31. október 2004

sunnudagslambalæri

ok, ég myndi blogga oftar ef ég hefði netið heima hjá mér, alveg satt! Er stödd í Árnagarði þar sem bókhlaðan var smekkuð af fólki sem hengur í tölvunum og gerir ekkert nema skoða bloggsíður eins og þessa.. Er að vinna í 2 verkefnum og hvað haldiði nema að lyklaborðið á ferðatölvunni minni bili! Alveg týpískt þannnig að ég varð að drattast út úr húsi og vera dugleg annars staðar.. annars er fínt að fara svona út, er orðin samdauna sófanum því stöð 2 og bíórásin eru óruglaðar akkúrat núna :) sá slæma mynd á stöð 2 í gær, The Core en skipti svo yfir á The Royal Tenenbaums á bíórásinni um miðnætti og sofnaði út frá henni.. alltaf góð... hmm annars er voða lítið að frétta, fór á holtagarða shopping-spree á föstudaginn með guðjóni. Við tókum IKEA með trompi og eigum núna jólakort, nýjan pizzahníf, handklæðaslá á baðið og gul batterí. flott sko.. keyptum svo lambalæri í Bónus á 40% afslætti og ætlum að hafa það í matinn í dag kl. 6 með grænum baunum, sultu og brúnni sósu.. geri aðrir fátækir námsmenn betur!! jæja, best ég haldi nú áfram að skrifa um sögu skjás eins... var líka aðfrétta að litla systir mín sé á leiðinni heim til íslands aftur, hlakka til að sjá þig skvísa... ble í bili

27. október 2004

bloggleysi

jæja, kannski kominn tími á upate? fólk hefur kannski haldið að ég hafi dáið úr majósskemmd, hahaha! Er í fullu fjöri og aldrei meira að gera í skólanum.. fór á árshátíð Lyf og heilsu í súlnasal hótel sögu á laugardaginn, það var swell.. fékk mér rauðvín og hef nú lært að það er bara fínt. braut reyndar áfengisbindindið mitt en eitt glas telst vart til.. ahemm.. eyddi svo sunnudeginum á bókhlöðunni, mánudeginum í vinnu og verkefnavinnslu og í gær fór ég svo í heimsókn á Skjá einn.. note to people of skjár einn: það þarf einhver að skúra og laga til þarna inni! Annars var þýðingarkompan voða krúttleg, snyrtilegasta herbergið í öllu húsinu og einn aðal þýðandinn þeirra Arnar var einmitt að þýða Leno þegar við mættum, viðtalið við Susan Sarandon sem var einmitt í gær.. Vaknaði svo í morgun og lenti í pósti dauðans, eldspýtustokkar frá landsbjörgu, WTF? er þreytt, pirruð og lenti í að díla við símann út af nýja númerinu mínu en það er allllt of löng saga til að segja frá hér... vil ekki posta heimasímann minn hér þannig að allir fá e-mail eða geta nálgast mig í gemsanum ef þeir vila vita það hahaha.. jæja, verð að þjóta í meiri verkefnavinnu, þar til síðar

22. október 2004

skemmd rækja...eða majonse?

úff, ég freistaðist til að kaupa Bónus rækjusamloku í gær í hádeginu og mér var refsað fyrir það! held ég hafi verið með vott af matareitrun takk fyrir.. alla vega var mér óglatt og illt í maganum þar til ég fór að sofa seint í gær.. Eyddi sem sagt meirihlutnaum í að vorkenna sjálfri mér og reyna að hrekja stærsta geitung sem ég hef séð á íslandi út úr íbúðinni minni.. oj bara.. er núna búin í skólanum, komin föstudagur og ég á eftir að henda pósti í fólk.. ætla mér að chilla eitthvað í dag en þarf samt að smella einni smásögu yfir á íslensku - er byrjuð en vantar herslumuninn til að ljúka þessu.. veit ekki hvað ég get sagt meira jú ég ætla að fá mér heimasíma gott fólk, læt vita nánar af þeim leiðangri... krepp out

20. október 2004

boeing 757-200

Já gott fólk, loksins komst ég suður. Eftir að hafa eytt deginum í að bíða eftir næstu athugun kom loksins grænt ljós á mætingu út á akureyrarvöll kl. 19:00 í gær. þar fékk ég þær fréttir að það væri þota á leiðinni frá reykjavík, veivei! Fórum nú samt ekki í loftið fyrr en um 20:30 og þrátt fyrir að við höfum bara verið 32 mín á leiðinni þá náði ég einhvern veginn ekki að vera komin heim til mín fyrr en að nálgast tíu í gær, hvert fór tíminn? Alla vega, var svo high-strung yfir þessu öllu að ég náði ekki að sofna fyrr en um 3 leytið í nótt og þurfti svo að bera út póst eldsnemma í morgun (hata Elko blaðið) en fékk þó óvæntan glaðning frá Jeramy í Kanada, nýjustu ljóðabókina hans.. veivei! inní hafði hann sett kort úr IKEA, ahh he knows me well.. sit núna sveitt á bókhlöðunni og þýði (þetta er eini dagurinn í vikunni þar sem opið er til tíu á kvöldin) en þarf svo að mæta í skólann í fyrramálið. Ef þið viljið lesa hilarious ferðasögu systur minnar um Costa Rica og nærliggjandi lönd bendi ég ykkur á www.evath.tk er ekki ennþá búin að fatta hvernig ég geri linka :)

19. október 2004

Athugun kl. 14:10

ég er veðurteppt á Akureyri. fríið mitt óvænt lengst um 1 dag, ekki slæmt, ekki slæmt.

18. október 2004

fannhvíta jörð

vaknaði við vondan draum í morgun: jörðin var alhvít og ég bara með þunna sumarjakkann minn.. er farið að förlast, veit að það er allra veðra von á ástkæru akureyri. lét það samt ekki á mig fá og arkaði í apótekið til að heilsa upp á liðið og finna út hvað væri eiginlega í matinn á árshátíðinni næstu helgi (kalkúnn, very nice) hrakstist inn í bakarí og fékk mér ekta snúð með súkkulaðiglassúr og reyndi svo að rata heim gegnum snjókomuna og biluð umferðaljós... vantar enn brynjuísinn en fer ekki suður aftur fyrr en á morgun (ef veðri slotar) og fara þá fréttirnar að vera aftur úr 101 :)

17. október 2004

eins og rocky með tennisspaða

oo ég elska Akureyri..já, fór á Wimbeldon í gær með önnu-möggu vinkonu, *slef slef* yfir Paul Bettany og öllum hinum tennisgaurunum, ekki slæmt ó nei.. Er búin að dvelja hér hjá ma og pa í góðu yfirlæti en vaknaði samt við rigningarsudda í morgun og snjór hálfa leið niður vaðlaheiðina, uss uss uss.. Er orðin hooked á Sims 2 sem steinunn systir lánaði mér og mun aldrei bíða þess bætur, þarf að kaupa mér betri tölvu svo ég geti spilað hann í reykjavík, múhahaha... jæja, er á leiðinni í ræktina að taka aðeins á því, fór reyndar í gær og er með strengi á við kontrabassa... krepp out úr gettóinu

15. október 2004

aftur til upprunans...

ahhh, ég er komin heim í hjarta ghettosins á Akureyri.. langaði svo heim að hvíla mig í nokkra daga að ég beiðst vægðar hjá póstinum á mánudag og get því sprangað hér um að vild... talandi um póst, var ekki bara 3-fjölpósta í morgun og þar á meðal bæklingur frá Húsgagnahöllinni sem slagaði hátt í IKEA-bæklinginn í rúmmáli, enda var ég með 5 töskur og 100.27 kg af pósti.. geri aðrir betur..
en gott að vera komin heim, gott að það er föstudagur, ætla að fara og spilla litla frænda mínum sem þið getir séð með því að smella HÉR.

14. október 2004

Fimmtudagur til fjár...

Jæja ég lét verða af því.. ég ætla að byrja að blogga aftur, veivei!!! Þetta verður vonandi svona outlet fyrir mig svo ég geti tuðað eitthvað og fólk fylgst með mér.. Alla vega, ég er sem sagt búin að koma mér fyrir í 101 eins og hver önnur miðbæjarrotta og fékk meira að segja vinnu við að bera úr póst þar á morgnanna :)Í dag sit ég á bókhlöðunni og leita mér að greinum til að þýða fyrir einn kúrsinn minn. Er búin að finna fylgiseðla með lyfjum sem ég þarf að skoða en vantar ennþá grein um svipað efni til að þýða.. hmm.. þarf sennilegast að skokka niður á 3ju hæð og gramsa innanum læknanemana.. er á leiðinni norður á morgun :) :) og ætla að vera fram á þriðjudag í smá fríi, það er verkefnavika í skólanum og ég fékk frí í vinnunni á mánudag þannig að allt small saman... jæja, krepp out í bili