29. október 2006

Hipsum haps

Fór að Hólavatni á þriðjudaginn með 2-Unaðslegan - umsjónarbekkinn minn. Ferðin gekk mjög vel, þau eru ótrúlega skemmtilegur og samheldinn hópur svo enginn var útundan eða í fýlu úti í horni. Nammið og snakkið flæddi um allt hús og var sykurinn ekki lengi að ná hámarki í blóðstreymi allra þarna inni (mér meðtaldri)svo fjörið stóð langt fram á nótt. Það voru 2 strákar með sem æfa borðtennis svo borðtennisborðið var fullbókað ALLAN tímann. Ég sofnaði út frá þæglegum rythma ka-dúnk-ka-dúnk-ka-dúnk....
Það er búið að snjóa heilan helling á Akureyri í vikunni og við vorum svo heppin að það var mestur snjór á miðvikudagsmorguninn svo við fórum út í snjó-fótbolta, byggðum virki (aðallega ég og nafna mín :) og svo var að sjálfsögðu snjóstríð. Ansi góður sólarhringur og þó maður hafi ekki hvílst mikið var þetta alveg frábært!

Seinni hluti vikunnar var ekki eins góður. Held ég hafi nælt mér í pest eða vöðvabólgu eða einhvern andskotann því ég var með stöðugan hausverk og illt í maganum alveg þangað til í gær. Líður nú mun betur og er einmitt á leiðinni upp í skóla til að fara yfir fleiri vinnubækur.

Vil nota þetta tækifæri og biðja alla afsökunar á því að hafa ekki hringt/skrifað/bloggað/commentað undanfarið en þetta er eitthvað að vefjast fyrir mér... ég lofa bót og betrun. ´

Hey já, Icelandair ætlar að fara að fljúga til Halifax og Heimsferðir fljúga til Montréal á næsta ári!!! Jei!! En getur enginn flogið til Toronto? Þaðan er nefnilega bara 1 og 1/2 klst akstur til Peterborough ;D

24. október 2006

Hólavatn

Nú held ég á Hólavatn með umsjónarbekkinn minn. Ég vona að allt gangi vel annars get ég gripið til landlínunnar sem er víst í eldhúsinu. Til þess að ná gsm sambandi þarf ég að klifra upp á hól. Right.
I'm off to the country

19. október 2006

Hefur einhver séð nennuna?

Ég virðist hafa tapað viljanum til að blogga. Ég veit svo sem ekki af hverju en þessa dagana er reyndar óvenju mikið álag á mér. Krakkarnir í 1. og 2. bekk eru að skila inn vinnubók, 3. bekkur var í prófi úr Animal Farm og með ritunarverkefni auk allra aukaverkefnanna sem tengjast smásögum og almennri ritun. Jesús..

Jæja, ég vildi alla vega láta vita af mér. Ég er að fara til Reykjavíkur á morgun og ætla að vera með litlu systur, hitta Margot, þýðendurnar Maju og Guðrúnu, Lisu skísu og hann Michael Ondaatje minn :D

Verð að halda áfram með vinnubækurnar en ég er sem sagt á lífi ;)

8. október 2006

Greifapizza, Brynjuís og Jólahúsið

Afrek helgarinnar:
*Ég hef unnið hina ungliðana í Trivial
*Ég hef étið á mig gat
*Ég hef gengið vel á birgðir hvítvíns frá Ástralíu
*Ég hef hlegið meira en góðu hófi gegnir
*Ég hef lært 3 ný "klöpp"
*Ég hef lært að kannski var Epli einhvern tímann ritað "Eppli"
*Ég hef lært að skilja þakglugga aldrei eftir opna - þú veist aldrei hvað/hver getur dottið í heimsókn ;)
*Ég ákvað að labba Laugarveginn næsta sumar í góðum hópi
*Ég horfði á fólk keppa í þrekþrautum og fannst það skemmtilegt

2. október 2006

Vika 4

Skólinn gengur vel.
Ég er hálf lasin, með hor í nös og fleira skemmtilegt. Nemendur mínir vilja að sjálfsögðu að ég haldi mig heima svo þau fái frí ;)

Á föstudaginn var ráðstefna í Höllinni og gekk hún vel - lærði heilmargt um stöðu menntamála á Íslandi og það hversu margir fara í framhaldsnám, þ.e. meira nám en grunnskóla. Það kom mér á óvart hversu háar tölurnar voru hjá fólki á mínum aldri. Um 40% kvenna á aldrinum 20-24 ára hefur einungis lokið grunnskólanámi. Ég veit að skóli eða nám er ekki sjálfsagður hlutur hjá öllum. Sumum gengur illa í skóla, sérstaklega bóknámi. En nú er námsval orðið ansi fjölbreytt og margir skólar bjóða upp á starfsnám. Allt þetta var tekið með í þessa útreikninga og samt er þetta hlutfall svona hátt. Ég varð frekar sorgmædd yfir þessum tölum.

Restin af helginni fór í yfirferð prófa, undirbúning kennslu í þessari viku og smá grín með Ágústi Óla.

Næsta helgi verður sjúklega skemmtileg!! Vinkonur mínar úr þýðingafræðinni ætla að koma til Akureyrar og mála bæinn rauðan! Love it - hlakka geðveikt til ;)

Horið er að fylla heilann á mér, kannski er þessi færsla algjört bull :)