4. ágúst 2006

Versló

Er að klára vinnuna - dagskrá helgarinnar er að taka á sig einhverja mynd hérna :)
Eftir vinnu ætlar Lisa að sækja mig og við brunum út úr bænum beint í lönguvitleysuna sem verður eflaust á leiðinni til Akureyrar!
Á morgun ætlum við að skoða Mývatn, Egilsstaði, Skriðuklaustur og eitthvað meira; Sunnudagurinn er helgaður Jökulsárlóni, Höfn í Hornafirði, Vatnajökli og umhverfi og mánudagurinn mun að öllum líkindum snúast um fossa og Dyrhólaey.
Ég veit að mörgum finnst ekki menningarlegt að bruna hringinn á 3 dögum en við vildum endilega sjá sem mest og okkur fannst þetta líka fín svona "bonding" ferð áður en ég flyt til Akureyrar eftir 2 vikur... kræst!

Ég vona að þið eigið öll góða helgi, í sól, rigningu, roki -whatever og wherever!
bloggleysi fram á þriðjudag!!!

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

knus knus vona ad tid hafid skemmt ykkur super vel :D
Alvoru Knus eftir 3 daga
Evapeva