12. maí 2005

home is the hunter

Eins og glöggir reka augun í hefur titill heimasíðunnar minnar breyst (bara fyrir þig Bjössi :)
Eftir 5 klst ferð með hinu sígilda stoppi í Staðarskála er ég komin heim í hjartað mitt, Akureyri. Át svívirðilega mikið af Nóa-Síríus piparminntumolum og splæsti á mig fröllum í skálanum (ég meina, hversu oft er maður í Staðarskála)en nú er sukkinu líka lokið. Héðan í frá er það bara apríkósur og sveskjur á minn disk ;)

Annars þarf ég sennilegast ekki að sofa á vindsæng í 6 vikur :) sé fram á að pabbi minn verði svo góður að lifta gamla rúminu mínu upp á efri hæðina og leyfa mér að vera með heilbrigt bak í sumar, vei! Ég ætlaði samt að gera þetta, flott saga, „yes, one summer i slept on an airmattress at my parents house. it was cool“

anywho, er að leeeeeka niður úr þreytu eins og maskari á konu sem er búin að tjútta of mikið inni á kaffi ak þannig að ég bíð bara eftir desperate housewifes og rotast svo eflaust vel og vandlega

Engin ummæli: