31. desember 2004

nú árið er liðið

maður á víst að hugsa til baka og framávið á þessum tímamótum og ég er bara nokkuð sátt.
Vann í 8 mánuði í apóteki, flutti til reykjavíkur og byrjaði að búa í 101 eins og hver önnur miðbæjarrotta með fatahönnuði úr listháskólanum í þokkabót. Skellti mér í mastersnám í háskólanum og fékk hökurnar á píunum á póstinum til að skella í borðið (fliss fliss), fékk já vinnu á póstinum og er víst ein af duglegustu manneskjunum þar (veivei). Gott ár, gott ár.. svona eins og 2 ára hvítvín :)

Nú framundan er svo árið mikla 2005 þar sem ég mun víst smella í 25 ára aldurinn..hmm.. einungis 20 dagar í það, ahemm, blóm og kransar afþakkaðir! Við rottumst áfram í 101 og hver veit nema við guðjón endum bæði á kassa í IKEA - við elskum alla vega húsgögnin meira en margt annað...

Hafiði það gott í kvöld, þrátt fyrir slæma veðurspá verður hægt að dunda sér ýmislegt, kojufyllerí og sms sendingar eða eitthvað skemmtilegra!
vona samt að ártalið sjáist upp í heiði... hmm, bjartsýni, bjartsýni



30. desember 2004

allt búið

árið er nánast á enda. Bara 1 og 1/2 dagur eftir og þá er víst komið 2005. Það er ekki með góðum hætti sem þessi áramót byrja. Jarðskjálftinn og flóðin í Asíu eru í öllum fréttatímum, fólk sem stendur á flugvellinum og bíður eftir að komast heim, aðeins á sundfötunum og veit jafnvel ekki hvar hinir úr ferðinni eru niðurkomnir. Þrátt fyrir allar þessar hörmungar þá á ég mjög erfitt með að finna fyrir neinu þegar ég sé þessar myndir. Þetta er einhvern veginn óraunverulegt - eins og deleted shots úr myndinni The day after tomorrow... ég skil ekki hvernig sinnuleysið getur orðið svona mikið en ég held að þetta sé einfaldlega of stórt til þess að maður nái fullkomlega utanum þetta.

Svo heyrði ég sænska fjölskyldu segja frá því hvernig fólk á Sri Lanka gékk úr rúmi fyrir þau- meira að segja 75 ára gömul hjartveik kona. Það fór nú smá flökt um hjartað mitt en ekki nóg. Það er meiri kærleikur og fórnfýsi hjá fólkinu sem lendir í hamförunum heldur en hinum sem fylgjast aðeins með á sjónvarpsskjánum.
Það sem syrgir mig mest er fréttin sem ég las á mbl.is í gær um það að bandaríkin sögðu að "hugsanlega mætti gefa upp skuldir asíuríkja vegna hamfaranna". Hugsanlega? þetta eru ekki skilaboðin sem við eigum að senda fólkinu þarna..

28. desember 2004

hvíld

jólafríið mitt er frábært... ég vakna aldrei fyrr en um hálf 11 í fyrsta lagi og rúlla þá fram á gang ennþá í náttfötunum og skipti ekki fyrr en ég þarf að fara út úr húsi... Var annars veik á annan í jólum, týpískt spennufall hjá minni, búin að vera slöpp síðustu vikuna fyrir jól, bera út póst eins og mófó og varla hafa tíma til að borða eða hvíla mig vegna jólaundirbúnings sem ég hélt að væri bráðnauðsynlegur. Veit það núna að hamingja felst ekki eingöngu í nýbónuðu gólfi og smákökum. Átti annars yndislega jólahelgi, fékk falleg jólakort (takk fyrir myndina María og Krummi) og ofsalega gott að borða..kannski og mikið af þessu síðarnefnda :)

Nú þegar nokkurs konar hversdagleiki er tekinn við þá hef ég hellt mér út í föndur með mömmu og evu systur. Er búin að búa til 7 filtskraut til að hengja á tré eða í glugga + 2 þæfðar ullarbjöllur og svo sníkti ég efni í 6 glasamottur frá mömmu (einnig úr þæfðri ull) hehe.. alveg merkilegt hvað maður getur gert ef maður sleppir því að glápa á sjónvarpið í smá stund. er núna á leiðinni uppí bæ með önnu möggu til að kíkja aðeins í búðir og fá mér heitt kakó á bláu könnunni...

25. desember 2004

jólaboð

Vaknaði í morgun um kl. 10, svaf vel og naut þess að vakna og sjá ekki glóru út um gluggann... snjórinn náði mér upp á mið læri fyrir utan hurðina, nennti ekki út. Eyddi deginum í að spila tölvuleik, fylgjast með trausta frá gásum ryðja götuna mína og bíða eftir jólaboði með ættinni...
sit nú og bíð eftir að Harry Potter myndin byrji í sjónvarpinu svo ég geti farið úr nælonsokkunum og háhæluðu skónum...

24. desember 2004

Aðfangadagur jóla er einmitt í dag

jólakveðja frá Akureyri,
Óska vinum mínum og vandamönnum um land allt, gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári, með þökk fyrir það gamla,
lifið heil,
Lára Þórarinsdóttir

23. desember 2004

skata, það er vond lykt af þér

Ég er komin heim!!
Ég vil byrja á að biðjast afsökunnar á bloggleysi hérna síðustu vikuna eða svo en ég er búin að skríða heim eftir þramm með jólakort út um allt, og bara ekki nennt því.. og hana nú!
ÉG er þó ekki búin að sitja aðgerðarlaus, ég hnoðaði í 4 sortir að smákökum og bakaði þær; málaði eitt herbergi með guðjóni, málaði vaskaskápinn minn, bónaði vinnuherbergið, eldhúsið og bæði böðin og þvoði eins og 6 vélar af þvotti... hana nú! engin furða þótt ég hafi sofnað í vélinni á leiðinni heim áðan..

Ætla nú að njóta þess að það er þorláksmessa og fá mér eitthvað gott í gogginn, vakna svo í fyrramálið og horfa á teiknimyndirnar eins og litlu börnin... maður er ungur í anda...

15. desember 2004

jólaundirbúningur

jæja börnin góð,
þá er ég búin í skólanum, búin að baka 4 sortir af smákökum, búin að skreyta jólatréið og var að klára að skrifa jólakortin, jei! Þá er bara jólatiltektin eftir :) sit heima á gangi og nota innhringilínu í laptoppin, ekkert fyndnara - feels like the 90´s :)

er svo illt í bakinu sökum of mikils fjölda jólakorta í póst útburði.. Hef verið að taka aukahverfi til þess að drygja tekjurnar og það er ekki að gera sig fyrir bakið sko.. er samt gott að labba í 2-3 tíma, vegur ágætlega upp á móti jólaölinu og smákökunum,,,heheheheh...

Er bókuð í 2 partý á laugardaginn, mögulega.. fyrst er jólaglögg hjá þýðingarfræðinni kl 4-7 á laugardaginn og svo mögulega partý með enskunni (yeah baby yeah) seinna um kvöldið... vona að við smölum fólkinu saman - hef ekki séð suma í yfir 2 ár, svei mér þá..

jæja, nenni ekki þessu hægfara neti lengur - er á lífi og fíla jólaundirbúning.

p.s. misritaði víst titil jólabókarinnar það er sko FRÚ Pigalopp, ekki fröken - enging piparjúnka þar á ferð... mæli annars með þessum jólamyndum til að komast í skapið:
-While you were sleeping (lúmsk jólamynd -stuð)
-Love Actually (þarf eitthvað að útskýra það?)
-The Grinch (hahahahahhaa -tick tock, mannstu eva?)
-The night before christmas (schnillld)
-Home for the holidays (fjallar reyndar meira um Thanksgiving but i love it)
-National Lampoon´s christmas vacation (er á skjá einum á laugardaginn kl. 9)
-Elf (á reyndar eftir að sjá hana en heyri góða hluti

12. desember 2004

Lúðraþytur og fagnaðarlæti

Já krakkar mínir, haldiði að ég sé ekki bara búin... jú búin!! Ég er loksins komin í´jólafrí og get nú farið að huga að bakstri, skreytingum og jólaþrifum!!!

Ég tók mér smá frí í gær þar sem ég sá grænt og bæði augun mín voru blóðhlaupin vegna of mikillar viðveru við tölvuskjáinn :) fór í leiðangur með manninum mínum (guðjóni) og við keyptum jólatré og fullt af jólaskrauti á það í IKEA. Svo fengum við okkur að borða á Quiznos.. langt síðan ég hef borðað þar, namm namm namm.. Eftir þvílíkt bras við að útvega okkur sög til að sneiða aðeins af tréinu þá loksins komum við því fyrir inní stofu og skelltum seríu á það. held við ætlum að skreyta í kvöld, örugglega yfir Bond og þá eru jólin alveg að koma..´

Ef þið viljið komast í jólaskap bendi ég fólki á að lesa "Fröken Pigalopp og jólapósturinn" sem er ein af perlum barnæsku minnar. hún er í 24 köflum og hægt að lesa einn á dag ef maður getur stillt sig! Er komin á kafla 12 vegna þess að ég er alltaf svo þreytt á kvöldin, meika ekki meira en einn kafla á dag.. hehehe .. jæja, ég ætla að krúsa aðeins á netinu og bíða eftir að vera sótt... adjö peeps

9. desember 2004

Árnagarður, mitt annað heimili

tók eftir stafsetningarvillu í fyrirsögn gærdagsins.. hún er býsna flott.. ég vil nota tækifærið og þakka allan stuðning og góðar hugsanir síðustu daga, bara 2-3 dagar eftir og þá get ég orðið mennsk aftur og farið að svara símtölum og email og svona.. hef ekki getað einbeitt mér að miklu öðru en að vakna, vinna og vinna svo fyrir skólann... ég er búin að skapa mér rassafar í stólinn í tölvuverinu hérna í árnagarði og geri aðrir betur! bara 14 dagar þar til ég kem heim til akureyrar...

8. desember 2004

lagfærðingar

held ég sé að ná takinu á bloggsíðunni minni.. náði að íslenska dagsetningarnar þó þær séu ennþá eitthvað skrýtnar.. nú þarf ég bara að redda myndadæminu.. sjálfboðaliðar? sit á mínum vanalega stað í Árnagarði og læri og læri.. ég á orðið eftitt með að slaka á þegar ég fer að sofa því maður er með greyið heilann á overdrive allan daginn og langt fram á kvöld og hann er bara ekki tilbúinn að slökkva á sér svona fyrst hann er á annað borð kominn í gang... En það er miðvikudagur og bara 2 vinnudagar eftir þar til ljúfa ljúfa helgin kemur; helgin þegar allt verður búið, klappað og klárt og ég get loksins farið að jólastússast!
Við guðjón ætlum í holtagarða að kaupa jólatré og kúlur til að skreyta svo við séum nú ekta hérna fyrir sunnan.. kannski við slæðum einni skötu í körfuna líka, maður veit aldrei...

7. desember 2004

tvisvar sama dag

vá mér fer fram í þessu bloggi.. alla vega, gleymdi að minnast á frétt sem ég sá á RÚV í gærkvöld um starfsmenn öryggisgæslu á Charles Du Gaulle (ekki móðgast frönskuséní) flugvellinum sem tókst að "týna" sprengiklumpi í farangri hjá einhverjum farþega. Það sem ég fatta ekki við þessa frétt er sú staðreynd að þeir settu sprengiefnið í einhverja tösku sem þeir vissu ekki einu sinni hver átti (til þess að hafa þetta nú allt saman ekta) og hvorki hundarnir né skannarnir á flugvellinum fundu neitt! 90 flugvélar fóru frá flugvellinum á þessum tíma og þeir vita ekki neitt hvar þessi klumpur lenti.... Hversu vandræðalegt er það?

5 tíma svefn...

geisp geisp.. já það er erfitt að vera í skóla.. er ekki búin að sjá survivor í 2 vikur, ekki síðasta west wing þáttinn og sá mjög lítið af efni helgarinnar.. Á þetta nú samt á spólu og ætla að liggja fyrir framan sjónvapið næstu helgi þegar ég er búin.. allt við það sama, er enn á lífi..

5. desember 2004

sunnudagur = vinnudagur

hó hó hó, einungis 19 dagar til jóla, ekki satt? er komin á ný upp í árnagarð að vinna að verkefnum, vei! Sit hérna og fer síðustu yfirferðir yfir þýðingar til þess að vera alveg pottþétt á að þetta sé nú ekki bull hjá mér!
Var annars eitthvað slöpp í gær framan af degi en lagaðist svo og kíkti í smáralind með guðjóni. Þar keypti ég mér geðveikt kaffi frá Kaffi Tár (grýlukanil, nammi namm) en gerði svo þau mistök að drekka 3 (já 3) bolla af því kl 7 um kvöldið og var vakandi til kl 2 í nótt.. hehe það var nú samt allt í lagi því ég lærði bara lengur. Ég sé fram á að klára alfarið 3 verkefni í dag, er bara í yfirferð og staðreyndatékki þannig að ekki slæmt! (klapp á bakið)
Hef annars svooo lítið að segja þar sem líf mitt snýst um samloðunartengi og hugsanasamhengi að ég get svæft fólk alveg með umræðuefni :)
held áfram, augun strax orðin þreytt...

2. desember 2004

verkefnaskil

Jæja, þá er ég búin að skila inn þýðingunni á smásögunni minni, vei! Fríða vinkona fékk 10 fyrir sína þannig að fingers crossed! Er líka að klára ritgerð sem á að skilast á morgun og þá eru fjölmiðlaþýðingar frá.. Þannig að þetta er bara allt að smella saman og algjör óþarfi að vera eitthvað að panicka :) Er í skólanum en þarf að þjóta í vinnuna, bíður mín eflaust stór stafli af pósti þar sem það eru nú einu sinni mánaðarmót!

knús

29. nóvember 2004

smjör

í dag lá ilmur jólasmjörsins yfir hverfinu mínu.. án djóks samt þá lyktaði allt af bræddu íslensku smjöri! Svo núna áðan þegar ég labbaði í skólann var komin smákökulykt út um allt. já jólin eru svo sannarlega í nánd..

Annars gékk fyrirlesturinn okkar svona líka glimrandi vel og er sú einkun held ég bara solid! Náði síðan að chilla á föstudaginn í jólahlaðborði með vinnunni og þyngdist örugglega um svona 3 kíló á meðan! Á laugardaginn vorum við guðjón að skottast inn á milli þess sem ég lærði og beið eftir kvöldinu því þá kom hún bonny miss margot (anna) og við skelltum okkur í mat á Vegamót. namm namm.. Eftir það keyptum við hálft kíló af nammi, 2ltr af kóki og 2 vídeóspólur.. þið getið eflaust ímyndað ykkur afganginn...
í gær var ég svo pottþétt með sykur-timburmenn. Ég fór nú og hitti stelpurnar í þýðingafræðinni og við lásum yfir greinarnar okkar sem er alltaf gott en ég þurfti stanslaust að fá mér nammi svo ég fengi ekki hausverk.. hahah.. Er samt afeitruð núna, sem betur fer!

Er á leiðinni í tíma kl. 5 og svo heim að horfa á survivor kl 9, reyni sjálfsagt að hanga hér eitthvað þar til..
krepp out

25. nóvember 2004

góðar og slæmar fréttir

góðu fréttirnar eru þær að ég er að lesa með fyndnari bókum sem ég hef á ævinni lesið; "eats, shoots and leaves - the zero tolerance to punctuation".. ef þið hafið húmor fyrir lélegum staðsetningum á kommum og punktum og þess háttar merkjum þá er þessi flott..

slæmu fréttirnar eru þær að það er fyrirlestur eftir um klukkutíma og ég er að fá stress kast! vantar að róa mig aðeins, sérstaklega þar sem við erum búnar að öllu.. gef mér gott klapp á bakið *klapp klapp*

verð að þjóta, þarf að fá mér vatn að drekka og lesa yfir glærurnar aðeins :)

24. nóvember 2004

mánuður til jóla!!!! (kling-kling-kling)

ó já, mánuður til jóla og ég er að gubba af spennu!! Er reyndar svo þreytt að ég vild´ég gæti sofið heila öld (as in the song, u know, Nína) er að leggja lokahönd á verkefni okkar í þýðingar textar og orðræða og fer svo heim að leggja mig, æ æ æ.. ´
er annars búin að setja met í nammieign - hef átt m&m pokann minn núna í 11 daga.. rosalegt..

svo þreytt, svo þreytt

22. nóvember 2004

mánudagar = mæðudagar

ég tók eftir því að það commentaði enginn þegar ég var að vera góð á laugardaginn þannig að ég skipti bara aftur um gír og kvarta.. hehehehe.. nei nei annars..

Ég átti frekar stressaða helgi, var að vinna að verkefnum báða dagana frá 9 um morguninn og fram til svona 5 þannig að ég er ekki mjög úthvíld fyrir þessa vinnuviku. Afraksturinn er hins vegar ágætur og minna stress í mér þannig að ég verð að vera dugleg svona um helgarnar! Er loksins komin með Office pakkann í nýju tölvuna mína þannig að ég get unnið meira heima (laptopinn beilaði á mig og vill ekki skrifa g og h ásamt kommu og backspaceinn virkar ekki heldur - frekar spes)

Tók mér reyndar klukkutíma blund eftir vinnu í dag og átti hann alveg skilið að mínu mati. Guðjón sá sóma sinn í að leggja sig með mér og því var svefnhöfgi yfir hallveigarstígnum í dag.. Lögðum síðan í smá leiðangur í holtagarða til að versla í bónus og sjá hvort eitthvað af húsgögnunum hans væru nú til (búin að vera "væntanleg" síðan í september, fuss og svei. Annars er gaman að brjóta aðeins upp rútínuna sem maður festist alltaf í og versla annarsstaðar en á laugarveginum, stærri búð og svona.

Ég hlakka svo til jólanna að það er rosalegt! Guðjón ætlar að skella upp seríum í gluggana og ætli ég þurfi ekki að grafa upp mosa, kerti og leir til að skella í eins og einn aðventukrans fyrir sunnudaginn svo maður sé nú með í þessu sko..
ahh *geisp* er nú reyndar að finna fyrir því að ég lagði mig áðan, svefnhöfginn lifir, ó já..

20. nóvember 2004

hlátur og grátur

ég held ég sé mjög heppin manneskja. Kemst að því þegar ég les blogg annarra að ég hef það bara ansi gott og ætti eiginlega ekkert að vera að kvarta. Þess vegna ætla ég að telja upp alla góðu hlutina sem ég tók eftir í vikunni:

-Það snjóaði mjög mikið en aldrei þegar ég var að bera út. takk.
-Eftir að það hætti að snjóa og frostið mikla settist yfir sá ég litla grasþúfi sem hafði vaxið við tröppurnar á húsi númer 79 þar sem ég ber út. Hvert gras hafið myndað vatnshjúp sem fraus síðan..minnti á brotthætt gler.
-Það er geðveikt að gera í skólanum og oft erfitt að ná utanum allt en ég nýt þeirra forréttinda að ganga í skóla og mennta mig - það geta ekki allir.
-þegar ég er einmana og finnst allt ómögulegt þá get ég hringt í foreldra mína, systur mínar, vini jafnvel kunningja í útlöndum... það er ómetanlegt

Ég veit að þetta gæti farið að hljóma eins og mastercard auglýsing eða fyrir lífís eða eitthvað en ég er meyr þessa dagana og maður er allt of kaldhæðinn meirihlutann af lífinu.. í dag eru bara góðir hlutir

18. nóvember 2004

snjóbuxur

ok, í dag er fimmtudagur og glöggir íslendingar eru farnir að taka eftir því að á þeim dögum fellur inn um bréfalúguna lítið blað sem heitir "helgin". Þetta er ágætasta vikublað sem fjallar að mestu leyti um jú, hvað annað en viðburði helgarinnar ásamt aragrúa af auglýsingum fyrir nýjustu sendingar af jólaskrauti. En það er til dekkri hlið á þessu blað - nefnilega að Ég þarf að bera það út ásamt 3 öðrum dreyfiritum (rúmfó að auglýsa jólacrap; nóatún að auglýsa danska daga og lyfja að moka í mann snyrtivörum fyrir jólin) og þegar maður er loksins búin að brjóta þetta allt saman og stinga ofan í tösku þá er maður orðin svo svartur á puttunum að fínu RB umslögin verða kámug og ljót og fólkið reitt.. uurrrr..já og gleymdi að fara í snjóbuxur í morgun og varð svo kalt á fótunum að ég kiknaði næstum í hnjánum sökum doða.. En, ég nenni ekki að kvarta yfir miklu í dag því þá er verð ég að breyta titlinum á síðunni í "kvart úr 101"..hehe væri samt fínt, svona meinhorn fyrir akureyringa fasta í reykjavík til að sækja sé menntun, hahaha..

Er annars að vinna að mjög leiðinlegu verkefni þessa dagana fyrir kúrsinn "Þýðingar, textar og orðræða" eða eins og Daníel í vinnunni sagði "já svona bull kúrs" ahh ungmenni borgarinnar kunna að beita tungumálinu. Tilfinningin sem hellist yfir mig í hvert sinn sem ég reyni að gera eitthvað minnir mig óneitanlega á þá daga í M.A. þegar við anna og ágústa vorum að gera verkefni um póstmódernisma fyrir siggu steinbjörns - ladies, muniði? Eða þegar ég átti að túlka rómantíska skáldsögu í kanada (sko ekki rauðu séríuna því ég hefði brillerað þar) og setti svo mikið skrautmál inní að kennarinn týndi þræðinum.. vel gert, vel gert.. Ég sé nú þó fyrir endann á þessu og vona að næsta vika boði betri tíma en þá ætla ég að greina bíómynd og hversu vel hún er þýdd.. hér er annars listi yfir þau verkefni sem ég þarf að skila af mér 10 des:
Þýðingafræði:
-6000 orða þýðing (með skýringum) á fræðitexta (búin með 4500 orð)
-6000 orða þýðing (með skýringum) á bókmenntatexta (búin með 4500 orð)
-ritgerð um fyrirlestur á fræðitexta cirkca 10bls (búin með fyrilestur 5-6bls)
Þýðingar,textar og orðræða:
-6000 orða þýðing á fræðitexta (með skýringum) (búin að finna greinina :)
-hópfyrirlestur um orðræðugreiningu (fyrirlestur eftir viku, verk. dauðans)
Fjölmiðlaþýðingar:
-Fyrilestur um skjá 1 og skýrsla (búin!!)
-Greining á bíómynd 10-15bls (klárast í næstu viku)
Amerískar bókmenntir frá suð-vestur landamærunum:
-Þýðing á smásögu (búin!!)
-ritgerð um erfiðleika í þýðingum á þessum bókmenntum (ekki búin að fá guidelines)

Og þar hafiði það! Ég ætla rétt að vona að ég haldi sönsum og nái að ljúka þessu öllu á næstu 3 vikum annars tékka ég mig inn á klepp og þið getið heimsótt mig þegar þið farið í IKEA..

16. nóvember 2004

ekta vetrarveður

ok, ég verð að byrja á því að biðja hann Bjössa afsökunar á því að hafa skrópað á rannsóknardaginn! Ég tafðist ansi mikið í vinnunni og þegar ég var loksins komin heim og búin að skipta um föt og greiða mér var klukkan alveg að verða 4 þannig að ég hætti við.. skamm á mig ég veit...
Ok, gjörningur helgarinnar... hmm myndir helgarinnar voru ekki af verri endanum. Á föstudaginn ofbauð mér disney stefna RÚV og skellti mér í bónusvídeó á grundarstíg og leigði mér Troy með þeim undurfögru karlmönnum Brad Pitt og Eric Bana og Orlando Bloom. Verð nú að segja að ég hef séð betur leiknar bíómyndir - reyndar ætla ég að ganga svo langt og segja að ég hafi séð betur leiknar sjónvarpsmyndir!! En það sem bjargaði málunum var að þeir voru allir geðveikt brúnir og berir að ofan mest alla myndina. Veit ekki hver slefaði meira ég eða Guðjón.. Nú á sunnudaginn var aftur leiðinlegt í sjónvarpinu og draugur í okkur guðjóni eftir langan dag við að vinna leiðinleg verkefni þannig að það var dominos pizza of Mean girls sem var svo mikil snilld að við guðjón hlógum okkur næstum af sófanum. Enduðum svo helgina á því að horfa á Bond sem ég reyndar kláraði ekki. Tók samt eftir að Shirley Basset söng enn eitt lagið - held hún sé komin uppí 3 núna

En nú verð ég að skammast út í helv***s reykvíkinga.. Ok, þeir fá smá snjó um daginn, sumir panicka og skipta yfir í vetrardekk aðrir hugsa með sér, "piff bara okt-nóv, ekki þess virði að tæta upp nýju dekkin mín". Ok, svo í síðustu viku fá þeir aðeins meiri snjó - nokkrir í viðbót sjá ljósið og skella undir vetradekkjum á meðan hinir hugsa enn "piff". Svo í dag þegar ég lít út um gluggan (fyrir svona klukkutíma) þá er komið ekta akureyrskt vetraveður - snjóbylur með fjúki og alle sammen og hvað gerist? jú helv***s fíflin sem eru búin að piffa frá sér allan nóvember eru eins og beljur á svelli og teppa alla umferð laaaaaaaangt upp í úthverfin sín! Það tók mig 20 mínútur að komst í skólann í strætó þar sem allir lölluðu í hægagang og strætó var ekki búin að setja keðjur undir vagninn (einn af piff fólkinu). Í þessu öllu saman gat ég þó huggað mig við það að það var ekki svona veður í morgun þegar ég var að bera út.. og líkur þá skammarpistli dagsins

12. nóvember 2004

puma rokkar feitt

ok, er núna stoltur eigandi fallegra puma skóa..skóa? jæja, læt það flakka, og Medion V6 tölvu sem ég þarf ekki að byrja að borga af fyrr en í janúar.. jesús hvað það er mikill ríkisbubbabragur af manni.. ´búin að gera upp baðherbergið og splæsi svo bara í tölvu.. næst er það hundur og einbýlishús í kópavogi svei mér þá...

Er ekkert smá fegin að það er komin föstudagur, er í skólanum og á eftir að bera út en svo er helgarfrí, vei! Þarf reyndar að vera ógeðslega dugleg og læra eins og hamstur á hlaupahjóli svo ég sé á réttri schedule með öll verkefnin :)er einstaklega þreytt á þessu samt og vil bara klára þessar fræðigreinar svo ég eigi bara skemmtilegt eftir, hehe.. ætla að skella mér á cindarella story á sunnudaginn í kringlubíó og reyna að herma eftir gellunni sem leikur stjúpmömmuna, elska hvernig hún segir "It´s the botox. I can´t show an emotion for another hour and a half" snilld, tær snilld..

9. nóvember 2004

crazy bastard

Ok, Verð að sethja fremst: Er búin að laga commentin þannig að hver sem er á að geta sett inn athugasemdir ef hann vill þannig að Margot, comment away!
Er sem sagt búin að reyna að blogga 2svar áður en blogger er búið að liggja eitthvað niðri.. alla vega í mínum tölvum, hnuss.. Jæja, látum okkur nú sjá.. jú ég stóðst þessa tvo fyrirlestra mína með ágætum og er nú mun rólegri. Átti ágætiskvöldstund með henni Ingu björk á miðvikudaginn þar sem hún bauð okkur guðjóni og rúnari í mat, sjaldan fengið jafngóðan fisk.. takk takk.. Eyddum síðan kvöldinu í að liggja yfir gömlum myndaalbúmum og ég sver það ég fékk krampa í magann af hlátri! Ebba og hólmar og kiddi og himmi og við hin alveg baby faces í framan sko!

Á fimmtudaginn var ég síðan boðin í "kvöldkaffi" hjá henni Elísabetu og honum David. David er frá Kenora í Kanada og ég þekkti hann fyrir 2 árum áður en ég fór út en við misstum síðan sambandið.. kemur svo í ljós að Elísabet er með mér í þýðingafræði og þau svona lukkuleg saman! Algjör krútt.. eyddi því kvöldi í að spjalla um muninn á íslandi og kanada og svei mér þá ef ég fékk ekki bara smá "heimþrá" út aftur...

Á föstudaginn rúllaði familían svo í bæinn, ja eða helmingurinn :) Steinunn systir, óli og ágúst óli mættu og fóru með mig á Friday´s í smáralind þar sem ég fékk BESTA eftirrétt í heimi! fékk nú svona útí kanada en þetta var bomba, B-O-B-A, bomba.. Djúpsteiktur ís með karmellusósu, rjóma og pekanhnetum!!! bara eitt orð: NAMM. Fór síðan heim og leigði mér Lost in Translation.. verð nú að segja að þetta er svolítið Overrated mynd.. hún er ágæt á köflum en einhvernveginn heillaðist ég ekki.. kannski var ég ekki í réttu skapi, ennþá í sykurvímu no doubt...

Á laugardaginn komu svo mamma og pabbi og þá byrjaði verslunarhringurinn! Það var kringlan (öll), smáralind (næstum öll) og svo beint á Pizza hut þar sem ágúst óli fór á kostum í barnahúsinu og hló svo mikið að hann datt á rassinn... Þá um kvöldið pössuðum við mamma og pabbi hann því foreldrarnir fóru á Ný Dönsk og Sinfó.. það var víst geðveikt flott..

Sunnudagur (þetta er orðinn lengsti póstur sem ég hef bloggað á ævinni!!)Ok, hvað var eftir í hinni miklu borg óttans? Jú auðvitað IKEA. Brunuðum þangað eftir ansi góða humarsúpu á Ara í Ögri og versluðum þar til við þurftum á aukaorku að halda og sröttuðumst á veitingastaðinn í miðjunni.. eftir þetta fóru steinunn og co heim en mamma og pabbi voru þangað til í gær - vinnuhelgi í framhaldsskólum landsins- og við horfðum á helminginn á Bond saman, meikaði ekki alla því hún var svo löng eitthvað..

Úff jæja í gær var síðan ekki skóli þannig að ég sat sveitt við þýðingar og er að mjakast í rétta átt; vonandi næ ég að klára eitt fag í þessari viku og get einbeitt mér að einhverju öðru eftir helgina :) er að vinna í ýmsu öðru á síðunni, hvernig ég set inn myndir og svona þannig að þetta verður orðið flott fyrir rest...

2. nóvember 2004

málsamhengi

úff er alveg með kúkinn í buxunum af stessi! Er að fara að flytja fyrirlestur eftir klukkutíma um mjög fræðilega grein á sviði þýðingarfræðinnar og veit ekki alveg hvort þetta er nóg.. jújú, segjum það sko.. er með 17 glærur og 5 bls. af texta en ég þarf líka að tala hægt út af táknmálstúlkinum hennar Ásdísar. Sunnudagslærið var mjög gott og sátum við Guðjón eins og kóngur og drottning við borðstofuborðið og skáluðum í vatni. Horfðum svo að sjálfsögðu á Bond og ég verð að segja að ég hef verið með lagið "the man with the golden gun" á heilanum síðan þá! ahh.. komst að því í gær að ég átti einungis kál, sveppi og Hellma´s light mayonese í ískápnum og vissi þá að ég þyrfti annað hvort að fara í Bónus eða fara í ansi harða megrun.. merkilegt hvað maður heldur alltaf að maður eigi mikinn mat og svo er það bara svona matur sem gengur ekki upp on its own.. Jæja, ég er að fá sykurfall hérna, ætla að skreppa og fá mér trópí áður en það líður yfir mig.. á morgun er ég svo að flytja annan fyrirlestur en hann er frágenginn þannig að ég ætla snemma í háttinn í kvöld.. lofa að hringja í þig anna margrét mín á morgun þegar ég er búin að eignast heilann minn aftur... bis morgen

31. október 2004

sunnudagslambalæri

ok, ég myndi blogga oftar ef ég hefði netið heima hjá mér, alveg satt! Er stödd í Árnagarði þar sem bókhlaðan var smekkuð af fólki sem hengur í tölvunum og gerir ekkert nema skoða bloggsíður eins og þessa.. Er að vinna í 2 verkefnum og hvað haldiði nema að lyklaborðið á ferðatölvunni minni bili! Alveg týpískt þannnig að ég varð að drattast út úr húsi og vera dugleg annars staðar.. annars er fínt að fara svona út, er orðin samdauna sófanum því stöð 2 og bíórásin eru óruglaðar akkúrat núna :) sá slæma mynd á stöð 2 í gær, The Core en skipti svo yfir á The Royal Tenenbaums á bíórásinni um miðnætti og sofnaði út frá henni.. alltaf góð... hmm annars er voða lítið að frétta, fór á holtagarða shopping-spree á föstudaginn með guðjóni. Við tókum IKEA með trompi og eigum núna jólakort, nýjan pizzahníf, handklæðaslá á baðið og gul batterí. flott sko.. keyptum svo lambalæri í Bónus á 40% afslætti og ætlum að hafa það í matinn í dag kl. 6 með grænum baunum, sultu og brúnni sósu.. geri aðrir fátækir námsmenn betur!! jæja, best ég haldi nú áfram að skrifa um sögu skjás eins... var líka aðfrétta að litla systir mín sé á leiðinni heim til íslands aftur, hlakka til að sjá þig skvísa... ble í bili

27. október 2004

bloggleysi

jæja, kannski kominn tími á upate? fólk hefur kannski haldið að ég hafi dáið úr majósskemmd, hahaha! Er í fullu fjöri og aldrei meira að gera í skólanum.. fór á árshátíð Lyf og heilsu í súlnasal hótel sögu á laugardaginn, það var swell.. fékk mér rauðvín og hef nú lært að það er bara fínt. braut reyndar áfengisbindindið mitt en eitt glas telst vart til.. ahemm.. eyddi svo sunnudeginum á bókhlöðunni, mánudeginum í vinnu og verkefnavinnslu og í gær fór ég svo í heimsókn á Skjá einn.. note to people of skjár einn: það þarf einhver að skúra og laga til þarna inni! Annars var þýðingarkompan voða krúttleg, snyrtilegasta herbergið í öllu húsinu og einn aðal þýðandinn þeirra Arnar var einmitt að þýða Leno þegar við mættum, viðtalið við Susan Sarandon sem var einmitt í gær.. Vaknaði svo í morgun og lenti í pósti dauðans, eldspýtustokkar frá landsbjörgu, WTF? er þreytt, pirruð og lenti í að díla við símann út af nýja númerinu mínu en það er allllt of löng saga til að segja frá hér... vil ekki posta heimasímann minn hér þannig að allir fá e-mail eða geta nálgast mig í gemsanum ef þeir vila vita það hahaha.. jæja, verð að þjóta í meiri verkefnavinnu, þar til síðar

22. október 2004

skemmd rækja...eða majonse?

úff, ég freistaðist til að kaupa Bónus rækjusamloku í gær í hádeginu og mér var refsað fyrir það! held ég hafi verið með vott af matareitrun takk fyrir.. alla vega var mér óglatt og illt í maganum þar til ég fór að sofa seint í gær.. Eyddi sem sagt meirihlutnaum í að vorkenna sjálfri mér og reyna að hrekja stærsta geitung sem ég hef séð á íslandi út úr íbúðinni minni.. oj bara.. er núna búin í skólanum, komin föstudagur og ég á eftir að henda pósti í fólk.. ætla mér að chilla eitthvað í dag en þarf samt að smella einni smásögu yfir á íslensku - er byrjuð en vantar herslumuninn til að ljúka þessu.. veit ekki hvað ég get sagt meira jú ég ætla að fá mér heimasíma gott fólk, læt vita nánar af þeim leiðangri... krepp out

20. október 2004

boeing 757-200

Já gott fólk, loksins komst ég suður. Eftir að hafa eytt deginum í að bíða eftir næstu athugun kom loksins grænt ljós á mætingu út á akureyrarvöll kl. 19:00 í gær. þar fékk ég þær fréttir að það væri þota á leiðinni frá reykjavík, veivei! Fórum nú samt ekki í loftið fyrr en um 20:30 og þrátt fyrir að við höfum bara verið 32 mín á leiðinni þá náði ég einhvern veginn ekki að vera komin heim til mín fyrr en að nálgast tíu í gær, hvert fór tíminn? Alla vega, var svo high-strung yfir þessu öllu að ég náði ekki að sofna fyrr en um 3 leytið í nótt og þurfti svo að bera út póst eldsnemma í morgun (hata Elko blaðið) en fékk þó óvæntan glaðning frá Jeramy í Kanada, nýjustu ljóðabókina hans.. veivei! inní hafði hann sett kort úr IKEA, ahh he knows me well.. sit núna sveitt á bókhlöðunni og þýði (þetta er eini dagurinn í vikunni þar sem opið er til tíu á kvöldin) en þarf svo að mæta í skólann í fyrramálið. Ef þið viljið lesa hilarious ferðasögu systur minnar um Costa Rica og nærliggjandi lönd bendi ég ykkur á www.evath.tk er ekki ennþá búin að fatta hvernig ég geri linka :)

19. október 2004

Athugun kl. 14:10

ég er veðurteppt á Akureyri. fríið mitt óvænt lengst um 1 dag, ekki slæmt, ekki slæmt.

18. október 2004

fannhvíta jörð

vaknaði við vondan draum í morgun: jörðin var alhvít og ég bara með þunna sumarjakkann minn.. er farið að förlast, veit að það er allra veðra von á ástkæru akureyri. lét það samt ekki á mig fá og arkaði í apótekið til að heilsa upp á liðið og finna út hvað væri eiginlega í matinn á árshátíðinni næstu helgi (kalkúnn, very nice) hrakstist inn í bakarí og fékk mér ekta snúð með súkkulaðiglassúr og reyndi svo að rata heim gegnum snjókomuna og biluð umferðaljós... vantar enn brynjuísinn en fer ekki suður aftur fyrr en á morgun (ef veðri slotar) og fara þá fréttirnar að vera aftur úr 101 :)

17. október 2004

eins og rocky með tennisspaða

oo ég elska Akureyri..já, fór á Wimbeldon í gær með önnu-möggu vinkonu, *slef slef* yfir Paul Bettany og öllum hinum tennisgaurunum, ekki slæmt ó nei.. Er búin að dvelja hér hjá ma og pa í góðu yfirlæti en vaknaði samt við rigningarsudda í morgun og snjór hálfa leið niður vaðlaheiðina, uss uss uss.. Er orðin hooked á Sims 2 sem steinunn systir lánaði mér og mun aldrei bíða þess bætur, þarf að kaupa mér betri tölvu svo ég geti spilað hann í reykjavík, múhahaha... jæja, er á leiðinni í ræktina að taka aðeins á því, fór reyndar í gær og er með strengi á við kontrabassa... krepp out úr gettóinu

15. október 2004

aftur til upprunans...

ahhh, ég er komin heim í hjarta ghettosins á Akureyri.. langaði svo heim að hvíla mig í nokkra daga að ég beiðst vægðar hjá póstinum á mánudag og get því sprangað hér um að vild... talandi um póst, var ekki bara 3-fjölpósta í morgun og þar á meðal bæklingur frá Húsgagnahöllinni sem slagaði hátt í IKEA-bæklinginn í rúmmáli, enda var ég með 5 töskur og 100.27 kg af pósti.. geri aðrir betur..
en gott að vera komin heim, gott að það er föstudagur, ætla að fara og spilla litla frænda mínum sem þið getir séð með því að smella HÉR.

14. október 2004

Fimmtudagur til fjár...

Jæja ég lét verða af því.. ég ætla að byrja að blogga aftur, veivei!!! Þetta verður vonandi svona outlet fyrir mig svo ég geti tuðað eitthvað og fólk fylgst með mér.. Alla vega, ég er sem sagt búin að koma mér fyrir í 101 eins og hver önnur miðbæjarrotta og fékk meira að segja vinnu við að bera úr póst þar á morgnanna :)Í dag sit ég á bókhlöðunni og leita mér að greinum til að þýða fyrir einn kúrsinn minn. Er búin að finna fylgiseðla með lyfjum sem ég þarf að skoða en vantar ennþá grein um svipað efni til að þýða.. hmm.. þarf sennilegast að skokka niður á 3ju hæð og gramsa innanum læknanemana.. er á leiðinni norður á morgun :) :) og ætla að vera fram á þriðjudag í smá fríi, það er verkefnavika í skólanum og ég fékk frí í vinnunni á mánudag þannig að allt small saman... jæja, krepp out í bili