24. nóvember 2004

mánuður til jóla!!!! (kling-kling-kling)

ó já, mánuður til jóla og ég er að gubba af spennu!! Er reyndar svo þreytt að ég vild´ég gæti sofið heila öld (as in the song, u know, Nína) er að leggja lokahönd á verkefni okkar í þýðingar textar og orðræða og fer svo heim að leggja mig, æ æ æ.. ´
er annars búin að setja met í nammieign - hef átt m&m pokann minn núna í 11 daga.. rosalegt..

svo þreytt, svo þreytt

2 ummæli:

Bjorn sagði...

Hey, ég á tuttugu og þriggja daga Skittles poka uppi í skáp. Ótrúleg sjálfsstjórn. :|

(Reyndar meira út af því að ég var búinn að gleyma að ég ætti hann hehe)

Nafnlaus sagði...

Það er ekki hægt að eiga nammi í 11 daga án þess að borða það, hvað þá 23, þið eruð skrýtin! Nema kannski ef að það er læst inni í skáp og lykillinn finnst ekki og skápurinn er óbrjótanlegur.
Linda