ok, ég verð að byrja á því að biðja hann Bjössa afsökunar á því að hafa skrópað á rannsóknardaginn! Ég tafðist ansi mikið í vinnunni og þegar ég var loksins komin heim og búin að skipta um föt og greiða mér var klukkan alveg að verða 4 þannig að ég hætti við.. skamm á mig ég veit...
Ok, gjörningur helgarinnar... hmm myndir helgarinnar voru ekki af verri endanum. Á föstudaginn ofbauð mér disney stefna RÚV og skellti mér í bónusvídeó á grundarstíg og leigði mér Troy með þeim undurfögru karlmönnum Brad Pitt og Eric Bana og Orlando Bloom. Verð nú að segja að ég hef séð betur leiknar bíómyndir - reyndar ætla ég að ganga svo langt og segja að ég hafi séð betur leiknar sjónvarpsmyndir!! En það sem bjargaði málunum var að þeir voru allir geðveikt brúnir og berir að ofan mest alla myndina. Veit ekki hver slefaði meira ég eða Guðjón.. Nú á sunnudaginn var aftur leiðinlegt í sjónvarpinu og draugur í okkur guðjóni eftir langan dag við að vinna leiðinleg verkefni þannig að það var dominos pizza of Mean girls sem var svo mikil snilld að við guðjón hlógum okkur næstum af sófanum. Enduðum svo helgina á því að horfa á Bond sem ég reyndar kláraði ekki. Tók samt eftir að Shirley Basset söng enn eitt lagið - held hún sé komin uppí 3 núna
En nú verð ég að skammast út í helv***s reykvíkinga.. Ok, þeir fá smá snjó um daginn, sumir panicka og skipta yfir í vetrardekk aðrir hugsa með sér, "piff bara okt-nóv, ekki þess virði að tæta upp nýju dekkin mín". Ok, svo í síðustu viku fá þeir aðeins meiri snjó - nokkrir í viðbót sjá ljósið og skella undir vetradekkjum á meðan hinir hugsa enn "piff". Svo í dag þegar ég lít út um gluggan (fyrir svona klukkutíma) þá er komið ekta akureyrskt vetraveður - snjóbylur með fjúki og alle sammen og hvað gerist? jú helv***s fíflin sem eru búin að piffa frá sér allan nóvember eru eins og beljur á svelli og teppa alla umferð laaaaaaaangt upp í úthverfin sín! Það tók mig 20 mínútur að komst í skólann í strætó þar sem allir lölluðu í hægagang og strætó var ekki búin að setja keðjur undir vagninn (einn af piff fólkinu). Í þessu öllu saman gat ég þó huggað mig við það að það var ekki svona veður í morgun þegar ég var að bera út.. og líkur þá skammarpistli dagsins
16. nóvember 2004
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
hurru ... fíla þetta veður. nema hvað ég er á heilsársdekkjum og hafði ekki hreyft bílinn í sólarhring og komst varla úr stæðinu. það voru ekki skaflar .. nei nei heldur var hálka og ég bara var ekki að komast áfram svona uppímótíhálku hehe. nágranni ýtti mér örlítið og svo bakkaði ég bara þvílíkt til að komast út .. i rock ;)
elska annars þetta veður :P
kv. maría erla
jú krakkar, ég elska þetta veður en mér var svo klat í vinnunni í morgun að ég var dofin í fótunum! Þetta er samt ekta akureyri..
Skrifa ummæli