3. september 2005

Kaupæði

Fór með Maríu og Ingibjörgu á Esjuna í gær og duttum við aðeins í krækiberjalyngið á leiðinni enda risaber og mörg á hverri þúfu.. liggur við að ég sé ennþá blá á tungunni ;) góð ferð í góðu veðri...

En talandi um kaupæði..Fólk fór hamförum í búðinni í dag! hef bara sjaldan séð jafnmarga í biðröð eftir afgreiðslu og eftir 5 klukkutíma var alveg komin með nóg og labbaði út úr búðinni án þess að blikka!
eyddi svo restinni af deginum í að kaupa í matinn og græja klósettið og ætla nú að leggjast undir teppi og glápa á Sahara og eta nammi gott..

lifið heil

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

hvenær er svo næsta sinn? við fáum alltaf svo fínt veður að mér finnst við ættum að fara á hverjum degi hehehe

Lára sagði...

hehe já sammála! við skulum endilega skoða næsta föstudag og vona að við fáum aftur svo fínt!

já og takk fyrir vöfflurnar!