7. janúar 2008

Retch-a-vik

Ég er í Reykjavík!
Ég fór á föstudaginn og kom Maríunni minni á óvart í partýi sem haldið var henni til heiðurs (jú María, þú varst heiðursgestur ;) og skemmti mér alveg konunglega.
Um helgina var ég svo í ýmsum útréttingum, hitti Evu sys og gisti hjá Guðjóni og Rúnari á nesinu. Í dag mætti ég svo í vinnu hér í Þýðingamiðstöðina í Þverholtinu og er smám saman að hitta samstarfsfólkið.

Ég býst við að koma heim á morgun en þangað til þá - hafið það gott

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hvað er ekkert verið að vinna í Þverholtinu, bara bloggað..... (segir sú sem er ekkert að vinna og bara les blogg ;)
Gott að heyra að helgin var skemmtileg og partýið vel heppnað. Þín er sárt saknað :(

Nafnlaus sagði...

Ég var með streptókokkaleifar og komst ekki í partíið að hitta ykkur:(