31. janúar 2008

Bylur

hó hó, hí hí, ha ha!

Loksins kom óveðrið til Akureyrar! Ég beið og beið og vonaði en aldrei varð veðrið nógu leiðinlegt til að hægt væri að kalla það vetrarveður. Í morgun beið mín fjall af snjó á bílnum og annað fjall beint fyrir framan hann. Hmm. Í fyrsta sinn efaðist ég um getu litla Aygo en svo mundi ég eftir Top Gear Winter Olympics þar sem þeir fóru í Hokkíleik með bílana og ég tók gleði mína á ný. Fyrst þeir gátu gert það í Lillehammer í Noregi þá gæti ég komist í vinnuna á Akureyri, Íslandi!

Götur bæjarins höfðu allar verið ruddar svo ekki var erfitt að komast upp að Borgum en þar tók annað við. Búið var að ryðja litlu plönin en ýtan var akkúrat í aðreininni svo ég ákvað að leggja bara á stóra planinu. Big mistake! Þar var ekkert búið að ýta og lenti ég því í vægast sagt skemmtilegum hasarakstri þar sem ég vonaðist til að sleppa án þess að festa mig og verða mér til skammar! Ég hló frekar mikið þar sem ég rásaði um og komst loks út af planinu aftur og framhjá ýtunni.

Nú bíð ég bara eftir frostinu mikla sem á víst að skella á okkur á laugardaginn. Best að kaupa Swiss Miss og baka skúffuköku.

30. janúar 2008

Kom mér svo sem ekki á óvart

Sá þetta hjá Sverri Páli og Doktornum:

82% Barack Obama
80% Hillary Clinton
80% Bill Richardson
78% Chris Dodd
78% John Edwards
77% Dennis Kucinich
76% Joe Biden
72% Mike Gravel
41% Rudy Giuliani
35% John McCain
29% Mitt Romney
26% Mike Huckabee
19% Tom Tancredo
18% Ron Paul
17% Fred Thompson

2008 Presidential Candidate Matching Quiz

28. janúar 2008

25. janúar 2008

Óveður og fleira

Sat síðustu tímana mína í réttindanáminu í bili í morgun. Það gerðist nú lítið markverkt þar nema hvað við fylgdumst með fréttum að sunnlendingum festa sig og barma sér yfir snjófargi. Best fannst mér þegar ég frétti af manni sem benti fólkinu á að setja nú bílana sína í fjórhjóladrif - þeir væru flestir með það ;)

Hér kom örlítill vottur af leiðindaveðri en ekki nóg til að hægt sé að kalla það neitt. Þetta náði ekki í köttinn í Nesi, eins og einhver mismælti sig víst! Nú er nefnilega búið að lofa/hóta óveðri hér 3svar sinnum með stuttu millibili en aldrei verður neitt úr því! Ég heimta því alvöru, íslenski óveður hér á Akureyri þannig að enginn komist neitt um bæinn, nema þá helst björgunarsveitin, en þeir mega bjarga mér hvenær sem er ;)

Hafið það sem allra best um helgina

p.s. Litla stúlkan þeirra Ingu og Einars hefur hlotið nafnið Valgerður Telma :)

23. janúar 2008

Svindl



4. apríl 1979 - 22. janúar 2008

22. janúar 2008

Decisions, decisions

Ég tók þá ákvörðin í gær, eftir mikla ígrundun undanfarnar vikur, að ljúka ekki kennararéttindanámi mínu að sinni. Ég er búin að ljúka sálfræðinni og á eftir 1 verkefni í námsskrár- og kennslufræðum sem ég ætla að klára og hef ég þá lokið 10 af 15 einingum í þessu námi.

Ástæðurnar eru nokkar en þó er helst að ég tel mikilvægara að klára MA ritgerðina mína og á meðan ég er í öðru námi og fullri vinnu þá tekst það ekki. Sálin er líka búin að vera ansi þreytt núna síðasta hálfa árið og ég held að hún þurfi aðeins frið. Hann fæ ég ekki eins og staðan er í dag.

Sumum ykkar á eftir að finnast þetta kjánalegt og það er allt í lagi. Ég er sátt og það er það sem skiptir mig mestu máli.

Markmið ársins eru því breytt:
-klára MA-ritgerðina mína og útskrifast í júní frá HÍ
-fara í almennilegt sumarfrí með tjaldútilegum og tilheyrandi (Melrakkaslétta - Langanes er komin á dagskrá og Selárdalur við Arnarfjörð kemur sterkur inn líka!)
-ganga á Súlur (var markmið síðasta árs en ég lauk því ekki)
-vera jákvæðari og berjast geng skammdegisþunglyndinu

Hafið það gott í brjálseminni, hvort sem það er pólitík í Reykjavík eða veðurofsinn ;)

21. janúar 2008

Erfiðasti dagur ársins

Mánudagurinn 21. janúar á að vera erfiðasti og þungbærasti dagur ársins skv. fræðimönnum. Það eru nokkrir þættir sem saman stuðla að því að þessi dagur er hreint þunglyndis-svarthol fyrir marga:
1) Veðrið
Reyndar er fínasta veður akkúrat núna, kalt og bjart, sólin meira að segja á lofti. Á greinilega ekki við akkúrat í dag ;)
2) Skuldir
Ok, Jóla-Visa filleríið að koma í hausinn á fólki, námslánaafborganir að skella á í mars og hlutabréfamarkaðurinn í rússíbanaferð.
3) Tími
Þriðja almennilega vinnuvikan er að hefjast og fólk er komið í rútínuna aftur - sér ekki fram á almennilegt frí aftur fyrr en um páska. Fúlt.
4) Hætta
Já, ekki 'danger, danger' heldur er fólk hætt að standa við nýársheitin, kortið í ræktina hefur varla verið notað, hvað þá nýju fötin sem splæst var í á janúarútsölum. Fólk heldur áfram að reykja, drekka, eyða og fær samviskubit yfir þessu öllu saman
5) Hvatning / hvati
Er ekki til staðar. Punktur.
6) 'Verð að gera eitthvað'
Fólk fær gríðarmikla þörf fyrir að gera eitthvað til að bæta fyrir allt sem var talið upp hér að ofan og yfirleitt eyðir það meiri pening í hluti sem það notar svo ekki eða í mat og drykk og vaknar svo daginn eftir við vondan draum, meiri skuldir og enn fleiri brostin loforð.

Sem sagt, reynið að gleyma liðum 2-6 - horfið bara út um gluggann og njótið þess að ekki er hríðarbylur úti (alla vega ekki á Akureyri ;)

20. janúar 2008

Now you're one year older.... again

Ég átti alveg stórfínan afmælisdag í gær og vil þakka allar góðu og skemmtilegu kveðjurnar sem ég fékk símleiðis, í athugasemdakerfinu hér og svo í gærkvöldi :)

Ég fór nefnilega til Önnu og Jens og höfðu þau og Mummi og Sara smalað saman í spilakvöld þar sem Party & Co átti að spilast fram á nótt. Anna hafði nú laumast til að baka kökur (já, 2 kökur takk fyrir og heitann rétt!) og svo tróðum við nammi og snakki í liðið svo enginn fór svangur heim. Eftir slakan fyrri leik hjá mér og mínu liði, þar sem okkur tókst að fá ekkert nema fýlukalla og bláar hnetur skipti ég um liðsfélaga og með flugmanninum Ragnari spilaði ég til sigurs!
Leiksigur kvöldsins var þó túlkun Jens á kvensjúkdómalækni en sú sjón á eftir að lifa með mér og öllum sem þarna sátu til dauðadags!
Takk fyrir mig öll sömul - ég var ennþá hlæjandi þegar ég fór að sofa ;)

Í dag heldur svo byggingarvinnan áfram - ég er þó slakur vinnumaður enda svaf ég til hádegis því ég er ekki vön að vaka svona frameftir - ussu suss! Aldurinn er greinilega að færast yfir mann...

19. janúar 2008

Jóhanna nýfædd


Sá að Anna hafði verið að bera saman myndir svo ég náði í þessa af Jóhönnu þar sem hún var nokkurra daga gömul... Það er alveg systrasvipur með þeim ;)

17. janúar 2008

Nýtt barn í heiminn

Í nótt kl. 4:32 kom í heiminn lítil stúlkukind með mikið dökkt hár. Stoltir foreldrar eru Inga Björk og Einar og heilsast öllum vel.


Sú stutta var ekki í minni kantinum, frekar en systir hennar Jóhanna Margrét - 55cm og tæpar 17 merkur (4210 gr).




Innilega til hamingju með viðbótina, litla (stóra) fjölskyldan mín!
(myndin var tekin 18.01.08 kl. 16:44)

16. janúar 2008

Afmælisbörn

Elsku mamma mín var 50. ára 5. janúar og pabbi er 53. ára í dag! Til hamingju með afmælin gömlu mín og takk fyrir allt - knús og kossar!

Set hér inn mynd frá því í mars í fyrra, þegar niðurrif í íbúðinni var rétt að hefjast og hefur sko margt og mikið vatn og annað runnið til sjávar! Þessi hjólsög hefur líka reynst afar vel og rutt burt veggjum og óvinsælum spítum hér og þar. Bráðum nenni ég að setja inn nýja mynd hér og ætla að reyna að finna sama sjónarhorn... það versta er að allir veggir eru búnir að breytast svo sennilega stæði ég inni í sturtunni og tæki mynd af vegg... hmm... hugsum þetta betur síðar ;)

14. janúar 2008

.:: George Costanza's Answering Machine ::.

Takið sérstaklega eftir því hvernig hann 'dansar' með í seinna skiptið... crack's me up

Gleðin tekin á ný með hjálp Hljómalindar

Já, það þýðir ekkert að vera dapur.. í myrkrinu sem er úti hálfan daginn verður maður að vera glaður og stara í dagsbirtulampann og hlæja ótæpilega. koma svo!

Ég verð að segja að ekki horfi ég nú oft á spaugstofuna en ég kíkti á hana í hálfleik Barcelona og Real Múrcia og lenti svona skemmtilega á Re/Elect auglýsingunni þar sem Ólafur Ragnar og Dorrit föðmuðu og klöppuðu Bessastaði í bak og fyrir. Ég hló - mikið.

Ég hló ennþá meira í dag þegar ég las um hrakfarir nýju Grímseyjarferjunnar, en hún dólar úti á hafi, með aðra vélina í ólestri og reynir að komast til Akureyrar. Þetta er sagan endalausa og ég grun um að hún eigi aldrei eftir að enda vel.

Set inn hér að ofan gott atriði úr Seinfeld sem fær mig alltaf til að hlæja ;)

10. janúar 2008

Skólablús

Það tók mig ekki nema viku að vilja henda einu markmiðinu mínu út.
Í gær sat ég fyrir framan tölvuna og grét því ég hélt að ég gæti þetta ekki lengur. Ég á að skila verkefni í réttindanáminu í dag og ekkert gekk. Ég missi líka af einni lotunni (af þremur) þegar ég fer til London og stend í stappi með að fá að gera aukaverkefni í staðinn. Á meðan situr MA ritgerðin úti í horni og hlær að mér. Veit að ég hef engan tíma fyrir hana akkúrat núna.
Ég gafst næstum því upp en ákvað að sofa á þessu og viti menn - í morgun var himininn ekki að falla á mig og verkefnið á góðri leið með að verða tilbúið.

Annars veit ég ekki með þetta. Á ég að halda áfram að skila hálfunnum verkefnum sem ég er ekki ánægð með eða hætta og einbeita mér að ritgerðinni, sem í raun skiptir mig mun meira máli og ég vil klára? Ef ég hætti í réttindanáminu er ég ekki einungis að henda peningum út um gluggann heldur einnig hálfu ári af lífinu - eins og það hafi ekki skipt neinu máli. Dilemma...

Eins og er held ég áfram en hversu lengi, það veit ég ekki...

7. janúar 2008

Retch-a-vik

Ég er í Reykjavík!
Ég fór á föstudaginn og kom Maríunni minni á óvart í partýi sem haldið var henni til heiðurs (jú María, þú varst heiðursgestur ;) og skemmti mér alveg konunglega.
Um helgina var ég svo í ýmsum útréttingum, hitti Evu sys og gisti hjá Guðjóni og Rúnari á nesinu. Í dag mætti ég svo í vinnu hér í Þýðingamiðstöðina í Þverholtinu og er smám saman að hitta samstarfsfólkið.

Ég býst við að koma heim á morgun en þangað til þá - hafið það gott

2. janúar 2008

Nýt år

ég er búin að vera netlaus í marga daga og því ekki getað fylgst með öðrum eða sett neitt hér inn - svo gleðilegt nýtt ár, mín kæru og takk fyrir allt gamalt og gott.

áramótaheit finnast mér kjánaleg því yfirleitt heldur maður þau ekki nema í allra mesta lagi í mánuð, en ég setti mér þess í stað markmið:

-klára MA-ritgerðina mína og útskrifast í júní frá HÍ
-klára kennararéttindanámið mitt og útskrifast í maí frá HA
-fara í almennilegt sumarfrí með tjaldútilegum og tilheyrandi (n.b. fellihýsi er ekki tjald)
-ganga á Súlur (var markmið síðasta árs en ég lauk því ekki)
-vera jákvæðari og berjast geng skammdegisþunglyndinu

Árið í ár mun eflaust bera margt í skauti sér en þess má geta að ég ætla að fara til London í mars með systrum mínum í blandaða menningar og verslunarferð. Erum að vinna í hóteli, leiksýningu og veitingahúsi sem eiga að njóta greiðslukortanna okkar ;)

Ég fékk að vita um eitt væntanlegt barn á árinu í jólakorti - alltaf gaman að fá góðar fréttir á jólunum! Til hamingju - þið vitið hver þið eruð ;)