28. febrúar 2005

breytt útlit

Sælar elskurnar,

langaði svo að breyta til.. var orðin þreytt á græna útlitinu og skellti mér því á létt og doppótt... finnst líka betra að hafa aðaltextann til hægri en hitt á vinstri hlið.. finnst ykkur ekki? er líka að reyna að íslenska síðuna meira og þarf enn að láta image hosting virka.. get ekki sett mynd af mér í profile... skrambinn.. jæja, er illa sofin og mjög veðurbarin eftir póstútburð.. þarf að leggja mig

26. febrúar 2005

jæja, enn ein helgin upp runnin!

átti bara alveg ágæta viku, frí í skólanum á mánudag og miðvikudag svo maður náði að vinna aðeins upp lestur í setningafræðinni. Sem betur fer er þokan líka farin en búið að rigna svolítið í staðinn. Í gær, föstudag, var samt svo yndislegt svona páskaveður, sól og frábært að fá sér ís og fara í bíltúr, nammi namm.
Anna-Margrét kom suður á miðvikudaginn og áttum við skemmtilegan lunch og slúður á fimmtudaginn og svo drinks á apótekinu í gær með Elvari og fleirum. Fór nú samt snemma að sofa sökum mikillar þreytu og vinnuhópnum sem hittist von bráðar í grafarvogi :)

Vil nota tækifærið og óska Önnu til hamingju með útskriftina í dag, bling-bling, og Ágústi Óla með 1 1/2 árs afmælið í dag, kiss kiss kiss kiss og knús

verð að þjóta í bili

22. febrúar 2005

margt býr í þokunni

ahhh, ég verð að segja að þessi þoka er orðin nokkuð þétt á köflum.. féllust nærri því hendur þegar ég ætlaði að labba í skólann áðan og sá ekki brúna á skothúsvegi þar sem ég stóð hjá fríkirkjunni..
Annars myndast svolítið öðruvísi andrúmsloft í kringum þessa þoku. mér finnst færri á ferli og svei mér ef fólk keyrir ekki aðeins hægar. Við veltum fyrir okkur hvort að fólk myndi fyllast ofsóknarbrjálæði ef þokan yrði í nokkrar vikur svona þétt, fara að ásaka hvort annað um stuld og alls kyns uppátæki um allan bæ!

Ég virðist vera sérstaklega pestasækin þessa dagana því ég lagðist í enn einn kvef/flensu ógeðisskammt um helgina en er á hröðum batavegi og get andað gegnum báðar nasirnar í dag! hljóma samt ennþá eins og phoebe þegar hún var með sexy voice nema hvað hún er ekki sexy hjá mér og við guðjón sjúgum upp í nefið í steríó heima (útlendingum til mikillar hrylli)...

Survivor byrjaði í gær og ég held ég hafi sjaldan fylgst með af jafn mikilli eftirvæntingu! var búin að frétta af 3 myndu hætta áður en fyrsti dagurinn væri jafnvel liðinn en svo reyndist ekki og var þetta því ekki eins svakalegt og ég átti von á. En mikið vona ég að þeir haldi fólkinu í óvissu allan tímann, geri það svolítið stressað, tíhí það væri fyndið..
jæja, ég verð að fara að læra víst, bleble

17. febrúar 2005

betra er fugl í hendi en tveir í skógi...

... sagði einhver vitur maður einu sinni. Ég er alltof löt við að blogga hérna, skamm skamm.. sé að ég hef ekki yrt hér síðan á sunnudaginn!hamingjan sanna. Lenti í (ó)veðri í gær þegar ég var að bera út, fæ hroll við tilhugsunina bara, brrrr! snjór ofan í hálsakotið og tilheyrandi vibbi... restin af vikunni er búin að vera svipuð, vont veður, lítill skóli og mikil innivera..

Annars er fyndið hvernig allt klárast á sama tíma. þá á ég við sjampó, þvottaduft, uppþvottalög.. kannski vegna þess að maður kaupir þetta allt á sama tíma þegar maður flytur inn á nýjan stað og svo er maður svona líka rosalega jafn í notkun á þessu, fliss fliss. Þarf að skunda í bónus núna og kaupa inn fyrrtaldar vörur þar sem ég gleymdi að taka debetkortið mitt með mér í vinnuna svo nú þarf ég að halda á öllu heila draslinu í stað þess að geta trillað því heim í póstkerrunni! vei!
Í kvöld er ég að spá í að fara í bókmenntagöngu í tilefni vetrarhátíðarinnar. Þeir sem hafa áhuga er bent á að brottför er frá borgarbókasafninu kl. 20:30 og er fararstjóri Úlfhildur Dagsdóttir. Verður pottþétt stuð stuð stuð...
jæja, best að dúða sig og skunda í bónus.. ekki gleyma vettlingum

13. febrúar 2005

now you´re one year older...

Guðjón á afmæli í dag! jeijie!
það þýðir að ég bakaði köku og hann ætlar að elda góðan mat fyrir okkur rúnar, húrrey!

Dagurinn í gær var schnilld eins og þið hafið kannski séð í commentum síðasta pósts.. endaði með því að tala svo mikið við maju að hún bíður þess varla bætur, djóóóók, hehehehe.. Horfðum á BAFTA verðlaunin og litla íslenska hjartað sló örar við að sjá Valdísi Óskarsdóttur standa á sviðinu og þakka fyrir sig, ótrúlega flott hjá henni..
Náði síðan að læra í dag og get því slappað núna af aðeins og horft á eitthvað af myndunum sem Maja lánaði mér, kannski much ado about nothing?hmmm

12. febrúar 2005

símatími

arg,

biðst afsökunar á skorti á bloggi þessa vikuna en ég er búin að vera lasin heima og ekki haft í raun frá neinu að segja :( fékk flensueinkenni á þriðjudaginn (ekki gott) og var heima þar til í gærmorgun að ég drattaðist í vinnuna en var samt þreytt og ómöguleg svo ég lagði mig þegar ég kom heim aftur. virtist hressast við það :)

Annars voru stúdentakosningar á mið. og fim. en ég kaus ekki sökum fyrrnefndra veikinda. Hefði viljað kjósa þar sem ég er búin að tala við alla um sinnuleysi minnar kynslóðar sem lýsir sér einmitt vel í því að aðeins um 3300 kusu af þeim 9000 sem voru á kjörskrá.. allt og lítið, allt of lítið...

Náði að klára Bátur með segli og allt eftir hana Gerði Kristnýu (vonandi rétt stafað) og ég skemmti mér hreint út sagt alveg ágætlega. Minn mælikvarði er að ef ég hlæ upphátt að minnsta kosti 2svar þá hlýtur að vera eitthvað til í henni. ég hló nokkuð oftar en það svo hún fellur í flokk með skemmtilegum bókum. Enging stjörnugjöf hér samt, læt fagmönnum það eftir...

Er á leiðinni í vinnuhóp með Maju og Berglindi uppí grafarvogi og hlakka til að sjá hvernig gengur hjá okkur að tala minna, vinna meira...

7. febrúar 2005

magapestir

ok

helgin var flott, gott partý, takk strákar á skjal.is að sýna lit og koma í heimahús með klikkuðu fólki..frábært.
Annars fór laugardagurinn í þynnku og ælu dauðans og í gær borðaði ég sem sagt funky chicken og er búin að vera með magapínu og ógleði síðan þá, oj bara og ulla bjakk. er samt í skólanum og á eftir að fara út í þetta guðsvolaða veður og bera út, búhú fyrir mér

4. febrúar 2005

skjal.is og partý

jójó

þá er kominn föstudagur aftur og enn eitt partýið! í þetta skiptið heima hjá mér! sit reyndar núna heima hjá guðrúnu og erum að bíða eftir Maju til að fá okkur pizzu og bjór, veivei! erum svo á leið í fyrstu vísindaferð þýðingafræðinema í Skjal.is og svo er ætlunin að skunda á hallveigarstíginn og djamma eitthvað fram eftir :) Vonast eftir góðri mætingu og keypti saltstangir í tilefni dagsins (tilboð í bónus :)

annars er vikan búin að líða ansi hratt, lítið gert nema þýtt og sofið aðallega, lítið um guiding í imbanum en þó byrjaði Mountain á miðvikudaginn. Þótti hann ágætur en sá svo á netinu að aðeins voru framleiddir 13 þættir svo þetta verður stutt stopp á skjánum.. jæja, best ég hjálpi guðrúnu með eitthvað hérna tjus elskurnar mínar og góða helgi!!

Lára þýðandi "derrier extrordiner"

2. febrúar 2005

Sjaldan er allt svo slæmt að eitthvað gott komi ekki og bjargi deginum

eða hvernig hljómar þessi málsháttur annars? hehe, alla vega þá er ég komin meið fartölvuna mína aftur og hún virkar! kyss kyss til viðgerðarmannanna í Opnum Kerfum sem redduðu þessu (nýtt lyklaborð takk fyrir) og kostnaðurinn? Enginn! Veivei! "Fellur undir ábyrgð" eru sem tónlist í mínum eyrum...

Annars er kominn febrúar og drungalegi janúar að baki. Helgin var frábær og vil ég þakka þeim stöllum Örnu og Erlu fyrir hreint út sagt mergjað partý út á nesi með MA reunion ívafi ;) ég vil einnig nota tækifærið og þakka Hólmari fyrir að hafa húmor fyrir drykkjubrandara okkar Guðjóns (spagettí í rúmið, pappakassar fyrir hurðinni) og æmta hvorki né skræmta..hetja.

Þessi vika er nú hálfnuð og ég get varla sagt að ég sjái á eftir henni! Ég er búin að vera frekar slöpp og svo er ógeðslegt veður og ekkert guiding í 2 daga..slappt slappt.. ætla að setja mig í stellingar fyrir kl 5 til að sjá hvort Buzz Cooper flýr frá Springfield eður ei...