30. september 2005

follow the yellow brick road

horfði á The Wizard of Oz í dag í Hollywood musicals og skemmti mér sjúklega vel! ég og Lisa og Daniel sátum aftast þannig að við sáum lang best (hehehe)og ég viðurkenni að ég söng annað slagið með :) Ég og Lisa fórum svo í kringluna og fengum okkur að borða ásamt smá verslunarferð hjá Lisu því ég er að sjálfsögðu að spara núna! náðum samt að kaupa okkur eins hatt!

Vikan er annars búin að vera góð - allt nánast klappað og klárt fyrir Lundúna ferðina hjá okkur og ég er líka búin að redda fríi í vinnunni þegar ég fer norður til Akureyrar þannig að þetta er barasta allt saman fínt :)

Er samt frekar andlaus yfir þessu bloggi eitthvað, kannski því ég er búin að tala svo mikið við fólk í síma undanfarið - finnst lítið að frétta af mér í augnablikinu..en jæja.. er að vinna um helgina, vú-hú!

27. september 2005

This is the BBC World Service

Ok, átti alveg snilldar dag í gær þar sem Londonferðin var fest niður, fattaði næstum því allt sem var sagt í bókmenntafræðitímanum mínum OG fór svo í mat og kaffi með þýðingafræðipíunum (og Guðrún og Maja, ég ER með sólgleraugun á andlitinu en ekki ofan á höfðinu!). Eftir það komu Eva systir og Árni og náðum við að græja hótel fyrir okkur, Hyde Park Towers (3 stjörnur og svona) þannig að ég er bara nokkuð vel sett fyrir þessa ferð! nú þarf bara að vera duglegur á stigavélinni...

Annars var verið að klukka mig aftur, í þetta sinn af Ingu Björk vinkonu þannig að ég reyndi að finna fleiri staðreyndir um mig en var frekar blankó.. reyni aftur seinna...

Sit heima, hlusta á BBC í útvarpinu og læt mig dreyma..

26. september 2005

LONDON BABY!!!!!!!!!!!

Ó já!
Eva litla systir mín er snillingur! Hún lagðist á vef Icelandexpress og náði að herkja út flug fyrir okkur á pínkupons pening í október!! reyndar fer hún út á föstudeginum 14. og ég fer á laugardeginum 15 en það er bara fínt!! Við ætlum svo að koma aftur heim á þriðjudeginum 18. þannig að þetta verður alveg sjúkt! Nú þarf ég bara að finna út hvað ég má eyða miklu :D

Helgin var annars svakafín, notaði laugardaginn í að kíkja í Smáralind á systur mína og villast í strætó (aldrei að skipta um skoðun á síðustu stundu!!) og tók því svo úber rólega um kvöldið og sá 2 myndir í sjónvarpinu. Gærdagurinn fór svo að mestu í lærdóm og eldun á kvöldmati og tiltekt eftir helgina, hehe..

Í dag náði ég svo þeim snilldarárangri að sofa yfir mig og missa af Hollívídd tímanum en ég reddaði því bara.. Vikan framundan er aðeins minna pökkuð en sú síðasta, er reyndar að fara í vinnuna í apótekinu í dag og skólann aftur OG svo hitta þýðingastelpurnar á Súfistanum en það er bara skemmtilegt :)

ok, ætla að kíkja á hótel og hostel í london.

24. september 2005

af bjórdrykkju og sjóvarpsglápi

í gær bauð ég Lisu og Daniel heim til mín til að horfa á The Gold Diggers of 1933 sem var fyrsta myndin í Hollywood Musicals áfanganum og við misstum öll af. Eftir u.þ.b. hálftíma af myndinni vorum við farin að tala um aðra hluti og horfa á myndina með öðru auganu en náðum samt að ná söguþræðinum..svona nokkurn veginn.
ég kíkti svo út á Celtic Cross þar sem nokkrir enskunemar höfðu safnað saman í Karókí keppni og labbaði ég inn á nokkrar írskar klámvísur og Britney Spears. Flott kombó.

Í dag er fyrsta fríhelgin mín síðan í ágúst og ætla ég að njóta þess í botn að þurfa ekki að aðstoða fólk við að finna húsgögn heldur ætla ég að liggja á húsgögnunum mínum.. og kannski fara aðeins út.. good plan :)

21. september 2005

St. Christopher

fann gamalt hálsmen í skúffunni í dag. á því hanga tveir hlutir. sá fyrri fylgdi keðjunni og er lítið hjarta með nafninu mínu öðru megin og skírnardeginum mínum hinum megin. þetta var gjöf frá systur mömmu og hef ég sem sagt átt þessa festi í 25 ár. þegar ég flutti til kanada þá var ég með þessa festi nánast allan tímann sem í sjálfu sér var mjög fyndið því ég er ekki mikið fyrir að bera skartgripi á hverjum degi - finnst ég stundum vera að kafna ef ég er með eitthvað mikið. en, sem sagt, þá var ég með þessa hálsfesti á mér allan tímann.

hinn hluturinn á festinni er lítill hringlaga platti úr áli að ég held og ber mynd af heilögum Kristófer á annarri hliðinni bera lítið barn yfir á og á hinni hliðinni er bíll - svona eins og í Monopoly spilinu - að bruna um sveitir einhvers ónefnds lands. jeramy gaf mér þennan verndargrip og sagði að heilagur kristófer væri verndardýrðlingur ferðalanga og því myndi mér vera óhætt á meðan ég bæri hálsfestina þó ég væri ekki kaþólikki.

mörgum finnst kannski skrýtið að ég skuli vera að tala um þetta núna en ég var að tala við systur mína um bílslysið sem ég hefði átt að deyja í þarna rétt fyrir jólin á hraðbrautinni rétt fyrir utan Halifax... kannski var það heppni, kannski átti ég bara einfaldlega ekki að deyja þar, kannski er eitthvað stærra þarna úti.
ég veit bara það að ég er fegin að hafa ekki þurft að koma heim í járnkistu.

20. september 2005

Akureyrensis

jæja,

er búin að bóka mér far heim til Akureyrar 6-11 október þannig að allir sem vilja hitta mig þar mega fara að bóka hitting ;) Fannst ég eiga skilið að fara heim eftir þvottvéladrama undanfarði.. já raftækin á heimilinu gefa sig eitt af öðru og nú er blessuð þvottavélin komin á verkstæði eftir dularfull veikindi undanfarið - held ég fari nú bara að gefast upp á þessu - borgar sig ekki að eiga hluti því þeir bila alltaf!

Er á leiðinni í vinnuna eftir vel heppnaða kaffihúsaferð með Írisi Helgu vinkonu og svo smá Bónus ferð.

Sérstaklega góðar hugsanir fara til Maríu minnar í dag sem er að leggja í langferð til Japans um það bil núna.. hafðu það gott ezzkan og hlakka til að heyra sögurnar og sjá myndirnar þegar þú kemur afur!

19. september 2005

I've got music, i've got rhythm...

Þegar ég er að vinna þá er ég yfileitt svo þreytt þegar ég kem heim að ég nenni aldrei að blogga, en nú er víst kominn mánudagur og tími til!

Fór í Hollywood söngleiki á föstudaginn og það var tær snilld sem sagt.. ekkert flottara en Fred Astair og Ginger Rogers að tjútta alveg á milljón í fabulous fötum og syngja líka! Eftir þennan tíma áttum við María Erla að fara á Esjuna en enduðum á Bókmenntahátíðinni og hlustuðum á Paul Auster tala um bækurnar sínar.. alveg hreint frábært..

Á laugardaginn var svo vinna og schnilldar partý hjá starfsmannafélgi IKEA á Sólon þar sem ég virstist vera eina manneskjan sem ekki var að hella í sig (í bókstaflegri merkingu) og slapp ég því með nokkrar skemmtilegar myndir af hinum og með þreytu en ekki timburmenn í vinnunni í gær! Frekar fyndið hvað flestir voru alveg ekki í góðum fílíng í gær, flissaði oft og lengi yfir þessu fólki :D

en í dag er víst mánudagur, ég er drulluþreytt eftir helgina en ég á víst að fara og vinna í apótekinu á eftir og ikea á morgun.. og á fimmtudaginn og svo aftur í apótekið á föstudaginn....

en ég á frí um helgina :D

15. september 2005

Hollívúdd mjúsikals

Það á ekki beint að ganga hjá mér að vera í skólanum! Um daginn þurfti ég að skifta um bókmenntaáfanga og svo núna þegar Textagerð byrjaði loksins í gær kom í ljós að hann var svona imba-proof og ég þurfti að leita mér að öðrum áfanga. Eftir að hafa skimað yfir stundaskrá Íslenskuskors með hrylling í hjarta ákvað ég að draga upp trompið í erminni: ég á inni 5 einingar í enskunni! Trítlaði yfir í Odda og skellti mér á Hollywood Söngleiki hjá Martin Regal, very nice my friend.
Það besta við þetta allt saman er að Lisa er í þessum áfanga líka (jei!) þannig að ég þekki alla vega eina manneskju ;)

Dagurinn í gær tók samt svolítið á því ég fattaði að ég var búin að vera með hausverk í tvo daga, komin með kvef og hnerra og sofnaði næstum því í bókmenntafræðitímanum. Þetta voru allt saman merki um að ég er ekki búin að hugsa nógu vel um heilsuna, svefninn og að borða nógu reglulega þannig að ég skellti mér á eins og 11 tíma svefn í nótt!

Í dag er vinnudagur..vona að ég selji sjúklega mikið ;)

Annars er ég að reyna að komast heim.. veit einhver um far til Akureyrar á fös. 23 sept eða 7 okt?? endilega látið mig vita

12. september 2005

klukk

ok,
manni hefnist fyrir að lesa blogg annarra reglulega.. las áðan á síðunni hennar Ellu Maju að hún er víst að klukka mig (og fleiri) til að deila 5 handahófskenndum staðreyndum um sjálfa mig.

1. Ég er heilluð af alvöru krufningum á látnu fólki, ekki "ó-ekta" eins og sést í CSI og fleiri þáttum. Það er eitthvað svo hrikalegt en á sama tíma svo sjúklega spennandi.

2. Ég hef aldrei ekið hringinn í kringum landið. Svæðið á milli Stokkseyrar og Djúpavogs er ókannað svæði fyrir mér... einhvern daginn, einhvern daginn...

3. Mér finnst hákarl góður á bragðið. Virkilega góður.

4. Þrátt fyrir að ég dáist að fegurð hafisins er fátt sem ég hræðist meira. Ég get ekki horft á kafbátamyndir eða myndir sem fjalla um hamfarir á sjó. Gerði undantekningu með Titanic og fékk martraðir eftir á.

5. Ég skammast mín stundum fyrir að vilja vera heimavinnandi húsmóðir með grænmetisgarði, sultugerð og 2 börn. Finnst ég vera að svíkja þær konur sem börðust fyrir auknum réttindum kvenna. En svo skammast ég mín fyrir að hugsa þannig :)

vá.. þetta var kannski meira en sumir vildu vita en þetta var fínt fyrir mig.. alltaf gaman að bera drauma sína, hræðslur og skringileika..

11. september 2005

mayhem and sunday dinners

já.. ahemm.. ég er nú ekki búin að vera í fríi eins og ég sagðist ætla að vera heldur tók ég að mér aukavaktir bæði í gær og í dag. þreytt. náði nú samt að grafa upp geislaspilarann minn og hlustaði á St. Germain á leiðinni í og úr vinnu og hugsað nokkur ár aftur í tímann þegar ég keypti þann disk.. mmm..

vikan framundan lofar góðu - er að fara í skólann á mán-mið-fös og vinna dagana á milli auk hittings á Ara í Ögri annað kvöld og staffapartýið mikla á Sólon næsta laugardag.. úff það verður stuð!

andlaus andi í mér í dag.. ætla að borða eitthvað og kíkja á kassann..
ble

8. september 2005

of mikið

fattaði allt í einu að það er kominn fimmtudagur og ég hef ekkert bloggað í vikunni! Það er nú ekki eins og ég hafi ekki verið að gera hellings.. kannski er það málið - það var einfaldlega of mikið að gera :)
stutt recap:
-Á sunnudaginn fengum við Tóta, Fríða, Monika, Ingibjörg og Lísa að bragða á yndislegum vöfflum hjá Maríu og Krumma á nesinu. Ótrúlega gaman að rifja upp gömul kynni og sjá hvað þær eru að gera í dag.. lovely day indeed..

-Á mánudaginn byrjaði ég svo í skólanum aftur, jei! Eftir að hafa setið í klukkutíma í einum bókmenntaáfanga var mér kurteisislega bent á að hann væri allt of auðveldur fyrir mig og mér sagt að fara í framhaldsáfangann sem heitir Straumar og Stefnur í bókmenntafræði. ok. Nýtti þessa 2 klukkutíma sem ég þurfti að bíða í að standa í röð í bóksölunni og ná í þýðingafræðiverkefnin mín frá því í vor. Sama umsögn: LESA MEIRA Á ÍSLENSKU! Þannig að nú eru ensku bækurnar aftur komnar í bann en þær höfðu fundið sér leið aftur inn í líf mitt.. ansans.. Hitti svo Guðrúnu á Ara Í Ögri og kjöftuðum við um allt og ekki neitt... aðallega breskt sjónvarpsefni, hehehe..frekar langur dagur sem endaði með stuttri heimsókn frá eldri systur minni og LOST þætti.

-Á þriðjudaginn komst ég að því að skólasystir mín að norðan (sem ég hélt að væri í Barcelona) er komin til landsins og er í sama kúrs og ég í skólanum!! rakst á hana á bókasafninu þar sem ég reyndi að berja fallega drenginn augum (án árangurs samt). Labbaði þó út með fullt af bókum: Kristnihald undir Jökli eftir hann Halldór minn; Fjallkirkjan (I) eftir Gunnar Gunnarsson, Leigjandann eftir Svövu Jakobsdóttur (skyldulesning í skólanum) og Mávahlátur.. man ekki hvað hún heitir pían,, Kristín eitthvað.. Fór svo sem sagt í vinnuna og seldi fullt fullt af hlutum

Í gær var svo stíft prógram þar sem ég fór og flutti bankaviðskipti mín úr Sparisjóðnum yfir í Landsbankann. ó já.. Þetta tók allt saman sinn tíma og eftir það labbaði ég um þarna í kringum Mjóddina og spókaði mig í þessum örfáu sólargeislum sem komu fram í gær.. vann svo aukavakt í IKEA og uppgötvaði glænýtt office romance meðal starfsfólksins og bíð spennt eftir að komast í vinnuna á eftir.. þetta er mín sápuópera.

Vá ok, ef fólk er búið að nenna að lesa svona langt þá er best að ljúka þessu á styttri nótunum; vinna í dag og svo frí alveg fram á næsta þriðjudag.. engin plön fyrir helgina ennþá..
tak för

3. september 2005

Kaupæði

Fór með Maríu og Ingibjörgu á Esjuna í gær og duttum við aðeins í krækiberjalyngið á leiðinni enda risaber og mörg á hverri þúfu.. liggur við að ég sé ennþá blá á tungunni ;) góð ferð í góðu veðri...

En talandi um kaupæði..Fólk fór hamförum í búðinni í dag! hef bara sjaldan séð jafnmarga í biðröð eftir afgreiðslu og eftir 5 klukkutíma var alveg komin með nóg og labbaði út úr búðinni án þess að blikka!
eyddi svo restinni af deginum í að kaupa í matinn og græja klósettið og ætla nú að leggjast undir teppi og glápa á Sahara og eta nammi gott..

lifið heil

1. september 2005

Product of IKEA

var að enda við að baka köku fyrir apótekskonurnar mínar.. ætla að kíkja á þær á morgun og færa þeim eina súkkulaðibombu a la Betty! EFtir þá heimsókn ætla ég að arka á Esjuna með Maríu og vonandi Lísu og Monkiu.. mæting kl. 12 ef fólk hefur áhuga!

Annars er ég búin að taka þessa síðustu daga í ágætis tiltekt og skipulagningu á plássi í svefnherberginu. Hef lúmskan grun um að IKEA sé hægt og sígandi að innrita einhverja Bree Van de Camp inn í mig...mm.. Fór einmitt í vinnuna í dag og mætti ekki starfsmannastjórinn með myndavél til að skella í eins og eina mynd á starfsmannavegginn fræga! Þetta er einn fyndnasti veggur sem ég hef séð því myndirnar eru settar í svona vasa eins og eru á öllum húsgögnum og hlutum í IKEA og svo stendur nafnið og deildin og hvað maður er búinn að vinna lengi á miðanum.. hehe hehe hehe hehe

product of IKEA indeed...