31. maí 2005

brynjuís

mmmmmmmmmm fór í gær með stelpunum og fékk mér ekta brynjuís með nammi (aka Bragðaref) og svo í spjall og slúður langt fram eftir kvöldi.. frábært alveg.

Ég vil líka þakka góð viðbrögð við prófinu mínu :) hæsta skorið var 70% og var það Anna sem náði þvi, congrats! Ég held að það komist ekki fleiri að, alla vega á highscore kortið en þið verðið þá bara að segja mér hvað þið fenguð:)
Nokkrir spurðu mig hvort ég hefði í alvörunni fótbrotnað á snjóþotu og já, í skátagilinu. Ég var reyndar að stoppa mig með því að setja fótinn út og lenti á ljósastaur. ristarbrotnaði. það var ekki gott.

Á morgun byrja ég að vinna á torginu frá 9-18:30 þannig að happy days are over, síðasti frídagurinn minn í dag þar til 12 júní held ég, en það er í lagi því ég syng bara
money, money, money ,mooneyyy... money! og hlæ alla leiðina í bankann...

30. maí 2005

communication

For 27 years I’ve been trying to believe and confide in
Different people I’ve found.
Some of them got closer then others
Some wouldn’t even bother and then you came around
I didn’t really know what to call you, you didn’t know me at all
But I was happy to explain.
I never really knew how to move you
So I tried to intrude through the little holes in your vanes

And I saw you
But that’s not an invitation
That’s all I get
If this is communication
I disconnect
I’ve seen you, I know you
But I don’t know
How to connect, so I disconnect

You always seem to know where to find me and I’m still here behind you
In the corner of your eye.
I’ll never really learn how the love you
But I know that I love you through the hole in the sky.

Where I see you
And that’s not an invitation
That’s all I get
If this is communication
I disconnect
I’ve seen you, I know you
But I don’t know
How to connect, so I disconnect

Well this is an invitation
It’s not a thread
If you want communication
That’s what you get
I’m talking and talking
But I don’t know
How to connect
And I hold a record for being patient
With your kind of hesitation

(The Cardigans, "long gone before daylight")

29. maí 2005

Quiz your friends

Ok, ég hef gert þetta áður en núna nenni ég ekki að senda póst á alla þannig að þið getið bara smellt á linkinn neðst hérna til að taka þetta próf ef þið hafið áhuga :)


I made a Quiz for you! Take my Quiz! and then Check out the Scoreboard!

28. maí 2005

Söngstjarna

Boybandið McFly, Marilyn Manson og Keane eru á sveimi í hausnum á mér eftir 7 klst. vinnu á Glerártorgi í dag. Á milli apóteksins og Pennans var settur upp singstar bás þar sem krökkum var leyft að spreyta sig á hinum ýmsu lögum en þó virtustu þau öll velja sömu þrjú lögin.... needless to say þá er ég með hausverk.

Eitt gott kom þó út úr þessu, ég gróf upp Keane diskinn og hlustaði á hann þegar ég kom heim úr vinnunni (lágt samt) til þess að muna að það eru ekki allir sem syngja illa

27. maí 2005

pissed

gerði mig sæta, labbaði í bíóið til að sjá myndina og hvað gerist? hljóðið á myndinni ónýtt!
engin bíómynd, enginn Martin... oh well, sé hana á vídeó eftir 3-6 mánuði...

THHGTTG

Loksins ætla ég í bíó til að sjá minn heitt elskaða Martin Freeman leika í Hitchhiker's.. verð bara að fara ein og þola störur og pískur frá þeim sem þora ekki einir í bíó.. hehe.

Er annars búin að vera að vinna aðeins og því þreyttari en venjulega.. merkilegt hvað maður byggir upp vinnuþrek líkt og annað þrek.. ef maður heldur þessu ekki við er maður alltaf þreyttur *geisp*

Lag dagsins: Dance, Dance, Dance (er til einfaldari setning en "I´m a girl and you´re a boy... so lets dance, dance, dance.. snilld)
bók dagsins: Rigning í Nóvember eftir Auði Ólafsdóttur

26. maí 2005

lægð

ég ætlaði að skrifa eitthvað gott og upplífgandi í dag en ég finn það hreinlega ekki.
ég er þreytt, alltof þreytt..

24. maí 2005

(góð)verk og önnur verk

Ég horfði á survivor í gær, sennilegast eins og margir aðrir, og hélt kannski ekki beint með neinum en alla vega ekki með Katie. Hef sjaldan séð jafn latann kvenmann og þar á bæ, ussu svei! Svo kom Ian, með buxurnar á mjaðmabeinunum og hvítan rass og gaf frá sér milljón svo hann og slökkviliðsmaðurinn gætu nú örugglega verið vinir eftir þáttinn. Halló? eftir 12 tíma hangs á bauju þá bara, "ok, þú vinnur". Þetta fannst mér of mikið góð-verk fyrir minn smekk. Nú brunar brunamaðurinn um New York með milljónina sína og gefur örugglega slatta í 9/11 sjóðinn fyrir ekkjur slökkviliðsmannanna. Það er reyndar góðverk með réttu.

Mér var svo bent á annað góðverk - eða frekar samstöðu af Bjössa. því á morgun er handklæðadagurinn til minningar um Douglas Adams, sem ritaði Hitchhiker's guide to the galaxy. Mæli með því að sem flestir fari eftir þessu og skundi í vinnuna, skólann eða hvert sem er með eitt handklæði um hálsinn, undir hendinni, bundið um töskuna etc. samstaða er flott. Svo eiga sumir líka flottari handklæði en aðrir *blikk* *blikk*

23. maí 2005

Blixen, Karen Blixen

mm var að ljúka við bókina Gestaboð Babette. Snilldarbók eftir Blixen.. Held ég verði núna að lesa Afríkubækurnar hennar og jafnvel skella mér út á vídeóleigu og taka Out of Africa sem var víst gerð eftir þeim..
Hef tekið þá ákvörðun að nálgast nokkur meistaraverk bókmenntanna í sumar. Finnst eins og ég hafi vanrækt þessar elskur meðan ég var í námi í vetur, enda lítill tími til að lesa annað en skólabækurnar þá. Setti því saman lista yfir nokkrar sem ég hef alltaf ætlað að lesa en aldrei hafið mig í þær:

-Anna Karenina e. Tolstoj
-Don Kíkóti e. Cervantes
-One hundred years of solitude (Hundrað ára einsemd) e. Marques
-On the road (Á vegum úti) e. Kerouac

Svo eru „nýju“ höfundarnir sem ég er enn að kíkja á og reyna að finna bækur með:
-V.S Naipaul
-Magnus Mills

Annars held ég að þetta sumar ætli aldrei að koma. Það er reyndar hætt að snjóa og sólin skein í u.þ.b. 5 mínútur í morgun en samt.. það er ekki nóg...

22. maí 2005

haglél

vaknaði í gærmorgun, teygði aðeins úr mér og velti því fyrir mér hvort ég ætti að sofa aðeins lengur, það var nú einu sinni laugardagur... drattaðist þó á lappir og kíkti út um gluggann. Snjókoma. Bíddu - er ekki örugglega maí? Mundi svo mér til skelfingar að það var fjölskyldugrill í Aðaldal fyrirhugað þann daginn og þykkasti jakkinn sem ég kom með norður var léttur sumarjakki. Flott.
Eftir að keyra í gegnum skafla (já, skafla!) á Víkurskarði var ég mætt í sumarbústað með yfirdekkuðum palli (plast) og fór í ratleik með yngri börnin. Það snjóaði allan tímann, eiginlega haglél... Grilluðum svo, átum í kulda og keyrðum heim til að ná Eurovision kl 7..

Ég pældi svo mikið í því hvort þetta hefði nokkuð verið svo slæmur dagur. Þarna var ég í miðju hrauninu, skítkalt og með ennisband svo ég leit úr eins og söngvarinn í Wig Wam en allt í kringum mig var fólk sem vildi hlýja manni, lána manni dót eða leyfa mér að sitja aðeins inni, svona rétt á meðan tærnar þiðnuðu... Kannski er bara fínt að grilla í snjó - maturinn var alla vega ekki síðri.

21. maí 2005

BBC Three

ég vona að einhver hafi séð eftirpartý eurovision á BBC Three þar sem norski söngvarinn fór á kostum og káfaði á brjóstunum og lærunum á sjónvarpskonunni, klæddi hana úr skónum og sleikti á henni tærnar/fótinn! það þurfti á endanum að reka hann úr BBC tjaldinu.. flott..

20. maí 2005

netleysi, eurovison og lestur

ok.. netið hrundi sem sagt heima hjá mér í gær! vissi varla að mér gæti liðið svona illa..úff.. ótrúlegt hvað maður er fljótur að venja sig við svona óþarfa ;)

Ég gafst upp á Börnin í Húmdölum.. var ekki að fíla hana eftir 3 fyrstu kaflana og þá er ég viss um að það hefði ekkert batnað eftir það. Annað hvort er jökull seriously disturbed eða hann átti frekar bjagaða barnæsku.. Fór í staðinn að lesa 101 dagur í Bagdad eftir Asne (sjá síðasta póst :) og svei mér þá ef ég er ekki bara orðin stóraðdáandi hennar! Þetta er pía með bein í nefinu og hún kann að skrifa OG pían sem þýðir bókina yfir á íslensku vinnur sína vinnu vel. held hún heiti Erna eða Erla... góð bók sem ég rétt kláraði í morgun þegar ég vaknaði..

Er annars ekkert búin að vinna í þrjá daga og er bara búin að lesa, sofa og glápa aðeins á sjónvarpið...sem sagt er í sumarfríi :) Er mætt aftur á bókasafnið, bæði til þess að nota netið og finna mér fleiri bækur. Gerði svona smá samning við sjálfa mig að fyrir hverja 2 bækur sem ég læsi á íslensku mætti ég lesa 1 á ensku (verð að auka íslensku lestur minn, ahemm) þannig að nú má ég kíkja í hilluna við vegginn..mmmm..

Var annars nett svekt í gær - ekki það að ég hefði búist pottþétt við því að við færum áfram í Eurovision en þetta tekur nú heilmikið úr stemmningu laugardagsin, er það ekki? Verð bara að halda með Noregi í staðinn... „come on come on come on“

lag dagsins: þemalag Ab Fab
bókin: sennilegast Magnus Mills :)

18. maí 2005

productivity

Til að bæta fyrir aðgerðaleysi mánudagsins átti ég hreint magnaðann dag í gær! Vaknaði snemma og dreif mig í að klára Bóksalann í Kabúl (Asne Seierstad) sem mér líkaði bara hreint ágætlega. Veit nú meira um búrkur og menningu Afganistans en ég gerði áður. Nú þar sem ég var búin með einu bókina sem ég tók með mér norður skellti ég mér bara á bókasafnið (náði að grafa upp kortið áður en ég kom) og fékk mér nokkra velvaldar, þar með talið bókina Hr. Ibrahim og blóm kóransins eftir Eric Emmanuel-Schmitt (minnir mig :) Bjartur gaf sem sagt út 3 stuttar bækur eftir hann um áhrif trúarbragða í heiminum og þessi bók er fyrst í röðinni. Verð nú að bíða eftir að fá hinar tvær því ég las hana upp til agna í gær líka! Skellti mér svo í vinnuna í nokkra klst. og endaði kvöldið á að fara í bíó á The Wedding Date. Ágætis mynd byggð á looooooooooooooove formúlu sem maður sér alltaf annað slagið og hélt manni vakandi í 90 mínútur...skil samt ekki af hverju það er hlé á svona stuttum myndum....

Í dag er sólin loksins komin aftur og góðar líkur á því að ég fái einhverja vinnu í dag líka :) cheers mate

Lag dagsins : Elliot Smith 'Needle in the hay'
bókin: : Börnin í Húmdölum e. Jökul Valsson

17. maí 2005

ok, held ég sé prófa sjúk þessa dagana.. hef lítið annað að gera þar sem ég er ekkert að vinna alla daga, allan daginn!
fannst þetta samt frekar fyndið:
Abe Lincoln... care for a civil war anyone?

16. maí 2005

of gaman

fór loksins út í gærkvöldi og skemmti mér vel. eiginlega of vel og hef ég verið að súpa seyðið af því í allan dag.. borðaði fyrstu máltíðina mína fyrir klst. og hún var ekki í verri kantinum.. lambalæri with the works!
love it

Eyddi deginum sem sagt hálf rænulaus með arma mína um postulínsskálina og beið og vonaði að ég gæti bara sofið og vaknað full frísk aftur!Takk fyrir frábært kvöld Anna og Elvar...

15. maí 2005

Whitsunday

það er ekki oft sem ég tek þátt í svona könnunum er what the hell

folknik
You are a Folkie. Good for you.


What kind of Sixties Person are you?
brought to you by Quizilla

flott bara
Ætla mér að eyða deginum í afslöppun.. vaknaði 8:30 í morgun (sjálfvirk vekjaraklukka að nafni Ágúst Óli) og vappaði niður á Iðavöll til að róla og moka sand í fötu. nú er ég þreytt og held ég leggi mig með barninu.. *geisp*

gleðilegan hvítasunnudag öll sömul, hafið það sérstaklega gott...

14. maí 2005

strengir...

...út um allt í dag! Eftir að hafa brunað hingað í höfuðstað norðursins þá tóku við flutningar fyrir systur mína sem hafa vakið kenndir í líkamanum sem ég vissi ekki að ég ætti til. Hvernig er hægt að vera með strengi þar sem maður ætti ekki að vera með þá? Það er hægt að spila á mig lag ég er með svo mikla strengi.. ahaha..ahemm..

Laugardagurinn mikli runninn upp, er að fara í klippingu á eftir og svo er opnun á sýningunni Fallhlífar í Gallerý Box kl. 16:00 á eftir (fötin hans Guðjóns) ásamt verkum Jónu Hlífar og Egils Sæbjörnssonar. Þannig að ef þið eruð á Akureyri - endilega skellið ykkur!

Jæja, ég held áfram að humma eurovision lagið og suicide is painless áfram...hmm hmm hmmmmmm hmm hmm

12. maí 2005

home is the hunter

Eins og glöggir reka augun í hefur titill heimasíðunnar minnar breyst (bara fyrir þig Bjössi :)
Eftir 5 klst ferð með hinu sígilda stoppi í Staðarskála er ég komin heim í hjartað mitt, Akureyri. Át svívirðilega mikið af Nóa-Síríus piparminntumolum og splæsti á mig fröllum í skálanum (ég meina, hversu oft er maður í Staðarskála)en nú er sukkinu líka lokið. Héðan í frá er það bara apríkósur og sveskjur á minn disk ;)

Annars þarf ég sennilegast ekki að sofa á vindsæng í 6 vikur :) sé fram á að pabbi minn verði svo góður að lifta gamla rúminu mínu upp á efri hæðina og leyfa mér að vera með heilbrigt bak í sumar, vei! Ég ætlaði samt að gera þetta, flott saga, „yes, one summer i slept on an airmattress at my parents house. it was cool“

anywho, er að leeeeeka niður úr þreytu eins og maskari á konu sem er búin að tjútta of mikið inni á kaffi ak þannig að ég bíð bara eftir desperate housewifes og rotast svo eflaust vel og vandlega

11. maí 2005

Ferðatöskulíf

Jæja, ætlaði mér að pakka aðeins í eina tösku til að fara með í flökkulíf mitt til Akureyrar en dótið náði að flæða yfir í bakpoka og plastpoka í viðbót.. merkilegt..

Hitti stelpurnar á Thorvaldsen í gær og slakaði á með spjalli um ólíklegustu hluti og skemmti mér konunglega! Kláraði svo að laga til og pakka niður í dag og bíð spennt eftir að kl. verði 9 í fyrramálið þegar við brunum af stað í höfuðborg norðursins..

Ég býst við að vera í burtu til 20 júní þannig að ég verð bara með gsm símann þann tíma.. vona að allir séu hressir, er svo þreytt og andlaus þannig að ég læt þetta duga í kvöld og blogga næst úr 600 Akureyri

9. maí 2005

búin

með verkefnin, búin að skila, er að klára vinnuna, í dag mun ég sofa vel í fyrsta sinn í 2 vikur

6. maí 2005

þreyta

bæði andleg og líkamleg er að hellast yfir mig. Vaknaði í morgun með bros á vör og fullviss um að allt yrði gott í dag. um leið og ég mætti í vinnuna fann ég einvhern veginn þreytuna skríða upp eftir bakinu á mér og ´ge er ennþá geispandi.. er á leiðinni heim eftir erfiða viku, bara 1 verkefni eftir og skil á mánudaginn.

Ætla að kíkja á Maríu Erlu annað kvöld, hlusta á eins og einn þátt af útvarpsþáttunum um Hitchhiker´s guide (takk bjössi ;) og þykjast vera 15 ára aftur og vera að hlusta á lánaðar kasettur með stórum rauðum stöfum: DON'T PANIC

2. maí 2005

ch-ch-ch-changes

já margt getur breyst þegar maður bloggar ekki í nokkra daga! Ég á nú einungis 1 verkefni eftir (og lagfæringar á 1 öðru) og skiladagur er á föstudag.. held það sé nú bara sérdeilis gott! Er búin að vera að vinna og læra til skiptis í 2 vikur núna og er nánast að sjá fyrir endan á þessu öllu saman..

Annars er komin upp ný staða með sumarið hjá mér. Ég verð á Akureyri í maí og júní en byrja aftur að vinna hér í reykjavík í lok júní og alveg út ágúst. Jebbsí, i´m going home... Er frekar sátt því þetta verður næstum eins og sumarfrí að fara norður, plús það að ég get spillt litla frænda mínum óendanlega, veivei!

Við keyptum okkur grill og grilluðum feitustu svínasneiðar sem ég hef séð á laugardaginn. Náði næstum að næla mér í netta reykeitrun en það var þess virði!
Tókst svo samt að brenna á mér hægri hendina í gær með því að sletta eins og einni skál af Vilko bláberjasúpu yfir hana.. beint úr pottinum nánast! Það er vont að brenna sig, sérstaklega þegar maður á ekkert Aloe vera gel :( redduðum því nú samt og ég er as good as new í dag :)

Jæja gott fólk, skila öllu á fös 6.og mán. 9 maí, Hitchhiker´s kemur í bíó 4. maí, Lost í sjónvarpinu í kvöld.. þetta eru góðir dagar