29. maí 2006

Monday, monday...

Helgin var frekar átakalítil,
eyddi föstudagskvöldinu í slappleika á sófanum og missti þar af leiðandi af matarboði þýðandanna. Vonandi næ ég að bæta þeim það upp með grilli síðar í sumar ;)

Laugardagurinn var kosningadagurinn mikli og varla hægt að þverfóta fyrir marglitum blöðrum með listabókstöfum og brosandi frambjóðendum með börnin eða barnabörnin á handleggnum. Ég sá nú samt eitthvað jákvætt út úr þessu: börnin læra að þekkja litina og nokkra vel valda bókstafi, meðal annars bókstafinn X sem fyrirfinnst í orðinu buxur.
Kosningasjónvarpið var frekar fyndið, menn töluðu sjúklega hratt, nýjustu tölur hrúguðust inn en því miður náði framfylkingarflokkurinn á Akureyri ekki inn manni, þrátt fyrir 3.2% fylgi og góðar spár í vikunni.

Í gær fór ég svo á bókasafnið mitt, borgaði skuldir og skilaði síðustu bókunum úr náminu. Þarf reyndar að fara líka á bókhlöðuna, en nenni því ekki strax.

úff hvað lífið er eitthvað óspennandi svona þegar maður skellir því á blað ;)

26. maí 2006

helgin fram undan...

Vikan er búin að líða ansi hratt, sérstaklega þar sem að í gær var uppstigningardagur! Eyddi miðvikudagskvöldinu með Guðjóni - tjúttuðum í útskriftarpartýi í Þjóðleikhúskjallaranum og drukkum ótæpilega af Tópasskotum. Gærdagurinn fór allur í leti, lá ýmist á sófanum eða í rúminu og leyfði mér að slappa algjörlega af.
Í dag er ég svo að læra meira á tölvukerfið og filmusafnið svo ég verði nú dugleg þegar stelpurnar fara í frí!

Í kvöld er ég að fara í matarboð með þýðöndunum mínum og svo hefst kosningahelgin mikla á morgun. Hvet alla til að kjósa og horfa svo á kosningasjónvarp NFS, en þeir verða með allsherjar umfjöllun um helgina.

tjus í bili

23. maí 2006

Le weekend

Úff púff!
Langri júróvisíon helgi lokið og byrjuð í nýju vinnunni.
Ég var boðin í ógrynni af partýum á laugardaginn en fór til Lisu í Hafnarfjörðinn og tók þátt í vel skipulögðu og þrælskemmtilegu skemmtanahaldi, þar sem ég dró Finnland, Króatíu og Frakkland sem mínar þjóðir :) Nú vegna þess að Finnland vann þá vann ég líka! Ég fékk diskinn hennar Silvíu svo nú skarta ég bæði íslensku og ensku útgáfunni, karókí útgáfu og KGB remix af laginu... ó já ;)
Eftir mikið át og mikinn hlátur brunaði ég heim og beint í bólið – held ég sé að eldast!

Á sunnudaginn höfðum við María planað esjugöngu en sökum mikils kulda var henni frestað um eina viku svo ég sat heima og lagaði til, horfði á Vesturálmuna og föndraði.

Í gær byrjaði ég svo í nýju vinnunni minni og er einmitt á leiðinni út úr dyrum núna svo ég hef það extra stutt. Gaman í vinnunni, fékk að sjá alla ranghala hússins, fékk að laga texta úr próförk, finna spólur, lét taka mynd af mér, fæ skírteini í dag og skemmti mér stórvel ;) verð að þjóta í strætó,

ble í bili elskurnar

19. maí 2006

Föstudagur og hans hugleiðingar

Eftir endalausar beiðnir um tiltektir í annarra manna húsum hef ég ákveðið að blogga ekki meira um hreingerningar! ;)

Loksins er komin helgi og loksins er ég búinn að vinna í Ikjea! Kláraði síðustu vaktina mína í gærkvöldi og var bara nokkuð auðvelt að labba þaðana út. Ég eyddi svo deginum í dag í að klára að þýða og tímakóða eina bíómynd á Skjánum. Eftir mikla setu við tölvuskjá þurfti ég á smá uppliftingu að halda og brunaði í Holtagarða til að kaupa mér útiblóm á svalirnar mínar. Splæsti líka í inniblómvönd og kók í Bónus áður en ég brunaði heim og söng hástöfum með útvarpinu (ég meina, hvernig er ekki hægt að syngja með Barfly?).

Ég læt það ekki á mig fá að við höfum "tapað" í Evróvisíon - ég finn mér bara land (eða tvö :) til að halda með annað kvöld og nýt þessa viðburðar sem því miður er bara einu sinni á ári...

Veit núna ekki hvað ég á að gera. Held ég föndri smá áður en ég fer í háttinn - er eitthvað ansi lúin þessa dagana. Kannski nett spennufall?

17. maí 2006

Ta-da!!

Þá er ég búin í skólanum - allt nema MA ritgerðina! Ég ætla nú ekki að byrja á henni fyrr en eftir svona 2 vikur í fyrsta lagi (sem sagt rannsóknarvinnu) og skrifa hana í vetur... en vei!
Eyddi meirihluta dagsins í verslunarferð í mestu orkusugum landsins - Kringlunni og Smáralind - en afraksturinn var kjóll, pils, bolur, peysa, skór og nærföt :)Ákvað að splæsa á mig smá nýjum fötum í tilefni þess að ég fæ núna hærri laun en undanfarið og þarf ekki að skrimta á námslána-líki!

Þegar ég kom heim og ætlaði að raða fötunum í fataskápinn minn fannst mér hann eitthvað svo þungur og fullur af drasli þannig að ég byrjaði á því að taka allt úr honum, þrífa hann og raða svo inn í hann þeim fötum sem ég vildi nota í sumar. Eftir sátu nokkrar eftirlegu kindur sem ýmist fóru ofaní kassa (vetrarföt), ofan í plastpoka (gefist í sorpu) eða í svartan ruslapoka (ónýtt dót sem enginn hefði gott af því að erfa frá mér ;).
Nú fyrst ég var byrjuð að taka til í herberginu ákvað ég bara að fara í gegnum allt dótið sem var þar inni og var ég sem sagt að klára það. Heill ruslapoki af dóti situr á stofugólfinu ásamt tveimur fullum pappakössum af dóti sem fer í geymslu fyrst um sinn. Reyndar virðist ég að einhverju leyti hafa ýtt vandamálinu út úr svefnherberginu og inn í stofu.. hmm.. Jæja, ég fer þá bara í sorpu strax í fyrramálið!

vona að þið hafið haft góðan dag :D

15. maí 2006

lokapsrettur, humarveisla og afmæli



Steinunn systir á afmæli í dag, 29 ára stelpan! Til hamingju Steinunn mín *knús* Stal þessari mynd af henni og Ágústi Óla ;)

En mikið ofsalega er leiðinlegt svona á blá-endasprettinum!
Sit og reyni að klára þessa blessuðu ritgerð sem ég skila af mér á morgun. Langar miklu frekar að liggja í sólstól úti á svölum, já eða lesa eitthvað skemmtilegt, fara í búðir og versla mér ný föt og svo framvegis, o.s.frv....

Tók mér nú skemmtilega pásu í gærkvöldi þegar við Guðjón brunuðum á Stokkseyri og fengum okkur humar með öllu saman á hinu margrómaða Fjöruborði. Það eru alveg 4 ár síðan ég borðaði þarna síðast svo ég var orðin mjöög spennt. Varð ekki fyrir vonbrigðum því maturinn var sjúklega góður og við hálfpartinn rúlluðum þaðan út. Fengum okkur svo McFlurry í eftirrétt þegar við komum til Reykjavíkur aftur.. mmmm.. alltaf pláss fyrir ís ;)
Við fögnuðum námslokum Guðjóns, nýjum vinnum hjá mér og nánast námslokum - sem sagt, bjartri framtíð!

12. maí 2006

Good morning miss Hannigan

Það riiiignir bókstaflega góðum fréttum yfir mig núna:

Ég verð kennari við MA næsta vetur ;)

Fékk símtal fyrir klukkutíma síðan þar sem mér var formlega boðið staða enskukennara og þáði ég hana að sjálfsögðu! Þetta þýðir að ég er að flytja í lok ágúst heim til Akureyrar aftur :)
Nú þarf ég bara að ganga vel frá sumrinu, standa mig vel í vinnunni hér og vinna mikla rannsóknarvinnu fyrir meistararitgerðina mína sem ég mun vinna samhliða kennarastarfinu..

úff,
ég veit ekki hvað ég á meira að segja... er ótrúlega ánægð :)

11. maí 2006

Lára í framboði

Já,
mér láðist að nefna hér á blogginu nýjasta uppátæki mitt (fyrirgefðu mamma mín :)
En hún Sigrún Dóra minnti mig á það í commenti síðasta pósts.
Já krakkar, ég er í framboði Framfylkingarflokksins á Akureyri, nánar tiltekið í 18. sæti. Ég þekki höfuðpaur flokksins allvel og einnig stúlkuna í 4. sæti svo ég ákvað að sýna lit og skella mér á listann.

Ég vona að fólk kynni sér málefni næstu kosninga og kjósi - sama þó þið skilið auðu, því ónýttur kosningaréttur er glataður kosningaréttur.

Af öðrum málum er það að frétta að ég var að klára síðasta prófið - á bara eina ritgerð eftir sem ég skila á þriðjudaginn..

þar til síðar...

9. maí 2006

jeminn (eða Yemen)

jeminn eini,
ég vissi ekki að það væri hægt að leiðast svona mikið. Mér leiðist svo mikið að ég nenni ekki að anda. Mig langar til að bíta einhvern - bara til að mér leiðist ekki!
Það sem er líka slæmt við að leiðast er að þá borða ég.. ég er búin að borða allt sem er gott í þessu húsi; á bara eftir nýrnabaunir og mjólk (fæ gubbuhroll við tilhugsunina um að blanda því saman)

Það er sem sagt ekki gaman að læra undir próf :(

Vill einhver segja mér eitthvað skemmtilegt áður en ég fer að öskra á fólk út um gluggann?

8. maí 2006

án titils

Jæja,
þá er maður orðinn aftur eins og maður á að vera :) Búin að vera ansi skrýtin helgi og maginn á mér hoppaði upp og niður eftir allt þetta órugl í síðustu viku. Guðjón fékk góða dóma svo þetta var allt þess virði. Eyddi meirihluta helgarinnar uppí sófa þar sem líkami minn nennti ekki að standa (í alvörunni, ef ég stóð of lengi fékk ég næstum svima ;.

Er að læra undir síðasta prófið mitt sem er á fimmtudaginn og þá hef ég smá frí til að klára síðustu ritgerðina og hvíla mig aðeins áður en ég byrja í nýju vinnunni minni.

Lítið að segja og frétta en vildi samt skella einhverju hér inn :)

5. maí 2006

svefnleysi, bróderíng og ný vinna

Ég er búin á því, punkteruð, dauðþreytt, búmm.
Eftir 3 klst. svefn milli mið. og fim. var nóttin í nótt strembin nótt bróderingar og nokkurra mistaka sem þó var hægt að laga! Hef sem sagt verið í litlu saumaþrælabúðunum hans Guðjóns sem fyrir 2 klst. síðan sýndi lokaverkefni sitt við LHÍ ásamt 9 stúlkum, sem einnig eru að útskrifast.
Ég veit bara að ég á ekki eftir að sauma út í laaaaaangan tíma en djöööö hvað þetta var allt saman fallegt. Tárin mín eru meira að segja hluti af einu stykkinu (grét tvisvar út af mistökum sem hefðu getað verið endalok efnisins)

Er öll í hægagangi vegna svefnleysis undanfarinna daga og læt þetta því nægja í bili nema hvað ég fór í atvinnuviðtal hér í Reykjavík í gær og fékk vinnunna! Í stuttu máli sagt er ég að fara að vinna á 365 í kringum dagskrá stöðvanna og þýðingar o.fl. Þetta er svo flókið að ég er sjálf ennþá að negla þetta allt niður :)

Sem sagt, Reykjavíkursumar framundan ;)

3. maí 2006

Sólin í Toscana

Ég er komin aftur til Reykjavíkur eftir 3 daga hvíld/atvinnuviðtal heima á Akureyri. Það er alltaf jafn gott að koma "heim" og finna kyrrðina sem ég finn ekki hérna í þingholtunum - sérstaklega með krana og loftbor í bakgarðinum!

Ég horfði á eina af uppáhaldsmyndunum mínum með mömmu, Under the Tuscan sun og langaði að hoppa í flugvél og kaupa mér niðurnýtt hús í Toscana héraði. Að lenda í grárri Reykjavík í miðri rigningu var frekar fúlt ;)

Er að fara að hjálpa Guðjóni að græja sýninguna hans,

þar til síðar...

2. maí 2006

los interview mucho bueno!

Sælir, lesendur góðir!
Viðtalið í dag gekk rosalega vel, allt mjög óþvingað og professional.
Ég held að þó ég fái ekki þessa vinnu þá sé þetta ómetanleg reynsla og kennir manni að vera heiðarlegur í svona viðtölum.

sem sagt, allt gott, ætla að njóta þess sem eftir lifir dags og morgundagsins
knús frá Akureyri

1. maí 2006

hmmm

blogger er eitthvað skrýtinn þessa dagana - ef þið skrollið niður þá birtist færslan frá því í gær.. annars ekki..

er að klára verkefni fyrir málnotkun, fer norður kl. 17:00, kem aftur á miðvikudaginn um kl. 16:00..

ble