28. maí 2008

gobbeldigook

sigur rós komið með nýtt lag í spilun og myndband með beru fólki (rísið nú upp, teprur landsins) og ég held að ég sé hreinlega að fíla þetta. Allt öðruvísi en áður en samt þeir... Orri fer hamförum á trommunum! Hlakka til að heyra rest, þann 23. júní ;)

Voruð þið annars búin að fatta að maí er alveg að verða búinn? Það mætti reyndar ætla, miðað við hitabeltisloftslagið hér á 7. hæðinni, að það væri miður júlímánuður. Hver trúir því að það sé 18-20 stiga hiti hérna dag eftir dag? Klöppum fyrir öfugum hæðum/lægðum sem skófla heita loftinu til okkar!

Þetta hitabeltisloftslag er að gera út af við skapandi hugsun hjá mér svo ég læt staðar numið.

jú annars, takk fyrir öll fallegu kommentin varðandi Óliver ;)

20. maí 2008

Er hægt að vera meira krútt?Óliver, 5 vikna og 3 daga gamall í dag.


og svo ein af okkur saman :)

14. maí 2008

Babell

Ég fékk heimsókn í gær frá Ágústu og gaf hún mér svona ótrúlega krúttlegan köku/ávaxta stand! Takk kærlega fyrir mig - nú er eina vandamálið hvort ég eigi að setja kökur eða eitthvað hollara á bakkana? ;)


Bloggletin heldur áfram og er alveg að drepa mig.. Stundum nennir maður bara ekki að deila með öðrum. Stundum er bara gott að melta sjálfur. Annars er helst í fréttum að ég er ekki enn búin að kíkja aftur á Óliver en ætla að drífa í því - langar mikið að sjá krúttið ;)
---
Ég fæ líka loksins sjónvarp á eftir! adsl-myndlykillinn mætir á svæðið um fjögur leytið svo ég held ég baði mig í lélegu sjónvarpsefni næstu daga, svona til að bæta upp fyrir síðustu 3-4 vikur hehe.
---
Ég kíkti út í Mið-Samtún til Ingu og Einars og sauðburður er þar í fullum gangi. Fékk að klappa nokkrum lömbum, gefa á garða og fylgjast með hundaskottunum borða misgáfulega hluti. All in a days work :)
---
Framundan er brúðkaup Írisar og Halldórs í Reykjavík, flutningur litlu systur af stúdentagörðunum og svo heimkoma Ólivers í lok júní. Er lífið ekki bara nokkuð gott?

4. maí 2008

Pleh

Langur tími, lítið blogg.

Er í andleysi ársins, þ.e. fæ alltaf leið á blogginu mínu annað slagið og er í þeim gír núna. Verð samt að deila því með ykkur að ég fór á tónleika með Svavari Knúti á Græna Hattinum 1. maí og skemmti mér stórkostlega. Útilegulag Gunnars í Krossinum og baráttulagið Mengum Ísland hafa hljómað í huga mér undanfarna daga.... you had to be there ;)

Ég kíkti líka á Jökul Bergmann og hann er algjört krútt. Gaman að sjá mumma í pabbaleik, hehe.

Nú er Óliver líka orðin 3ja vikna og ég ætla að kíkja á hann í vikunni - set þá örugglega nýja mynd af kvikindinu hérna inn. Hlakka til að sjá hvað hann er orðinn stór og hvort hann er ennþá jafn frekur á mat!

Safnadagurinn var í gær og afrekaði ég að fara í fyrsta sinn á bæði Smámunasafnið og Iðnaðarsafnið. Á því fyrrnefnda sá ég flotta heimildamynd um Sverri Hermannsson sem verður sýnd seinna á árinu á rúv - ekki missa af henni því þetta er hörku kall með ótrúlega ævi að baki.
Á Iðnaðarsafninu sá ég svo svart á hvítu hvað Akureyri hefur í raun breyst mikið síðustu 50-60 árin. Ég fann líka 3 myndir af verkstæði langa afa míns, sem svo skemmtilega vill til að ég bý í núna. Mæli með þessu - ótrúlega hollt eitthvað fyrir mann.

Nú ætla ég að sigla inn í sunnudaginn með bros á vör og hugsa um að dansa - hvað er betr' en að dansa?