það er kannski hallærislegt að hrópa á hjálp með 2ja daga fyrirvara en ef einhver getur séð af smátíma á föstudaginn til að hjálpa mér að bera niður kassa af fjórðu hæð væri það ofsalega vel þegið! ;)
Er komin með 3 hjálparkokka en það væri geðveikt ef ég gæti hespað þessu af á smátíma.
Veitingar í boði (matur, gos og jafnvel sterkari drykkir :) Mæting kl 19:00 fyrir þá sem vilja eða geta mætt, hehe.

allt á fullu, rétt hef tíma til að henda þessu inn

peace out

10. ágúst 2006

Thelma and Louise do Iceland: the highlights tour

Hvað gerir maður ekki til að sjá óteljandi kindur, þoku á einbreiðum malarvegi með þverhnýpi á hægri hönd og einbreið, brakandi gestarúm á afskektum stöðum?

Á föstudaginn lögðu sem sagt Thelma og Louise, aka Lára og Lisa, af stað frá Reykjavík í hina miklu 3ja daga reisu um hringveginn. Við fórum nú ekki lengra en til Akureyrar þar sem við gistum í góðu yfirlæti í hús foreldra minna. Við löbbuðum aðeins upp í bæ og sáum unglingana rúlla um í drykkjuvímu og lögreglan gerði lítið í að taka áfengi af þeim. Ekki beint skemmtileg sjón.
Fórum snemma að sofa til að safna kröftum fyrir áframhaldið.

Sheep Valley, a place where happy thoughts die and blonde moment nr.1
Á laugardaginn hófst ferðin fyrir alvöru þegar við brunuðum í Mývatn. Við sáum Vindbelg, borðuðum samlokur á stéttinni hjá Hótel Reynihlíð og keyrðum svo í Bláa lón norðursins -Jarðböðin. Innan um franska, svissneska og þýska ferðamenn flatmöguðum við í klukkutíma og Lisa náði að setja nægan kísil í hárið til að endast alla helgina :) Egilsstaðir voru næst á dagskrá svo við brunuðum þangað í brjálaðri sól og æðislegu veðri. Stutt heimsókn hjá afa mínum gaf af sér hreindýrahorn handa Lisu og smá hvíld frá akstrinum. Þar sem enn var hábjartur dagur ákváðum við að keyra niður á Djúpavog og tjalda þar. Þessi ákvörðun átti eftir að leiða okkur í gengum Skriðudal sem við endurskírðum Sheep Valley því það voru bara kindur þarna - og hellingur af þeim! Uppi á Öxi lentum við í svo þykkri þoku að við sáum nánast ekki á milli stika (Öxi er einbreiður vegslóði sem vill kalla sig malarveg en nær því ekki alveg. Á þessum 19 km kafla er talsvert um blindhæðir, krappar beygjur, kindur og þverhnýpi allt um kring.) Eftir þessa hrikalegu lífsreynslu náðum við þó að keyra inn á Djúpavog en nutum Berufjarðarins ekki mikið því það var skýjað, grátt og kalt þarna. Við ákváðum því að gista ekki í tjaldinu heldur fengum svefnpokapláss hjá Hótel Framtíð - sjónvarp og allt í herberginu.Lisa átti fyrra blonde moment sitt (sjá á blogginu hennar) og við sofnuðum snemma út frá Legally Blonde.

Asking for chinese food in Höfn, gas station coffee and the freezing cold at Jökulsárlón
Þegar hér er komið í sögunni höfðum við ákveðið að allar hvítar kindur hétu Hans og væru frá Þýskalandi og þær lituðu voru spænskættaðar og hétu Pedro. Þetta gladdi okkur endalaust. You had to be there :) Við höfðum ákveðið að kíkja á Höfn, Jökulsárlón og Kirkjubæjarklaustur á sunnudeginum svo við byrjuðum á sundferð á Höfn þar sem afgreiðslumaðurinn hnussu-frussaði á okkur þegar við spurðum hvort einhver seldi kínverskan mat á Höfn. Pylsa og kók ásamt kaffi varð hádegismaturinn okkar. Besta veður helgarinnar var á Höfn á sunnudeginum svo við láum ansi legni í heita pottinum áður en við keyrðum um fallegasta svæði Íslands að mínu mati. Við skiptumst á að öskra upp úr þurru: “Ísland er svo fallegt!” og “Ég trúi ekki að ég hafi aldrei keyrt hérna áður!”. Jökulsárlón var fallegra en ég hefði getað ímyndað mér. Ótrúlegt hvað myndir ná stundum ekki að sýna manni alla fegurðina. Það var svo kalt að við stoppuðum stutt við en nógu lengi til að taka nokkrar myndir, fá sand í skóna og heyra ótalmörg tungumál í kringum okkur. Á Kirkjubæjarklaustri fengum við okkur köku á Systrakaffi og ákváðum að keyra alla leið í Vík og gista þar um nóttina. Þegar maður sér Ingólfshöfða og Hjörleifshöfða í fyrsta sinn trúir maður því varla að þetta sé hægt. Reynisdrangar eru líka frekar kúl, sérstaklega ef hafið er frekar úfið.
Við gistum á Hótel Lunda, en ekki vissi ég að lundar væru mikið þarna í kring. Lisa hafði hins vegar heyrt um það var að skoða matseðil staðsins þegar hún spottar máltíð sem innihélt “Kjúklingalundir”. Hún snýr sér að mér og segir: “What the hell is a chickenpuffin?!?”
Blonde moment nr. 2!!! Við sofnuðum í kringum 21 um kvöldið og skömmuðumst okkar ekki neitt.

Groundhog day in Vík, a sweet man named Ársæll and the long road home
Ræs kl. 8:00 á mánudagsmorgni, búnar að borga herbergið og lagðar af stað frá Vík kl. 8:20. Stefnan tekin á Dyrhólaey, þá Skógarfoss, Seljalandsfoss og loks ætluðum við í sund í Hveragerði. Eftir háskaför upp á Dyrhólaey þar sem við náðum að vakna all hressilega í vindinum vorum við að keyra á malarveginum þegar olíuljósið kviknaði allt í einu og bílinn “sagði okkur” að stoppa - sem við gerðum. Röndin aftan við bílinn og pollurinn sem myndaðist ansi hratt undir bílnum sögðu okkur að líklega væri þetta eitthvað alvarlegt (hehe) og sem betur fer stoppuðu þýsk hjón á húsbíl og buðust til að keyra okkur til Víkur. Bifvélavirkinn Ársæll keyrði svo með okkur tilbaka og aftur inn á Vík þar sem í ljós kom að gatið á olíutanknum var 3cm * 5cm og þurfti að sjóða. Nú maðurinn sem gat gert það var í útilegu og utan þjónustusvæðis til kl. 14 svo nú töku við 3 klst. af aðgerðarleysi. Fórum í sund, borðuðum í Esso skálanum og keyptum dót í Víkurprjóni áður en við fengum þær fregnir að viðgerðin tæki klukkutíma í viðbót. Loksins klukkan 15 fengum við að vita að bílinn væri að verða tilbúinn svo við hentumst á verkstæðið, punguðum út 28 þús. fyrir viðgerðina (sem okkur fannst nú vel sloppið, miðað við frídag og annað) og ákváðum að keyra beint heim, stoppa hvergi.
2 og hálfum tíma síðar snæddum við loksins kínverskan mat á Nings og rúlluðum svo heim á leið…

Verð að segja að þessi ferð endurnærði mig algjörlega og ég hefði aldrei trúað því hvað landslagið er fallegt á suðurhorninu…. lovely and amazing…

7. ágúst 2006

Casimir Pulaski Day

Komin aftur til Reykjavíkur, hef frá allt of miklu að segja, m.a. of mörgum klukkutímum í Vík vegna olíuleka.
Er svo þreytt að ég gæti sofið standandi
Sit og hlusta á Sufjan Stevens - bíð eftir freyðibaðinu mínu.
ferðasaga og myndir á morgun.

4. ágúst 2006

Versló

Er að klára vinnuna - dagskrá helgarinnar er að taka á sig einhverja mynd hérna :)
Eftir vinnu ætlar Lisa að sækja mig og við brunum út úr bænum beint í lönguvitleysuna sem verður eflaust á leiðinni til Akureyrar!
Á morgun ætlum við að skoða Mývatn, Egilsstaði, Skriðuklaustur og eitthvað meira; Sunnudagurinn er helgaður Jökulsárlóni, Höfn í Hornafirði, Vatnajökli og umhverfi og mánudagurinn mun að öllum líkindum snúast um fossa og Dyrhólaey.
Ég veit að mörgum finnst ekki menningarlegt að bruna hringinn á 3 dögum en við vildum endilega sjá sem mest og okkur fannst þetta líka fín svona "bonding" ferð áður en ég flyt til Akureyrar eftir 2 vikur... kræst!

Ég vona að þið eigið öll góða helgi, í sól, rigningu, roki -whatever og wherever!
bloggleysi fram á þriðjudag!!!

30. júlí 2006

Það besta sem guð hefur skapað....

Sit heima í stofu og vildi óska þess að ég væri á Klambratúni. Er hálf lasin hérna, með svo mikinn hausverk að mér var óglatt hér rétt áðan. Hef kveikt á sjónvarpinu og nýt þess að geta í það minnsta séð og hlustað á þessa snilld þó ekki sé nema svona hálfpartinn.
Einhvern veginn fær tónlist mann til að hugsa og mikið, fer inn í mann, grípur um tilfinningarnar og hleypir þeim lausum - hvort sem þær eru góðar eða slæmar. Veit bara að það er ekki gott að gráta þegar maður er með hausverk.. fæ bara meiri hausverk.

Hef haft það ansi gott undanfarna daga og hef ekki haft tíma til að blogga hérna. Steinunn systir og Ágúst Óli eru búin að vera í heimsókn og við erum búin að fara um alla Reykjavík að skoða ýmislegt. Fórum í gær í Fjölskyldu og Húsdýragarðinn og það voru komnir tveir nýjir kópar í selabúrið. Þeir fæddust í júní svo þeir voru ótrúlega litlir og sætir. Ég er líka búin að borða á flest öllum skyndibitastöðum í bænum, hehe, og verð að viðurkenna að þeir eru misjafnlega góðir.
Ég fæ að hafa þau í einn dag í viðbót og svo keyra þau aftur heim til Akureyrar.

Fyndið að ég á bara 3 vikur eftir hérna ... Þetta er algjörlega súrrealískt að ég sé að fara..

Framundan er eitt stelpu road-trip með Lisu, einn langur akstur í sendiferðabíl, fullt af faðmlögum, kossum, kveðjum, örugglega smá dass af tárum en líka ómæld gleði ...

24. júlí 2006

Þögn

Ég hef verið ansi þögul hérna í talsverðan tíma. Held að það sé bara vegna þess að ég er allt of upptekin við að gera eitthvað annað en sitja fyrir framan tölvuna.
Ég fór til Akureyrar um þarsíðustu helgi og málaði heilt einbýlishús með foreldrum mínum og systur minni; skemmti mér konunglega með Ágústi Óla og litla tjaldinu hans; svaf meira en ég hafði gert í heilan mánuð á undan og leið almennt mjög vel.
Síðasta vika var frekar strembin í vinnunni og ég býst við að næstu tvær verði ekkert auðveldari. Það er alltaf einhver að fara í frí og ég held að við séum bara 6 sem erum á deildinni núna - 8 manns í sumarfríi.
Ég horfði á Opna Breska um helgina - fann mér eitthvað til að taka við af HM í fótbolta. Krúttlegt þegar Tiger fór að gráta eftir að hann vann... Konan hans er líka ótrúlega sæt.

Ég fattaði í morgun að ég á bara 4 vikur eftir í Reykjavík. Eins gott að bretta upp ermarnar og klára að pakka öllu niður. Hlakka til að flytja aftur heim...

14. júlí 2006

Bastille

Vikan er búin,
langur föstudagur að verða búinn,
er á leiðinni heim eftir klukkutíma.. ble í bili.

já og gleðilegan Bastilludag

10. júlí 2006

allt búið

Síðustu 6 vikur hef ég fylgst með ansi mörgum fótboltaleikjum. Sumir segja of mörgum! En nú er þessu lokið og ég veit ekki alveg hvað ég á að gera af mér. Finn mér eitthvað annað til að festast yfir... já og Zidane, ég elska þig.

Eyddi helginni í mikinn svefn, sólbað, kláraði kvenspæjarastofuna, saumaði kjólinn minn (næstum allan ;), þýddi, hlustaði á Johnny Cash, Cörlu Bruni og James Morrison, varð ástfangin af laginu If you could read my mind - coverlag hjá Cash á nýjustu plötunni... ótrúlegt lag og röddin hvað eftir annað við að bresta en samt nær hann alltaf að klára... love it.

If you could read my mind love
What a tale my thoughts could tell
Just like an old time movie
about a ghost from a wishing well
In a castle dark or a fortress strong
With chains upon my feet
You know that ghost is me
And I will never be set free
As long as Im a ghost that you can't see

If I could read your mind love
What a tale your thoughts could tell
Just like a paperback novel
The kind that drugstores sell
When you reach the part where the heartaches come
The hero would be me
But heroes often fail
And you won't read that book again
Because the endings just too hard to take

I'd walk away like a movie star
Who gets burned in a three way script
Enter number two
A movie queen to play the scene
Of bringing all the good things out in me
But for now love, lets be real
* I never thought I could act this way *
And I've got to say that I just don't get it
I don't know where we went wrong
But the feelings gone
And I just can't get it back

If you could read my mind love
What a tale my thoughts could tell
Just like an old time movie
about a ghost from a wishing well
In a castle dark or a fortress strong
With chains upon my feet
But stories always end
And if you read between the lines
You'll know that I'm just trying to understand
The feelings that you lack
I never thought I could feel this way
And I've got to say that I just don't get it
I don't know where we went wrong
But the feelings gone
And I just can't get it back

6. júlí 2006

Strætó á villigötum

Getur einhver frætt mig um það hvernig það stenst að ein af stofnleiðum strætó, S5, sé lögð af í 4 vikur frá og með morgundeginum!! Auðvitað er þetta strætóleiðin mín og þarf ég hér eftir að taka S6 upp á Ártún og skipta þar um vagn og fara í vagn 18.
Mér er ekki skemmt.
Auðvitað getur alltaf þurft að draga úr ákveðinni þjónustu á vissum tíma. Strætó ákvað t.d. að vera ekki með vagna á 10 mín. fresti yfir sumartímann og því aðeins ferðir á 20 og 30 mín. fresti. En að leggja heila leið af í 4 vikur vegna þess að ekki tókst að ráða mannskap til að sinna störfunum finnst mér ekki sanngjörn þjónusta við farþega.

4. júlí 2006

Hassel the Hoff

Hvað er að?!
Hasselhoff heldur að hann geti rappað - einungis þjóðverjar með lélegan tónlistarsmekk (ég veit um nokkra!) gætu nokkurn tímann viljað hlusta á þetta. Og Ice-T?!? Farðu í Law and Order og vertu ljótur.

Las í dag um týndu árin í Bold og þar var þessi snilldarsetning:

Sally reynir að fleka Massimo og tekur sporið við lagið „Mustang Sally“ en hann stenst freistinguna

Ég hló svo mikið að táraðist.

Foreldrarnir eru á leiðinni til mín - London á morgun... langar með.

1. júlí 2006

How do you eat an elephant?

Var að koma heim eftir þriðja hlaupatúr vikunnar. Ég átti í raun að hlaupa í gær en letipúkinn náði mér... reyndar náði HM í fótbolta mér, svo ég skammaðist til að hlaupa núna í morgun í staðinn.
Ég held svei mér þá að þetta hafi verið auðveldara í dag en á mánudaginn. Næsta mánudag breytist planið hins vegar og ég þarf að hlaupa oftar og styttri gönguhlé á milli... sjáum hvað gerist...

Horfði sem sagt á báða leikina á HM í gær, svakalega voru Argentínumenn svekktir eftir tapið. Allt í lagi að fara að gráta, það er normalt, en að fara að slást? Ekki mjög sniðugt með myndavélarnar í gangi og milljónir að horfa á. Lærðu að tapa vinur.

Í dag byrjaði nýr mánuður, sumarið orðið ennþá styttra og ég á enn eftir að gera svo margt áður en ég flyt norður. Verð bara að muna að taka eitt skref í einu, borða fílinn í litlum bitum
- one at a time

28. júní 2006

mið-vika

Var að koma heim eftir smá hlaupatúr í kringum tjörnina. Já, það var dagur 2 af 3 í þessari viku og mér tókst þetta aftur þó ég verði að játa að ég var lengi að drulla mér út um dyrnar. Það sem ég þurfti að sjá áður en ég sannfærðist um að ég þyrfti nauðsynlega að fara út var að ég horfði á What not to wear (eða Druslur dressaðar upp, hehe) og sá tvær píur í algjörum mínus út af útlitinu sínu. Ég nenni ekki að vera í þessum sjálfsvorkunnarpakka. Svo ég hundskaðist í útifötin, skellti spilaranum á upphandlegginn og hræddi allar endurnar á tjörninni með látum og tómatafésinu mínu.
Mér líður sjúklega vel akkúrat núna - er þægilega þreytt og er að spá í að splæsa í eitt freyðibað....mmmmmmm

26. júní 2006

Að læra eitthvað nýtt

Í dag lærði ég tvo nýja hluti um mig:
1) ég er með ofnæmi fyrir köttum
2) ég hleyp hraðar en ég hélt

Ofnæmið kom í ljós í vinnunni, þar sem ég er núna að leysa af kattamanneskju. Fljótlega eftir að ég kom fór ég að hnerra og horast öll (s.s. fyllast af hori). Ég var ekki alveg að fatta þetta en Agga benti mér á að líklega væri ég bara með ofnæmi. Ég þrætti eitthvað fyrir það (hraust og svona, aldrei fengið neitt ofnæmi) en ákvað samt að skipta um skrifborðsstól (það var nefnilega kattalykt af honum). Eftir 10 mínútur var ég hætt að hnerra og allt hor hvarf. Ég hlýt því að draga þá ályktun að ég sé með ofnæmi fyrir köttum, ekki satt?

Núna rétt í þessu kom ég inn eftir fyrsta almennilega hlaupatúrinn minn. Ég fjárfesti nýlega í skemmtilegri bók sem ég mæli með fyrir þær píur sem vilja "læra" að hlaupa eða einfaldlega hafa smá stuðning til þess að komast loksins í 5, 10, 20 eða 42 km vegalengdirnar í maraþonhlaupum.
Er skemmtilega þreytt, hlakka til að hlaupa aftur á miðvikudaginn

25. júní 2006

andvaka

get ekki sofið.
gerði þau mistök að sofna í sumarhitanum í dag - líkaminn hefur tekið þann svefn sem nætursvefn og leyfir mér ekki að hvílast í nótt. Þar sem ég lá hálfdormandi í dag, í sólskininu á sófanum heima; hurðin út á svalir opin í hálfa gátt og örlítil gola blés inn leið mér eitt andartak eins og ég væri stödd í Kanada. Þessa örfáu daga í ágúst áður en skólinn byrjaði og ég fékk að vera uppí sveit, yfir þrjátíu stiga hiti og lítið annað hægt að gera nema liggja kyrr eða sveifla sér rólega í hengirúminu.
Ég fæ stundum þessa tilfinningu þegar ég labba út úr Kringlunni, á neðri hæðinni og geng út í heitan sumardag í hálfrökkrinu undir bílastæðinu. Það myndast einhver molla - sambland af bílalykt, sól og grasi sem minnir mig á útlönd.
í vinnunni minnir lyktin í lyftunni mig á neðanjarðarlestirnar í London.

fyndið hvað lykt getur vakið upp ótrúlegustu minningar....

23. júní 2006

Emmpéþrír

Loksins ákvað ég að taka þátt í MP3-væðingunni og keypti mér lítinn spilara í gær. Eina ástæðan var reyndar sú að ég vil geta hlustað á tónlist þegar ég fer út að hlaupa (já, hlaupa!) og það er glatað að skokka með walkmaninn!
Ég splæsti samt ekkert í neitt dýra týpu - fann einn á 5000 kall í Hagkaup og það fylgdi svona ól fyrir upphandleggginn; alveg snilld. Ekki nóg með það heldur fylgdu líka 2 lög með spilaranum: My heart will go on með selnum og Barbie girl! Ég fékk nett krampakast yfir þessu og eyddi þeim út hið snarasta og setti Gnarls Barkley og Life Aquatic soundtrackið í staðinn.. beauty...

Í dag er auðvitað föstudagur, ætla að hitta Margot mína eftir vinnu og svo þarf ég að fara á bókhlöðuna á morgun - finna greinar fyrir MA ritgerðina mína... pleee..

21. júní 2006

Tjúttlaðipotturinn (a.k.a. súkkulaðipotturinn)

Góðar fréttir fyrir mig,
Ekvador er komið áfram á HM og mætir þar Englendingum 25. júní. Spurning hver gengur ósár í burtu frá þeirri viðureign en ég vona innst inni að Ekvador vinni - þá kemst ég nær súkkulaðipottinum ;)Pólland er dottið úr leik, Fílabeinsströndin og Japan virðast á sömu leið; Túnis gæti rifið sig upp en Spánn virðist öruggur áfram.
Alla vega tvö lið af sex í 16 liða úrslit - ekki slæmt :)

Ég fékk þær fréttir í vikunni að ég verði í mun meiri vinnu en ég hélt í haust, nefnilega fullri vinnu! En meira um það síðar....

Sól úti, sit inni með dregið fyrir gluggana... annars sé ég ekki á skjáinn....

ble

18. júní 2006

Það rignir látlaust á mig

Ég ætlaði að henda inn reiðipistli um rigninguna í gær en þá stytti allt í einu upp. Ég gat gengið um miðbæinn án þess að hafa áhyggjur af því að eyðileggja skóna mína, verða hundblaut og að hárið mitt tæki óvæntan kipp og magnaðist upp (líkt og á Monicu þegar þau fóru til Barbados).
Í morgun var ennþá þurrt og svei mér þá, sólin er að brjótast fram úr skýjunum.
Síðasta vika var afskaplega lengi að líða, mig langaði ekkert til að skrifa neitt hérna inn og flestir sem ég talaði við voru alveg sammála. Ég heyrði þá útskýringu frá mörgum að líklegast væri lægð yfir landinu. Já, já. Segjum það bara.

Þjóðhátíðardagurinn á að vera rosalega skemmtilegur dagur og allir að vera glaðir og prúðbúnir. Mér líður einfaldega ekki vel innanum svona margt fólk. Ég labbaði á vinnustofuna til Guðjóns og krakkanna á Garðastræti 4 og svo aftur heim. Fólk með barnavagna hélt að það ætti heiminn (og að vissu leyti snýst dagurinn um börnin) en það er óþarfi að leggja þeim þvert á gangveginn svo það myndist stíflur á 20 skrefa fresti. Ég eyddi því deginum heima hjá mér í tiltekt og saumaskap (jakkinn er alveg að verða tilbúinn) og ætla líklega að gera eitthvað svipað í dag.

Vona að hann hangi þurr ;)

14. júní 2006

Tilefni eða önnur efni

Hef verið einstaklega andlaus síðustu daga - það er að segja, ég finn ekki hjá mér þörf til að tjá mig hérna. Er búin að vera dugleg að hringja í fólk, hitta og spjalla. Svo er líka ekkert að frétta :)
Undanfarið hefur allt snúist um vinnuna, HM, saumaskap (ekki enn búin með jakkann) og viðreynslu við ræktina.

Heyrði í litlu systur í morgun - gott veður í Englandi þessa dagana.

Rigning úti.. aftur...

10. júní 2006

Há emm og saumaskapur

Svo að HM byrjaði í gær -með látum!
Þýskaland kom, sá og sýndi að þeir nenna ekki lengur að liggja í vörn og unnu Kosta Ríka 4-2! Ansi skemmtilegur opnunarleikur sem við í vinnunni gláptum á á milli verkefna. Seinni leikurinn var minna skemmtilegur og slökkti ég eiginlega á honum þegar Pólland fór að tapa. Ekvador vann 2-0 en ég er í þeirri óþægilegu stöðu að bæði þessi lið eru "mín lið" í súkkulaðipottinum ;)

Í morgun átti ég svo frí og ákvað að eyða deginum í saumaskap. Ég keypti um daginn efni í kjól og jakka og ákvað að byrja á jakkanum fyrst því hann virðist vera flóknari. Er ekki betra að byrja á flóknara stykkinu svo hitt virðist auðveldara? Ég er búin að sauma meirihlutann af honum saman en á eftir ermar og kraga (þess má geta að ég þurfti að taka upp 18 mismunandi "stykki" og mörg í fleirtölu.
Á meðan á þessu öllu hefur staðið hef ég haft auga með sjónvarpinu út af HM. Þetta er ávanabindandi helvíti. Leikur Englands og Paragvæ var hundleiðinlegur en samt skildu áhorf. Akkúrat núna er leikur Svíþjóðar við Trinidad og Tobago og mér sýnist stefna í markalaust jafntefli, tsk tsk! Ljungberg og Ibrahimovic eru samt svo sætir að það er alveg hægt að horfa á leiðinlegan leik með þeim.

Sunnudagurinn liggur fram undan- Esjuganga með Maríu Erlu og svo kaffi með Lisu eftir á... ansi gott

7. júní 2006

HM í knattspyrnu

Hún Lisa mín ákvað að efna til mikils súkkulaðileiks í tilefni heimsmeistaramótsins í knattspyrnu! Við erum sex stúlkur sem tökum þátt og fengum úthlutað 6 löndum af handahófi. Mín lönd eru:
Túnis, Ekvador, Fílabeinsströndin, Spánn, Japan og Pólland.

Ef eitthvert þessara landa vinnur gullbikarinn þá vinn ég súkkulaðipottinn! Ég held að líkurnar séu kannski ekki mér hliðhollar en ég held þó í vonina að pólland fleyti mér eitthvað áfram. Áfram polzki!

5. júní 2006

Hvítasunnan

Þá er langri helgi lokið án nokkurra stórslysa - að minnsta kosti hjá mér ;)
Við Guðjón lögðum land undir fót eldsnemma á laugardaginn, þegar við brunuðum út úr bænum kl 07:30 um morguninn en þurftum þó að snúa við í mosfellsbænum því við höfðum gleymt veigunum okkar, Stoli flösku sem beðið var með eftirvæntingu í partýinu okkar seinna um kvöldið. Eftir smá öskur og pirring vorum við lögð aftur af stað út úr bænum og náðum að keyra til Akureyrar á fjórum tímum, sem okkar fannst mjög gott. Við nenntum ekki einu sinni að stoppa heldur höfðum með okkur samlokur sem við borðuðum á ferð. klassi.
Hið langþráða partý var eitt það frábærasta sem ég hef farið í og var ómetanlegt að fá mat eldaðan af Hólmar og aðstoðarmönnum hans, Þóa og Guðna, auk þess sem Eva Stína og Anders létu sjá sig alla leið úr Danmörku.
Takk fyrir sjúklega frábært kvöld elskurnar og muniði:
You have to be drunk to enjoy it

Eins og laugardagurinn var nú frábær þá uppskar ég eins og ég sáði og lá í bólinu mest allan sunnudaginn en harkaði þó af mér og hitti eitt flottasta barn sem ég hef séð, Óskar Smára. Krakkinn er alveg eins og mamma sín og ég get ekki beðið eftir að hitta hann aftur seinna.
Þegar ég náði að rétta úr kútnum eyddi ég kvöldinu með familíunni og hvíldi svo lúin bein langt fram á morgun.
Í dag brunuðum við svo heima á leið aftur og lentum í skemmtilegum kappakstri við húsbíl með einkanúmerinu "Jolli". Þetta stytti okkur stundir gegnum leiðinlegasta kafla á vegum Íslands, milli Blönduósar og Holtavörðuheiði.

Er að reyna að koma einhverju í verk en er ennþá með bílriðu og verkjar í hægri fótinn eftir keyrslu dagsins.
Ég vona svo sannarlega að aðrir hafi tjúttað jafn mikið og vel og ég!

1. júní 2006

Til hamingju, Eva!

Eva litla systir á afmæli í dag, 22 ára kjeeellling! Innilega til hamingju krúz ;)

Ég tók stórt skref í þá átt að gerast sófakartafla í gær þegar ég smellti mér á einn myndlykil frá digital ísland. Verður maður ekki að vera með í umræðunni í vinnunni?
Þessi myndlykill tók reyndar dýrmætan tíma frá mér og líka hluta af geðheilsunni, því eki einungis var ég að reyna að mixa eitthvað saman með skart-tengjum sem var ekki alveg að ganga, heldur var leiðbeiningarbæklingurinn líka svo illa þýddur og illa uppsettur að ég var að verða vitlaus.
Er að spá í að sýna þýðöndunum mínum bæklinginn og sjá hvað þær segja ;)
Sumarkvefið mitt er í fullum blóma, snýti grænu og gulu þannig að ekki er þetta ofnæmi, þó margir hafi bent mér á að kannski sé ég bara með svoleiðis.

Ég ætla norður um helgina að hitta gamla vini og lítið barn sem heitir Óskar Smári og er í sinni fyrstu Íslandsheimsókn og eyða svo restinni með familíunni.
Hlakka til, hlakka til, hlakka til!

29. maí 2006

Monday, monday...

Helgin var frekar átakalítil,
eyddi föstudagskvöldinu í slappleika á sófanum og missti þar af leiðandi af matarboði þýðandanna. Vonandi næ ég að bæta þeim það upp með grilli síðar í sumar ;)

Laugardagurinn var kosningadagurinn mikli og varla hægt að þverfóta fyrir marglitum blöðrum með listabókstöfum og brosandi frambjóðendum með börnin eða barnabörnin á handleggnum. Ég sá nú samt eitthvað jákvætt út úr þessu: börnin læra að þekkja litina og nokkra vel valda bókstafi, meðal annars bókstafinn X sem fyrirfinnst í orðinu buxur.
Kosningasjónvarpið var frekar fyndið, menn töluðu sjúklega hratt, nýjustu tölur hrúguðust inn en því miður náði framfylkingarflokkurinn á Akureyri ekki inn manni, þrátt fyrir 3.2% fylgi og góðar spár í vikunni.

Í gær fór ég svo á bókasafnið mitt, borgaði skuldir og skilaði síðustu bókunum úr náminu. Þarf reyndar að fara líka á bókhlöðuna, en nenni því ekki strax.

úff hvað lífið er eitthvað óspennandi svona þegar maður skellir því á blað ;)

26. maí 2006

helgin fram undan...

Vikan er búin að líða ansi hratt, sérstaklega þar sem að í gær var uppstigningardagur! Eyddi miðvikudagskvöldinu með Guðjóni - tjúttuðum í útskriftarpartýi í Þjóðleikhúskjallaranum og drukkum ótæpilega af Tópasskotum. Gærdagurinn fór allur í leti, lá ýmist á sófanum eða í rúminu og leyfði mér að slappa algjörlega af.
Í dag er ég svo að læra meira á tölvukerfið og filmusafnið svo ég verði nú dugleg þegar stelpurnar fara í frí!

Í kvöld er ég að fara í matarboð með þýðöndunum mínum og svo hefst kosningahelgin mikla á morgun. Hvet alla til að kjósa og horfa svo á kosningasjónvarp NFS, en þeir verða með allsherjar umfjöllun um helgina.

tjus í bili

23. maí 2006

Le weekend

Úff púff!
Langri júróvisíon helgi lokið og byrjuð í nýju vinnunni.
Ég var boðin í ógrynni af partýum á laugardaginn en fór til Lisu í Hafnarfjörðinn og tók þátt í vel skipulögðu og þrælskemmtilegu skemmtanahaldi, þar sem ég dró Finnland, Króatíu og Frakkland sem mínar þjóðir :) Nú vegna þess að Finnland vann þá vann ég líka! Ég fékk diskinn hennar Silvíu svo nú skarta ég bæði íslensku og ensku útgáfunni, karókí útgáfu og KGB remix af laginu... ó já ;)
Eftir mikið át og mikinn hlátur brunaði ég heim og beint í bólið – held ég sé að eldast!

Á sunnudaginn höfðum við María planað esjugöngu en sökum mikils kulda var henni frestað um eina viku svo ég sat heima og lagaði til, horfði á Vesturálmuna og föndraði.

Í gær byrjaði ég svo í nýju vinnunni minni og er einmitt á leiðinni út úr dyrum núna svo ég hef það extra stutt. Gaman í vinnunni, fékk að sjá alla ranghala hússins, fékk að laga texta úr próförk, finna spólur, lét taka mynd af mér, fæ skírteini í dag og skemmti mér stórvel ;) verð að þjóta í strætó,

ble í bili elskurnar

19. maí 2006

Föstudagur og hans hugleiðingar

Eftir endalausar beiðnir um tiltektir í annarra manna húsum hef ég ákveðið að blogga ekki meira um hreingerningar! ;)

Loksins er komin helgi og loksins er ég búinn að vinna í Ikjea! Kláraði síðustu vaktina mína í gærkvöldi og var bara nokkuð auðvelt að labba þaðana út. Ég eyddi svo deginum í dag í að klára að þýða og tímakóða eina bíómynd á Skjánum. Eftir mikla setu við tölvuskjá þurfti ég á smá uppliftingu að halda og brunaði í Holtagarða til að kaupa mér útiblóm á svalirnar mínar. Splæsti líka í inniblómvönd og kók í Bónus áður en ég brunaði heim og söng hástöfum með útvarpinu (ég meina, hvernig er ekki hægt að syngja með Barfly?).

Ég læt það ekki á mig fá að við höfum "tapað" í Evróvisíon - ég finn mér bara land (eða tvö :) til að halda með annað kvöld og nýt þessa viðburðar sem því miður er bara einu sinni á ári...

Veit núna ekki hvað ég á að gera. Held ég föndri smá áður en ég fer í háttinn - er eitthvað ansi lúin þessa dagana. Kannski nett spennufall?

17. maí 2006

Ta-da!!

Þá er ég búin í skólanum - allt nema MA ritgerðina! Ég ætla nú ekki að byrja á henni fyrr en eftir svona 2 vikur í fyrsta lagi (sem sagt rannsóknarvinnu) og skrifa hana í vetur... en vei!
Eyddi meirihluta dagsins í verslunarferð í mestu orkusugum landsins - Kringlunni og Smáralind - en afraksturinn var kjóll, pils, bolur, peysa, skór og nærföt :)Ákvað að splæsa á mig smá nýjum fötum í tilefni þess að ég fæ núna hærri laun en undanfarið og þarf ekki að skrimta á námslána-líki!

Þegar ég kom heim og ætlaði að raða fötunum í fataskápinn minn fannst mér hann eitthvað svo þungur og fullur af drasli þannig að ég byrjaði á því að taka allt úr honum, þrífa hann og raða svo inn í hann þeim fötum sem ég vildi nota í sumar. Eftir sátu nokkrar eftirlegu kindur sem ýmist fóru ofaní kassa (vetrarföt), ofan í plastpoka (gefist í sorpu) eða í svartan ruslapoka (ónýtt dót sem enginn hefði gott af því að erfa frá mér ;).
Nú fyrst ég var byrjuð að taka til í herberginu ákvað ég bara að fara í gegnum allt dótið sem var þar inni og var ég sem sagt að klára það. Heill ruslapoki af dóti situr á stofugólfinu ásamt tveimur fullum pappakössum af dóti sem fer í geymslu fyrst um sinn. Reyndar virðist ég að einhverju leyti hafa ýtt vandamálinu út úr svefnherberginu og inn í stofu.. hmm.. Jæja, ég fer þá bara í sorpu strax í fyrramálið!

vona að þið hafið haft góðan dag :D

15. maí 2006

lokapsrettur, humarveisla og afmæli



Steinunn systir á afmæli í dag, 29 ára stelpan! Til hamingju Steinunn mín *knús* Stal þessari mynd af henni og Ágústi Óla ;)

En mikið ofsalega er leiðinlegt svona á blá-endasprettinum!
Sit og reyni að klára þessa blessuðu ritgerð sem ég skila af mér á morgun. Langar miklu frekar að liggja í sólstól úti á svölum, já eða lesa eitthvað skemmtilegt, fara í búðir og versla mér ný föt og svo framvegis, o.s.frv....

Tók mér nú skemmtilega pásu í gærkvöldi þegar við Guðjón brunuðum á Stokkseyri og fengum okkur humar með öllu saman á hinu margrómaða Fjöruborði. Það eru alveg 4 ár síðan ég borðaði þarna síðast svo ég var orðin mjöög spennt. Varð ekki fyrir vonbrigðum því maturinn var sjúklega góður og við hálfpartinn rúlluðum þaðan út. Fengum okkur svo McFlurry í eftirrétt þegar við komum til Reykjavíkur aftur.. mmmm.. alltaf pláss fyrir ís ;)
Við fögnuðum námslokum Guðjóns, nýjum vinnum hjá mér og nánast námslokum - sem sagt, bjartri framtíð!

12. maí 2006

Good morning miss Hannigan

Það riiiignir bókstaflega góðum fréttum yfir mig núna:

Ég verð kennari við MA næsta vetur ;)

Fékk símtal fyrir klukkutíma síðan þar sem mér var formlega boðið staða enskukennara og þáði ég hana að sjálfsögðu! Þetta þýðir að ég er að flytja í lok ágúst heim til Akureyrar aftur :)
Nú þarf ég bara að ganga vel frá sumrinu, standa mig vel í vinnunni hér og vinna mikla rannsóknarvinnu fyrir meistararitgerðina mína sem ég mun vinna samhliða kennarastarfinu..

úff,
ég veit ekki hvað ég á meira að segja... er ótrúlega ánægð :)

11. maí 2006

Lára í framboði

Já,
mér láðist að nefna hér á blogginu nýjasta uppátæki mitt (fyrirgefðu mamma mín :)
En hún Sigrún Dóra minnti mig á það í commenti síðasta pósts.
Já krakkar, ég er í framboði Framfylkingarflokksins á Akureyri, nánar tiltekið í 18. sæti. Ég þekki höfuðpaur flokksins allvel og einnig stúlkuna í 4. sæti svo ég ákvað að sýna lit og skella mér á listann.

Ég vona að fólk kynni sér málefni næstu kosninga og kjósi - sama þó þið skilið auðu, því ónýttur kosningaréttur er glataður kosningaréttur.

Af öðrum málum er það að frétta að ég var að klára síðasta prófið - á bara eina ritgerð eftir sem ég skila á þriðjudaginn..

þar til síðar...

9. maí 2006

jeminn (eða Yemen)

jeminn eini,
ég vissi ekki að það væri hægt að leiðast svona mikið. Mér leiðist svo mikið að ég nenni ekki að anda. Mig langar til að bíta einhvern - bara til að mér leiðist ekki!
Það sem er líka slæmt við að leiðast er að þá borða ég.. ég er búin að borða allt sem er gott í þessu húsi; á bara eftir nýrnabaunir og mjólk (fæ gubbuhroll við tilhugsunina um að blanda því saman)

Það er sem sagt ekki gaman að læra undir próf :(

Vill einhver segja mér eitthvað skemmtilegt áður en ég fer að öskra á fólk út um gluggann?

8. maí 2006

án titils

Jæja,
þá er maður orðinn aftur eins og maður á að vera :) Búin að vera ansi skrýtin helgi og maginn á mér hoppaði upp og niður eftir allt þetta órugl í síðustu viku. Guðjón fékk góða dóma svo þetta var allt þess virði. Eyddi meirihluta helgarinnar uppí sófa þar sem líkami minn nennti ekki að standa (í alvörunni, ef ég stóð of lengi fékk ég næstum svima ;.

Er að læra undir síðasta prófið mitt sem er á fimmtudaginn og þá hef ég smá frí til að klára síðustu ritgerðina og hvíla mig aðeins áður en ég byrja í nýju vinnunni minni.

Lítið að segja og frétta en vildi samt skella einhverju hér inn :)

5. maí 2006

svefnleysi, bróderíng og ný vinna

Ég er búin á því, punkteruð, dauðþreytt, búmm.
Eftir 3 klst. svefn milli mið. og fim. var nóttin í nótt strembin nótt bróderingar og nokkurra mistaka sem þó var hægt að laga! Hef sem sagt verið í litlu saumaþrælabúðunum hans Guðjóns sem fyrir 2 klst. síðan sýndi lokaverkefni sitt við LHÍ ásamt 9 stúlkum, sem einnig eru að útskrifast.
Ég veit bara að ég á ekki eftir að sauma út í laaaaaangan tíma en djöööö hvað þetta var allt saman fallegt. Tárin mín eru meira að segja hluti af einu stykkinu (grét tvisvar út af mistökum sem hefðu getað verið endalok efnisins)

Er öll í hægagangi vegna svefnleysis undanfarinna daga og læt þetta því nægja í bili nema hvað ég fór í atvinnuviðtal hér í Reykjavík í gær og fékk vinnunna! Í stuttu máli sagt er ég að fara að vinna á 365 í kringum dagskrá stöðvanna og þýðingar o.fl. Þetta er svo flókið að ég er sjálf ennþá að negla þetta allt niður :)

Sem sagt, Reykjavíkursumar framundan ;)

3. maí 2006

Sólin í Toscana

Ég er komin aftur til Reykjavíkur eftir 3 daga hvíld/atvinnuviðtal heima á Akureyri. Það er alltaf jafn gott að koma "heim" og finna kyrrðina sem ég finn ekki hérna í þingholtunum - sérstaklega með krana og loftbor í bakgarðinum!

Ég horfði á eina af uppáhaldsmyndunum mínum með mömmu, Under the Tuscan sun og langaði að hoppa í flugvél og kaupa mér niðurnýtt hús í Toscana héraði. Að lenda í grárri Reykjavík í miðri rigningu var frekar fúlt ;)

Er að fara að hjálpa Guðjóni að græja sýninguna hans,

þar til síðar...

2. maí 2006

los interview mucho bueno!

Sælir, lesendur góðir!
Viðtalið í dag gekk rosalega vel, allt mjög óþvingað og professional.
Ég held að þó ég fái ekki þessa vinnu þá sé þetta ómetanleg reynsla og kennir manni að vera heiðarlegur í svona viðtölum.

sem sagt, allt gott, ætla að njóta þess sem eftir lifir dags og morgundagsins
knús frá Akureyri

1. maí 2006

hmmm

blogger er eitthvað skrýtinn þessa dagana - ef þið skrollið niður þá birtist færslan frá því í gær.. annars ekki..

er að klára verkefni fyrir málnotkun, fer norður kl. 17:00, kem aftur á miðvikudaginn um kl. 16:00..

ble

30. apríl 2006

á bakvið tvær hæðir

Síðasti dagurinn í apríl. Sit á sama stað og fyrir mánuði síðan, búin með ýmis verkefni en á enn eftir að klára önnur. Líður mun betur um þessi mánaðarmót heldur en þau síðustu. Hver veit, kannski verður maí toppurinn - eða byrjunin á toppnum.

Ég er föst í tónlist þessa dagana. Hlusta á sömu lögin aftur og aftur og aftur.
Hlustaði á gamlan Múm disk í dag - fékk mig til að brosa, loka augunum og gleyma hvar ég var í smá stund.

Veit ekki hvað ég á að segja... langar að segja eitthvað en þetta er það eina sem kemur út úr mér.

Ef hægt væri að búa til "soundtrack of my life", hvaða lög væru þá á plötunni?

29. apríl 2006

yo girls




Búin í prófinu.. gekk ágætlega en þurfti stundum að toga upplýsingarnar upp úr mér ;)
Skellti hér inn mynd af Ólöfu, Salóme og mér þegar við fórum á árshátíðina í mars..
Rosalega var maður fínn!

Ég er líka að uppfæra myndasíðuna mína og er búin að setja inn myndir frá því í Kanada.. er að vinna í því að skrifa við þær allar þannig að ég vona að þið sýnið biðlund :) Ætla svo að setja inn fleiri gamlar og góðar.. leiðinlegt að hafa svona síðu og geta aldrei neitt með hana.. ég mun setja inn fréttir hérna jafnóðum

Á núna eftir að klára málnotkunar áfangann en það klárast vonandi í kringum 11. maí..

Er að hlusta á forever young (að sjálfsögðu) og er á leiðinni í bónus að kaupa eitthvað gott.. það er laugardagur og ég var að klára næst síðasta áfangann í MA náminu mínu :D

28. apríl 2006

Ung að eilífu

Á að vera að læra og er að læra.. en ég er líka alveg föst í þessu lagi.. fannst það flott með Alphaville en finnst það ennþá flottara í útgáfu Youth group, u know, lagið sem er í OC auglýsingunni á skjánum?
love it - og textinn er snilld. takið sérstaklega eftir kaflanum sem er skáletraður...


Let’s dance in style, lets dance for a while
Heaven can wait we’re only watching the skies
Hoping for the best but expecting the worst
Are you going to drop the bomb or not?

Let us die young or let us live forever
We don’t have the power but we never say never
Sitting in a sandpit, life is a short trip
The music’s for the sad men

Can you imagine when this race is won
Turn our golden faces into the sun
Praising our leaders we’re getting in tune
The music’s played by the madmen

Forever young, I want to be forever young
Do you really want to live forever, forever and ever

Some are like water, some are like the heat
Some are a melody and some are the beat
Sooner or later they all will be gone
Why don’t they stay young

It’s so hard to get old without a cause
I don’t want to perish like a fading horse
Youth is like diamonds in the sun
And dimonds are forever


So many adventures couldn’t happen today
So many songs we forgot to play
So many dreams are swinging out of the blue
We let them come true

Am I shit or champagne?

Ég er að fara í munnlegt próf í íslenskri bókmenntasögu á morgun kl. 9:00. Spurningin mín var löng og loðin og ég veit ekki hvort ég sé á réttri leið í undirbúningnum... kúkur eða kampavín - það er spurning

Sit með teppi vafið utan um mig eins og trefil/poncho/sari.. mjög fyndin tilraun til að hlýja mér hérna fyrir framan skjáinn.

óþolandi hvað stefið í 6 til 7 minnir mig á litlu stefin í Will og Grace... held alltaf að þau séu í sjónvarpinu..

Er enn í sjokki yfir því að Wendy kjellinga, púkó, gamaldags truntan hafi komist áfram í Project Runway.

Það er ekkert samhengi í þessu..

ætla að fá mér Magic því ég er svo þreytt

27. apríl 2006

klukkuð af Ingibjörgu

Sem betur fer er þetta stutt!

1. Which book has made the greatest impact on you? Either as a good read or as a "aha" experience?

Það eru einungis tvær bækur sem ég hef þurft að lesa strax aftur eftir að ég kláraði þær:
Eftirmáli regndropanna e. Einar Má Guðmundsson. Las hana fyrst þegar ég var 16. ára og les hana tvisvar til þrisvar á ári og uppgötva alltaf eitthvað nýtt
In the Skin of a Lion e. Michael Ondaatje. Það er eitthvað svo hrikalega heillandi við þessa bók og leiddi mig í raun að skemmtilegu BA verkefni í enskunni ;)
Mér finnst að báðar þessar bækur hafi náð að grípa aðeins í mig og hreiðrað um sig í sálinni... svo hafði ég reyndar sjúklega gaman af The New York Trilogy e. Paul Auster - fyrst á íslensku og svo á ensku.. schnilld.

2. Which genre do you read most? Novels, crime-stories, biographies, poetry or something
Skáldsögur og stundum ljóð.. bara ef þau eru sérstaklega vel skrifuð (helst af fólki sem ég þekki :)
3. What was the last book you read?
Fyrir skólann las ég Rómeó og Júlíu á frummálinu og í 3 íslenskum þýðingum (an eye opener) en mér til skemmtunar las ég síðast ... jesús minn. held það hafi verið The undomestic goddess (stelpubók) Á náttborðinu eru allar bækurnar sem ég fékk í afmælisgjöf í janúar!
4. Which sex are you?
Alveg að rokka kvekyninu hérna sko…

Held ég klukki þá sem koma hér inn og hafa ekki verið klukkaðir áður! (that means you Lisa!)

25. apríl 2006

já djóoooook

ok, færslan frá því í gær poppaði inn núna.. frábært.

allt er þá þrennt er...

Ég er ekki sátt við blogger núna - bloggaði í gær og fyrradag og báðar færslurnar duttu út *hnuss*.
þetta er því tilraun þrjú og ef hún tekst ekki þá hætti ég hérna.. en þá væri ég líka að rausa þetta við sjálfa mig.. oh well..
Ég átti sem sagt skemmtilega helgi þar sem ég hjálpaði Lisu að mála, fór í staffapartý á Ara og svo beint þaðan í afmælisboð til Maríu Erlu. skemmti mér konunglega á öllum stöðum og lá svo mestan part sunnudagsins í sófanum heima og skammaðist mín ekkert fyrir það ;)

Í gær byrjaði endaspretturinn í náminu og gengur ágætlega, nema hvað verkamennirnir í bakgarðinum hafa fundið ástina í lífinu sínu - loftborinn.
Ég held ég flýi húsið áður en langt um líður og setji upp bækistöðvar á bókhlöðunni.
Alveg að koma 1. maí.. alveg að koma sumar aftur...

24. apríl 2006

málningarvinna, afmæli og sjónvarpsgláp

Enn hvað helgin var fín!
Ég eyddi laugardeginum með Lisu og mömmu hennar, þar sem kláruðum svefnherbergið hennar Lisu og settum saman eitt náttborð úr Ikjea. Eftir þessa maraþon vinnu skellti ég mér í staffapartý á Ara og svo þaðan í afmælispartý Maríu Erlu. Ótrúlegt stuð og alltaf gaman að sjá fólk sem maður annars hittir ekkert. skál í boðinu!
Ég skálaði kannski of mikið og tók því mjög rólega í gær, lá eiginlega bara á sófanum og glápti á uppáhalds, uppáhalds sjónvarpsefnið mitt á þessum árstíma - jújú, Evróvisjón spekúlanta norðurlandanna! Jósteinn, Thomas og Eiríkur halda stuðinu gangandi og sænska bomban reynir að vera sæt og fyndin - gengur misvel. Danir senda alltaf einhverja kjána sem virðast óvanir fyrir framan myndavélarnar svo þeir eru alveg úti á túni.. en stuð, stuð, stuð!

Í dag er loksins komið gott veður aftur (og ég skal halda mig fjarri grillinu, Hjalti)en ég sit við skjáinn og þýði og læri undir próf til skiptis.

vonum að veðrið haldist...

21. apríl 2006

sumarið kom - og fór

Í gær var sumardagurinn fyrsti. Ég ákvað að grilla svona í tilefni dagsins. Þegar ég var að snúa sneiðunum við, til að fá jafna brúnku á báðar hliðarnar, þá fór að rigna.
Það rignir enn.

gleðilegt sumar

18. apríl 2006

suður aftur

jæja,
þá er ég komin aftur suður, páskarnir búnir. Ég lenti óvænt í því að framlengja dvöl mína heima á Akureyri því ég átti að koma hingað á laugardaginn. Það var hins vegar svo mikil þoka heima að fluginu mínu seinkaði langt fram eftir degi og þá sá ég ekki tilgang með för minni. Breytti miðanum og eyddi því páskadegi í matarát!
Fríið var nú afskaplega gott, ég fór í fermingarveislu, fór í matarboð, horfði á litla frænda minn í draugaleik (sem endaði nú með snúinni framtönn og og bólginni vör, æ æ) og át páskaeggið mitt. Ég hélt nú að ég væri kannski gráðug að kaupa númer 4 í bónus en nei, mitt egg var minnst á heimilinu!
Ég nennti nú hreinlega ekki að blogga fyrr en núna - hafði það svo assgoti gott við sjónvarpsgláp og lestur... náði samt ekki að klára múmínálfana..

Framundan eru 2 verkefni, 2 próf og 1 þýðing fyrir 2. maí.. á ekki bara að spíta í lófana??

12. apríl 2006

Því María og Lisa og Ingibjörg gerðu það :)

You Are Apple Green

You are almost super-humanly upbeat. You have a very positive energy that surrounds you.
And while you are happy go lucky, you're also charmingly assertive.
You get what you want, even if you have to persuade those against you to see things your way.
Reflective and thoughtful, you know yourself well - and you know that you want out of life.

Fermingar, svefn og pípuhattur galdrakarlsins

Það er eins og ég hafi slökkt á sjálfri mér. Ótrúlega gott að koma heim og hvíla sig á öllu sem maður er að gera fyrir sunnan. Það heyrist meira að segja minna í umferðinni hér hjá pabba og mömmu, enda búa þau ekki í miðju bæjarins líkt og ég ;)
Er búin að fara í eina fermingarveislu þar sem ég fékk ótrúlega góðan mat og jafnvel betri kökur eftir á. Alltaf gaman að hitta ættingja og skoða hvað barnið fékk í gjafir.
Síðan á sunnudaginn hef ég lítið gert nema lesa skólabækur, sofa og spila Civ III. Ég fann þó gamlan vin í hillunni hérna heima - bók um múmínálfana!
Pípuhattur Galdrakarlsins er ein snilldar lesning. Hef kíkt í hana á kvöldin og rifjað upp hvað mér fannst hún fyndin og skrýtin á sama tíma. Var aldrei hrifin af Hemúlnum - hann var eins og draugur!

Ég er líka búin að sækja um vinnu, sendi eina umsókn í gær og sendi aðra í dag.. fæ að vita úr þeim báðum í kringum mánaðarmótin... vonum það besta!

8. apríl 2006

gleymska

ég gleymdi að sjálfsögðu að minnast á sigur MA í gettu betur...geðveik keppni, spennan að drepa alla (þrátt fyrir að þeir væru yfir allan tímann) og þegar þau sungu skólasönginn.. vá!

gleymdi líka að segja að ég er að drepast úr strengjum.. er illt í öllum líkamanum.. það er gott :)

er á leiðinni í bólið - keyri norður í fyrramálið.. eða það er kominn laugardagur.. á eftir þá.. tjuuuus

7. apríl 2006

Pétur Pan, Amélie og jólin 1984

Ég er búin að klippa mig... stutt!
Ég er ennþá að venjast því að hafa ekki langa lokka, sem festust iðulega í rennilásnum á úlpunni minni, festust undir bandinu á axlartöskunni, festust í teygjum svo hálfur hársvörðurinn logaði. En ekki lengur! Þið ykkar sem ekki hafið séð mig enn verðið að bíða aðeins lengur - set inn mynd síðar ;)

Átti alveg hreint frábæran dag í gær þegar ég skilaði af mér ritgerð um Tristram og Ísöndu, fór í ræktina (40 mín. á brettinu, takk fyrir takk!) og fór svo í matarboð með þýðingafræði gellunum mínum. Ég hló svo mikið og borðaði ógrynni af mat að ég er ennþá að jafna mig! Takk fyrir frábært kveld stúlkur og skemmtisögur!!

Í dag er ég að ganga frá ofaní ferðatösku því á morgun ætlum við Eva systir að bruna norður í páskaveðrið þar og tjútta í viku eða svo. Hlakka til að komast aðeins í burtu.

Föstudagur, kalt úti, var að drekka gulrótarsafa með skvettu af eplasafa útí... nammi namm!

Hafið það "bra" um helgina!

4. apríl 2006

hlátur og breytt viðhorf

Sat og hlustaði á víðsjárpistil um hegðun unglinga og datt næstum því af stólnum, vegna hláturs, yfir skarplegum athugasemdum og lýsingum á þessum "þjóðflokki" sem kallast unglingar. ekki er nú langt síðan ég var unglingur en ekki var ég að veitast að fólki í strætóskýlum.. held ég hafi valdið foreldrum mínum meiri vandræðum en öðrum.. ja, kannski gamli enskukennarinn minn í gagganum verði ekkert allt of glaður að sjá mig í vor! hahaha!

Það er kominn tími á breytingar - fer í klippingu annað kvöld og faxið skal af.. það er komið nóg af síðu hári ... í bili :)
sit núna við tölvuna, hlusta á johnny cash kyrja cover lög á American III...

I See A Darkness

Well, you're my friend
And can you see
Many times we've been out drinking
Many times we've shared our thoughts
Did you ever, ever notice, the kind of thoughts I got
Well you know I have a love, for everyone I know
And you know I have a drive, for life I won't let go
But sometimes this opposition, comes rising up in me
This terrible imposition, comes blacking through my mind

And then I see a darkness
Oh no, I see a darkness
Do you know how much I love you
Cause I'm hoping some day soon
You'll save me from this darkness

Well I hope that someday soon
We'll find peace in our lives
Together or apart
Alone or with our wives
And we can stop our whoring
And draw the smiles inside
And light it up forever
And never go to sleep
My best unbeaten brother
That isn't all I see

And then I see a darkness
Oh no, I see a darkness
Do you know how much I love you
Cause I'm hoping some day soon
You'll save me from this darkness


enginn flottari

3. apríl 2006

síðasta skólavikan

Var svo yfirspennt á fimmtudaginn að ég fékk það beint í hausinn á föstudaginn og lagðist í veikindi um helgina. Maður þarf að passa sig á stressinu!
Er nú orðin frísk aftur, svona að mestu leyti, og sit heima í lærdómi. Þetta er síðasta skólavikan mín og merkilegt nokk held ég að þetta verði síðasti lærdómur minn í bili (ef frá er talin ritgerðin mín). Þarf að fá almennilega pásu aftur.. kannski ég taki mér hálfsmánaðar frí eftir prófin þangað til ég fer að vinna í ritgerðinni..

Er að reyna að klára sem mest ég get áður en ég bruna norður í eitt stykki fermingu og smá páskafrí sem mun samt innihalda mikinn lærdóm fyrir munnlegt próf í bókmenntasögunni. Á eftir að lesa svolítið um 20. öldina og glósa helling líka.
En það verður gott að komast "heim" í smá stund ;)

takk enn og aftur fyrir allar frábæru kveðjurnar við síðasta innslag, það er yndislegt að sjá hvað maður á í raun marga og góða vini.. maður gleymir því stundum..
takk ezzkurnar mínar

30. mars 2006

all things must come to an end

jæja.. þá er kominn tími til að tala.
Ástæða þess að ég er ekki búin að blogga neitt undanfarið er sú að ég stóð í viðræðum við vinnustaðinn minn um launaða þýðingavinnu í sumar. Ég hefði þá verið alfarið í þýðingum og ekki lengur þurft að klæðast gula hryllingnum. En í dag varð úti um þann draum þar sem við náðum ekki saman í launamálum.

Svolítið erfitt að horfa á eftir þessu starfi en ég er bara hreinlega meira virði en þeir voru tilbúnir að borga svo ég sagði starfi mínu lausu áðan.
Ég fer núna á fullt í það að finna mér aðra og betri vinnu en þarf að vinna smá uppsagnarfrest hjá þeim, en ekki samt við þýðingar.

Þetta er búið að taka á, vera einstaklega erfið vika og ég vil bara þakka öllum sem hlustuðu á mig, hjálpuðu mér að taka þessa ákvörðun og sannfærðu mig um að ég væri ekki klikkuð..

takk!

28. mars 2006

afsakið hlé

hef ekki verið í stuði fyrir bloggið.. hef margt og mikið að segja en það á ekki heima hérna.. held ég.. þó ég vilji ekki beint ritskoða sjálfa mig þá held ég að ég skrifi bara ekkert meira hér fyrr en ég er búin að ganga frá ýmsum málum.
svo það verður afsakið hlé skilti hér í smá stund...

vona að þið afsakið

22. mars 2006

Wicked Science

Já krakkar mínir, ansi er ég löt við að setja eitthvað hérna inn! Er andlaus andi...
Átti bara ansi ljúfan föstudag þar sem ég skellti inn þýðingu á skjáinn (þið ykkar sem eruð með adsl sjónvarp getið kíkt á þátt númer 5 í wicked science og séð nafnið mitt aftast ;)og kíkti svo í holtagarða til að græja svefnherbergið mitt.
Ég splæsti í nýjar gardínur og málningu og sef ég nú extra vel í nýútbúnu herbergi.
Helgin fór annars bara í vinnu, styttingu á gardínum og málningarvinnu og var ég það þreytt að fátt annað komst að!
Síðustu daga hef ég verið að vinna í skólaverkefnum og verð að klára þetta á næstu 4 vikum ef ég á að halda geðheilsu og klára þetta mastersnám.
Ég stend líka í samningaviðræðum með sumarvinnuna mína - fæ að vita meira á mánudaginn.

En, er sem sagt á lífi, lítið að frétta, langar að sofa endalaust...

17. mars 2006

Ó heilagur Patrekur

"Allt er vænt sem vel er grænt" gæti verið slagorð hjá Íþróttaálfinum en ég vil heldur fagna því að í dag er St. Patrick's day og ber hann loksins upp á föstudegi! Í dag langar mig að sitja á skítugri krá og sötra eins og eina kollu af bjór.
Ég man eftir litlum bar í Peterborough sem var með klukku á veggnum sem taldi stanslaust niður að þessum degi og að honum loknum byrjaði hún aftur að telja niður - alveg niður í sekúndubrot! Ahh, Kanada..

Fékk næturgesti í gær þegar systir mín og frænka komu frá London færandi mér m&m poka sem ég maulaði aðeins í morgun. Alltaf gaman að heyra ferðasögur - sérstaklega þar sem þær hittu Jamie Oliver á Fifteen! Vel gert!!

Er að fá hnút í magann því ég er um það bil að fara upp á skjáinn með þýðingu sem ég vann fyrir þá og nú er komið að dómsdegi : gott eða slæmt? Annars er ég merkilega ánægð með þýðinguna - læt ykkur hin þó um að dæma hana ef hún kemst inn hjá þeim ;)

Föstudagur, komin með ógeð á kvefinu mínu - nenni ekki að snýta gulgrænu lengur...

schönes wochenende

16. mars 2006

klukk-blogg

Jæja, Lisa klukkaði mig:

4 störf sem ég hef unnið um ævina:
Kirkjugarðar Akureyrar - allt möööögulegt og ómögulegt
Bréfberi (Íslandspóstur)
Sölumaður (Ikea, Lyf og Heilsa)
Hamborgaragella (Natten, hvar annars staðar??)

4 bíómyndir sem ég gæti horft á aftur og aftur:
Bridget Jones' diary
While you were sleeping
Lord of the Rings: Fellowship of the Ring
Top gun

4 staðir sem ég hef búið á: (eru reyndar bara 3)
Akureyri
Reykjavík
Peterborough, Kanada

4 sjónvarpsþættir sem mér líkar:
Vesturálman
Gilmore girls
CSI
LOST

4 síður sem ég skoða daglega fyrir utan bloggið:
simnet.is
hi.is
mbl.is
landsbanki.is

4 matarkyns sem ég held upp á:
Kjúklingurinn hennar mömmu
Samloka með hnetusmjöri
Kínverski maturinn sem pabbi eldar
Grjónagrautur

4 staðir sem ég vildi heldur vera á núna:
Á eyðieyju í karabíska hafinu
Á Ítalíu, helst ´í Toscana
Í góðu freyðibaði
Í heimsókn í Kanada

4 staðir sem ég hef heimsótt í fríum:
Bretland
Danmörk
Slóvenía
Þýskaland

4 bloggarar sem þurfa að gera þetta líka:
Íris Helga
Inga Björk
Bjössi (ef hann les þetta ;)
Garún

Jammsí, efast um að þið séuð nokkru nær en þetta er 'as good as it gets' í kvöld!

Starr reyndist ekki mikil stjarna

Já fyrir ykkur sem fylgist með Project Runway þá skiljið þið fyrirsögn dagsins! Anorexíu-lögfræðingurinn datt út í gær með ljótasta kjól sem ég hef séð lengi (þótt Robert hafi farið ansi nærri því líka!)en hinir kjólarnir voru margir hverjir fínir.

Er búin að vera á kafi þessa vikuna í skólanum og vinnunni og sé ekki fyrir endan á neinu en þó verður aðeins léttir á morgun - skila af mér verkefni - meira um það síðar.

Helgin er að koma á fullri siglingu (er ekki nýbúin að vera helgi?) og er ég að vinna báða dagana og mánudaginn líka, úff púff! Vona að næsta vika verði mér happadrjúg og ég nái að klára eða vinna langleiðina verkefni mitt um elskendurna miklu, rómeó og júlíu hans.

St. Paddy's day er á morgun - spurning um einn bjór?

13. mars 2006

það kemur alltaf aftur mánudagur

Góðri helgi er lokið.
Árshátíðin gekk glimrandi vel þrátt fyrir smá slappleika hjá mér og náði ég að líta ansi fabulous út að mati flestra þarna um kvöldið :) Byrjuðum á því að mæta til Katrínar í förðun og fordrykk og var ansi mikið spjallað við eldhúsborðið hennar. Eftir að við komum í víkingasalinn var borinn í okkur matur ásamt úrvals skemmtiatriðum og ræðum og verð ég að segja að þetta heppnaðist allt saman mjög vel. Ég veit samt ekkert hvernig ballið var því þá var ég orðin svo þreytt og máttlaus að ég hringdi í Evu systur og lét hana ná í mig!

Í gær átti ég svo bara dag fyrir mig. Gleymdi öllu stressi, allri vinnunni sem ég á eftir að vinna á næstu 30 dögum og lét fara vel um mig á sófanum mínum á milli þess sem ég lagaði aðeins til í herberginu og þurrkaði ryk af hillunum í stofunni.

En í dag er að sjálfsögðu mánudagur og þá þarf maður að vera duglegur að læra aftur. Er búin að klára strembið heimaverkefni í prófarkarlestri fyrir Málnotkun og er að demba mér í skrif Fjölnismanna inná timarit.is
fyrir bókmenntasögutímann á morgun.. svona er maður hress á mánudegi!

Vona að þið hafið haft það ljúft og skemmtilegt um helgina...

11. mars 2006

Árshátíð og að segja bless

Já kæra fólk ég er að fara á árshátíð Ikjea í kvöld! Húllumhæið byrjar þó um 3 leytið þegar við kvenfólkið ætlum að safnast saman og fá okkur eitt kampavínsglas yfir léttu spjalli og meikpúðum. Er búin að græja allt saman- eða næstum því ;)
Er á leiðinni í Smáralind að finna eitt stk. armband sem mér datt allt í einu í hug að væri sniðugt að vera með!
Ég verð annars mjög svört í kvöld - allt svart nema sokkabuxurnar, svei mér þá!

Ég sagði bless við gamla hottmeil netfangið mitt í gær og mun ekki lengur þekkjast unir 'koskinkorva'. Það var kominn tími á að slútta þessu sambandi þar sem hólfið mitt fylltist alltaf af rusli - óvelkomnu rusli. Ég nota nú annað netfang og held ég hafi fært ykkur öll yfir í nýja msn-ið mitt en endilega látið mig vita ef þið hafið ekki fengið póst og svona pop-up þegar þið loggið ykkur inn á msn :)

Í kvöld ætla ég að skála fyrir fortíðinni, skála fyrir nútíðinni og loks fyrir framtíðinni sem virðist bara geyma góða hluti og skemmtileg fyrirheit.

skál ezzzkan

8. mars 2006

Upp upp upp!

Líf mitt er á stöðugri uppleið þessa dagana! Er svooooooo ánægð í dag að ég er að springa úr gleði því ég er hægt og sígandi að ná markmiðum mínum og öðlast á reynslu sem ég þarf og vil fá!
Því miður ætla ég ekki að útskýra þetta neitt nánar í bili en langaði bara að deila með ykkur hvað ég er ánægð!


veivei!

held ég fái mér eitthvað gott að borða til að halda upp á þetta :)

7. mars 2006

að ferðast um heiminn með kókaín í faberge-eggi

Já það er fólk sem er með klassa og svo er fólk með vafasaman klassa. Kate Moss er nú alveg í sérflokki, einhvers staðar þarna á milli og vafraði víst milli verkefna með eggið sitt góða fullt af nasa-nammi. Sumt fólk, sumt fólk...

Fór í morgun í próf í Bókmenntasögu og gékk bara vel - bara ein spurning sem ég lokaðist alveg og gat ekkert svarað en hitt var bueno. Kom svo heim og fann óvæntan glaðning í pósthólfinu mínu.. meira um það síðar..

er á leiðinni út, þarf að kaupa nýtt strætókort, kíkja aðeins í ræktina og skella mér svo í vinnu í nokkra klukkutíma...

góðar stundir.

5. mars 2006

sunday, sunday

Átti ansi slappan leik í gær þar sem ég skrópaði í partý til hennar Lindu minnar (skamm skamm) en ég var bara búin á því eftir afgreiðslur dagsins... það tekur á að vera alltaf að vinna þær helgar þar sem annað hvort er nýbúið að borga út laun eða þá að nýtt Visa tímabil hefur tekið gildi!

Sat í staðinn í sófanum mínum og horfði á The Life Aquatic with Steve Zissou og hló eins og fáviti. skreið extra snemma í rúmið og dreymdi drauma um skrýtna kalla og skrýtin hús.. veit ekki hvað það snérist um..

Sit núna og pikka inn glósur úr bókmenntasögunni og bölva sjálfri mér fyrir að vinna ekki alltaf hlutina jafnóðum... *sigh*
en nú er þetta að klárast, bara örfáar vikur eftir og þá tekur við ritgerðasmíð sem mun eflaust standa fram að jólum ef ég þekki mig rétt!

ætla að hlusta einu sinni enn á lagið Ping Island/lightning strike op sem er tær snilld!

3. mars 2006

af heimsóknum og sigri MA

ahh.. ég átti frekar óskemmtilegan morgun í gær þar sem ég mætti extra snemma í skólann (fyrir kl. 8) til að prenta út blöð og svona og kíkti svo rétt á póstinn minn (sem ég hefði átt að gera áður en ég fór út!) og þar blasti við mér forfalla tilkynning frá Hauki... bölv og ragn fylgdu í kjölfarið, sérstaklega þar sem ég hafði eytt dýrmætum tíma í að lesa Sögu af Parmesi Loðinbirni kvöldið áður.. bölv, bölv, bölv. Jæja, ég skundaði nú heim til mömmu en hún er í heimsókn hjá mér og Evu systur í nokkra daga.
Ég lét mér svo leiðast í vinnunni því ekkert var að gera og fór svo í ísbíltúr með Ólöfu og missti þar af leiðandi af keppni MR-MA í Gettu betur! Ég verð nú samt að vera stolt af þeim og litla MA hjartað var glatt að sjá á mbl.is að þeir höfðu unnið. Klapp klapp! (og baula á MR)

Í dag er föstudagur, góður dagur með ekta glugga veðri enda ætla ég að halda mig innan dyra í dag - ef ekki heima þá í verslunarmiðstöðvum því mig vantar ennþá spariskó ;)

ble í bili og góða helgi öll sömul

1. mars 2006

Prestur strokinn

Fann þessa grein í tímaritinu Ísafold og er hún frá 3. ágúst 1887:
Prestur Strokinn
Sóknarpresturinn að Hvammi í Laxárdal í Skagafjarðarsýslu, síra Magnús Jósepsson, er í síðastliðnum mánuði hlaupinn af landi burt til Vesturheims með fjölskyldu sína, frá brauði sínu í algjöru reiðuleysi og án nokkurra skila. Hann mun hafa flosnað upp til fulls á þessu voru, og viðskilnaðurinn var sá að öll kúgildi staðarins eru gjörsamlega farin, beinagrindur af 5 hrossum lágu í kringum bæinn, ekkert hrossbein slórði af nema eitt mertryppi veturgamalt, 2 kýr tórðu kálflausar og mjög magrar, og 20 kindur komu fram, allar ullarlausar og horaðar. Kirkjan, að kalla fallin, átti um 900 kr. í sjóði inni hjá prestinum.
Prófastur frétti ekki til þessa tiltækis fyr en síra Magnús var kominn alfarinn á Sauðárkrók. Brá hann strax við, en fjekk eigi kyrrsett prestinn, sem sagðist fara af landi burt hvenær sem hann gæti, væri hann ekki hafður í böndum, og fargjald fengi hann annarstaðar að, sent og lánað, svo ekki yrði það af sér tekið. Prófasturinn fjekk að eins skriflega afhendingu á öllum eptirskildum eignum hans sem auðvitað ná stutt til þess, að staður og kirkja fái sitt.
Fróðlegt verður að frétta, hvort nokkur ízlenskur söfnuður í Vesturheimi tekur þennan mann fyrir prest sinn á eptir.


Fyrstu línurnar vöktu hjá mér kátínu en svo þegar dró á söguna var hún alls ekki fyndin. Þvílík eymd og volæði sem fólk flúði.. síðustu línurnar eru samt ómetanlegar og gott dæmi um hvað fólki fannst hér!

28. febrúar 2006

býr ástríða í okkur öllum?

þegar maður rekst á fólk sem býr yfir þekkingu á öðrum hlutum en maður sjálfur er auðveldlega hægt að hrífast með ef vel er haldið á spilunum.
Sumt fólk á auðveldara með að koma frá sér ástríðum sínum og ná þannig til fjölda manna sem annars sætu kyrrir og lifðu einungis í sínum eigin huga. Ef hægt er að vekja fólk til umhugsunar með því einu að vera annt um málefnin sín þá er hægt að hafa áhrif - góð áhrif.

Ég veit hvar mínar ástríður liggja - eða ástríður mínar í augnablikinu. Mér hefur alltaf þótt vænt um bækur og bókasöfn. Það er eitthvað við lyktina af pappírnum, hvernig þær raðast misháar í hillurnar og eru mislitar eftir kápunum sem fær hjartað til að slá aðeins hraðar.
Í hvert sinn sem ég heyri frétt um Kanada tekur hjartað mitt lítið aukaslag - eins og það þurfi að slá aukalega fyrir landið sem tók svo vel á móti mér.. landið sem ég sakna stundum ennþá... aðallega sakna ég fólksins og reyni að forðast þá hugsun að suma sé ég aldrei aftur...
Þegar ég heyri tónlist sem virðist slitin úr hjarta og huga tónlistarmanna og sett á disk fyrir alþjóð að gagnrýna, dæma, slíta í sundur og túlka á sinn eigin hátt - þá held ég oft niðri í mér andanum aðeins of lengi...

Á föstudaginn kviknaði ný ástríða í huga mér. Hún kom mér alveg á óvart því ég hélt ég gæti ekki myndað mér nýjar heitar ástríður á svona köldum mánuði en þarna var hún. Í dimmu herbergi andspænis gamalli bók vaknaði með mér ástríða á einhverju sem ég get ekki alveg neglt niður - en hjartað í mér hefur síðan þá verið óvenju hresst, sálin óvenju létt og göngulagið aðeins hraðara.

Ég sit núna við skjáinn, reyni að finna hjá mér löngun til að lesa meira en hún kemur ekki.. Eina löngunin núna er í heitt bað og svo beint undir sæng... kannski ég reyni að vaka aðeins lengur- bara aðeins lengur...

26. febrúar 2006

Walk well, brother

Var að koma heim frá Kanadísku kvikmyndahátíðinni í Norræna húsinu. Við sáum tvær myndir, The importance of being Icelandic, 40 mín heimildamynd um vestur íslendinga sem komu hingað í leit að uppruna sínum og svo mynd sem heitir Snow Walker. Seinni myndin var alveg frábær, Barry Pepper sýndi stórleik sem flugmaður er hrapar vélinni sinni einhvers staðar í hrjóstruga norðursvæðinu. Lítil og krúttlega Inúíta stúlka hjálpar honum að halda lífi og kennir honum hvernig á að ná sambandi við náttúruna á sama tíma og hún sjálf glímir við berkla. Hljómar kannski ekki spennandi í eyrum margra en hún var þrusugóð - þið verðið bara að treysta mér ;)

Er búin að vera í lærdómi um helgina en tók mér pásu í gær til að versla saltkjöt og horfa á Sister Act með Ólöfu og Salóme úr vinnunni og hef þar af leiðandi verið að syngja
"I will follow him, follow him wherever he may gooooo" í ALLAN dag!!!
Ætla að fara snemma að sofa svo ég nýti morgundaginn vel - próf á þriðjudaginn í Málnotkun...

ble í bili

25. febrúar 2006

af vandræðagangi og vetrarhátíð

ok,
var rosalega dugleg í dag að afla mér upplýsinga og kanna netheiminn sem leiddi mig óhjákvæmilega að Þjóðarbókhlöðunni í enn frekar leit upplýsinga. Ekki vildi þó betur til en svo að þegar ég er að koma upp á 3. hæð hlöðunnar verður mér eitthvað á í síðasta þrepinu og hálf dett ég svona uppfyrir mig en lendi samt á pallinum - beint á milli tveggja stráka sem stóðu á spjallinu! Það eina sem ég gat sagt og gert var "Jesús, enn vandræðalegt" og staulaðist á fætur og gegnum glerhurðina... Rauð í framan og með dularfullan verk í hægri hnésbótinni staulaðist ég að næsta borði og bölvaði í hljóði.. Ég hefði að sjálfsögðu átt að skella mér á línuna "Ég bara féll fyrir ykkur strákar" - en er maður ekki alltaf vitur eftir á?

Í kvöld ákvað ég svo að gerast menningarleg og skellti mér á Þjóðminjasafnið og hlustaði á Þórarin Eldjárn tala um minningar sínar af safninu en hann ólst upp innan veggja safnsins. Maðurinn er með endæmum orðheppinn og kann aldeilis að segja sögur! Eftir lítinn kaffibolla skundaði ég niður á Borgarbókasafn þar sem ljóðlestur, bútasaumur og arabíska hljómuðu um sali safnsins áður en ég trítlaði í næsta hús - Hafnarhúsið. Þar var Stomp að flytja verk ásamt því að allar sýningar hússins voru opnar og vafraði ég aðeins um kalda sali hússins áður en ég ákvað að færa mig úr skuggahverfinu og aðeins nær heimahögunum.

Þjóðmenningarhúsið er eitt af þeim húsum sem ég hef aldrei komið inn í og varð ég alls ekki fyrir vonbrigðum í kvöld. Tvær yndislegar konur tóku á móti mér með brosi á vör og leiðbeindu mér um húsakynnin á og bentu mér á að "alvöru" handritin væru geymd í dimmu herbergi bakatil í húsinu. Eftir að hafa skoðað ljósmyndir og skreytingar úr handritunum, séð nokkrar fréttamyndir af heimkomu handritanna og vafrað um ein í smá stund fann ég dimma herbergið- og það var aldeilis dimmt. Ég bakkaði næstum út aftur en harkaði af mér og varð alls ekki fyrir vonbrigðum. Þarna voru þær komnar, Konungsbók Eddukvæða og Flateyjarbók - bækurnar sem ég er búin að vera að lesa um og úr. Skinnin af öllum þessum kálfum, teygð og hreinsuð, vandlega skrifuð og nostrað við lágu eins og dýrgripir sem ég hafði aldrei ímyndað mér. Ég fylltist einhverju vandræðalegu stolti sem kannski má kalla klisju en sjaldan hef ég verið eins stolt af því að gea bent á eitthvað og sagt það vera menningararfur minn. Ég endaði ferð mína í litlu herbergi með bandarískum hjónum og dóttur þeirra að skrifa með fjaðurpennum á lítil bréfsnifsi og hlustaði með öðru eyranu á fjölskyldufaðirinn spyrja konurnar um aðferðir við varðveislu á handritunum.

Allt í allt held ég að ég hafi lært meira á 2 klukkutímum í kvöld en ég hef í langan tíma. Vona að þetta hvetji mig áfram í lærdómnum á morgun en nú er kominn tími að skella þjóðlega rassi mínum undir sæng og vona að ég sofni út frá draumum um litla menn við kertaljós að skrifa á skinn.....

24. febrúar 2006

síðasti föstudagur febrúar

Hvert fór tíminn?
Alveg hreint ótrúlegt að það sé að koma nýr mánuður með nýjum verkefnum og ég ekki búin að klára þau sem ég vildi!
Af hverju er alltaf þúsund sinnum meiri vinna á bak við allt en maður heldur í byrjun? Getur einhver sagt mér það?

Sit í Árnagarði sveitt við að grufla upp ritdóma, gagnrýni, umfjöllun um þýðingar Matthíasar á Shakespeare en gengur voðalega hægt.. held ég verði kannski að játa mig sigraða og færa mig yfir á næsta mann, hann Helga H.
Ef mér tekst vel til í dag ætla ég að verðlauna mig með því að fara á skauta á sunnudaginn með Lisu og Daniel.. þarf bara að muna að hringja í þau bæði og láta þau vita ;)

Það er sól úti, veðrið alveg til fyrirmyndar - hafið það gott í dag

23. febrúar 2006

Afsakið, lærdómur stendur yfir

Vildi að ég gæti sett svona skilti á húsið mitt svo að það væri ekki svona mikill hávaði í kringum mig! Ég ætti að sjálfsögðu bara að fara eitthvert annað en ég var eitthvað heimakær í morgun- vildi ekki út!
Er búin að sitja yfir þýðingu Matthíasar Jochumssonar á Rómeó og Júlíu og fannst ég eiga skilið að taka mér smá pásu, skunda út í Bónus og kaupa smá mat (og nammi:) er að maula lítið súkkulaðistykki sem hrópaði á mig að kaupa sig - maður fer ekki að neita svoleiðis ... er það nokkuð?

Nýji síminn minn virkar líka svona agalega vel - er búin að setja inn vel valda hringitóna og nokkrar skemmtilegar myndir líka... nú þarf ég bara að spurja Bjössa hvernig ég á að setja þær inn á bloggið mitt!

En jæja, Matthías kallinn bíður eftir mér - best að kíkja betur á hann

21. febrúar 2006

Hello new telephone!

Já krakkar, ekki entist ég lengi í helvíti!
Fór og keypti mér nýjan síma í dag og er hann í hleðslu akkúrat núna. Verð komin aftur í gott skjásamband í fyrramálið :) Þið getið séð mynd af símanum mínum hérna.

þjáist af stanslausri hnakka stífni, er að drepast úr vöðvabólgu greinilega og hefur hún áhrif á skapið rétt eins og líkamann ;) Hafði ekki mikla þolinmæði í vinnunni í dag en svona er víst lífið eða such is life eins og við Lisa segjum allt of oft!

Á morgun er bara bókasafnið og svo lunch með henni Önnu Margréti minni sem tilkynnti mér að loksins verðum við búsettar í sömu borg næsta vetur!!! Við höfum ekki búið á sama stað síðan ég kom heim frá Kanada í maí 2003 og þá var það aðeins í nokkra mánuði þannig að ég er ansi spennt! Þetta verður extra ljúft þar sem Guðjón minn yfirgefur mig líklegast í byrjun sumarsins og verð ég svakalega ein hérna þá!
en venst maður ekki öllu? bara spurning um tíma...

farewell my tephalone

nú er það svart... eða meira blátt kannski. Skjárinn á símanum mínum gaf sig endanlega í dag og er ég nú hálf handalaus! Það þýðir ekkert að senda mér sms og ég sé ekki hver er að hringja í mig.. frekar erfitt allt saman! Það versta við þetta er samt að nú veit ég ekki hvað klukkan er!!!! Hef voðalega sjaldan gengið með úr og hef því treyst á símann minn til að segja mér hvað tímanum líður en núna er ég aldeilis allslaus.
Ég held að þetta séu endalok sambandsins - nýr sími verður keyptur helst í dag svo hann geti notast á morgun...

Átti annars ágætis helgi, var mjög þreytt og með mikinn svima en komst klakklaust í gegnum 3 daga vinnutörn. Í dag ætlaði ég svo að læra og vinna seinnipartinn en þurfti að skjótast í vinnuna áðan í rúmlega klukkutíma og fer svo aftur á eftir.. nennti ekki að hanga í holtagörðum í 3 klukkutíma - það eru takmörk fyrir því hvað hægt er að eyða tímanum í þessum búðum!

þarf að vinna eitt stykki verkefni í vikunni og læra undir próf á þriðjudaginn - jibbí