Það er komin enn einn föstudagurinn! Apríl er að verða búinn og ef dæma má bloggsíður vina minna eru flest allir í sumarskapi! Garún snilli er að fara á Hvannadalshnjúk á morgun (goood luck!), Masa að fara að hjóla og sumarið er víst komið í Belgíu. Og hvað er mér svo efst í huga þessa dagana? Jú, sjúkdómar, lífslok og svo loks dauðinn.
Ekki skilja mig svo að ég sé í einhverri niðursveiflu, þvert á móti ;) Ég tók einfaldlega þá ákvörðun fyrir margt löngu að ég vildi hafa mín mál á hreinu ef eitthvað kæmi upp á. Síðustu mánuðina hef ég svo velt mikið fyrir mér erfðaskrá, svokallaðri lífsskrá og hvað ég vil að sé gert eftir að ég er fallin frá. Mér finnst allt of erfitt að hugsa til þess að foreldrar mínir eða maki (vonin lifir enn þar ;) þurfi að taka erfiðar ákvarðanir á versta tíma. Þess vegna er ég búin að líf og sjúkdómatryggja mig, skrifa undir lífsskrá og ætla mér að fá löglegt skjal þar sem mínar óskir varðandi jarðarför koma fram. Með því móti ætti ég að fá það sem ég vil og hlífa ástvinum mínum við slíkum 'óþarfa' hlutum.
Með allri lukku lifi ég löngu og heilbrigðu lífi og þessir pappírar safna bara ryki ofaní skúffu!
Hressandi föstudagsblogg, ekki satt? :D
26. apríl 2007
Jónsmessudraumur
Ég fór í leikhús í gærkvöld á Draum á Jónsmessunótt í flutningi LMA og ég verð að hrósa nemendum fyrir frábæra sýningu. Ég átti auðvitað ekki von á öðru en að nemendur legðu sig alla fram en þarna fóru þau fram úr mínum væntingum. Einn af mínum nemendum, Axel Ingi stendur sig frábærlega í hlutverki tónlistarstjórnanda og nær á skemmtilegan hátt að tengja saman atriðin með þema tengdum stefum sem endurtaka sig. Flott, flott flott sýning!
Ég vil því hvetja alla sem hafa áhuga á að sjá leikritið (tekur ekki nema um 70 mín í flutningi) að panta miða hjá Hörpu í síma 661-8912. Þetta kostar ekki nema 1.500 kr og hefur maður nú eytt öðru eins í tóma vitleysu!
Það er sýning í kvöld (fimmtudag 26. apríl) kl. 20:00 og svo er næstu sýningar
fimmtudaginn 3. maí klukkan 20.00
föstudaginn 4. maí klukkan 19.00 og 21.15
laugardaginn 5. maí klukkan 17.00 og 20.00
Helgin verður undirlögð af sögum frá nemendum, ritgerðarskrifum og málningarvinnu. Eins og máltakið góða segir: There's no rest for the wicked!
Ég vil því hvetja alla sem hafa áhuga á að sjá leikritið (tekur ekki nema um 70 mín í flutningi) að panta miða hjá Hörpu í síma 661-8912. Þetta kostar ekki nema 1.500 kr og hefur maður nú eytt öðru eins í tóma vitleysu!
Það er sýning í kvöld (fimmtudag 26. apríl) kl. 20:00 og svo er næstu sýningar
fimmtudaginn 3. maí klukkan 20.00
föstudaginn 4. maí klukkan 19.00 og 21.15
laugardaginn 5. maí klukkan 17.00 og 20.00
Helgin verður undirlögð af sögum frá nemendum, ritgerðarskrifum og málningarvinnu. Eins og máltakið góða segir: There's no rest for the wicked!
25. apríl 2007
andlaus andi
Ég hef verið krafin um fréttir. Það er voða lítið að frétta héðan úr norðri nema kannski helst að ég er að skipta um vinnu næsta haust en ætla þó ekki að tala neitt meira um það núna.
Ég er ótúlega þreytt þessa dagana og búin að vera slöpp líka svo ég er algjörlega andlaus..
kannski dettur mér eitthvað sniðugt í hug seinna í dag...
Ég er ótúlega þreytt þessa dagana og búin að vera slöpp líka svo ég er algjörlega andlaus..
kannski dettur mér eitthvað sniðugt í hug seinna í dag...
20. apríl 2007
the curse of the car wash
Ok,
ég má sem sagt ekki þvo bílinn minn! Ég hef þvegið hann tvisvar sinnum síðan ég fékk hann; í fyrra skiptið fór að rigna og síðan snjóa 2 tímum eftir að ég keyrði hann nýþvegin heim og núna áðan skellti ég mér í sólskini og þokkalegum hita á næsta þvottaplan. Veðrið núna, 2 tímum seinna: snjókoma, þungbúið og lækkandi hitastig.
var ég búin að nefna það að hann er á sumardekkjum?
ég má sem sagt ekki þvo bílinn minn! Ég hef þvegið hann tvisvar sinnum síðan ég fékk hann; í fyrra skiptið fór að rigna og síðan snjóa 2 tímum eftir að ég keyrði hann nýþvegin heim og núna áðan skellti ég mér í sólskini og þokkalegum hita á næsta þvottaplan. Veðrið núna, 2 tímum seinna: snjókoma, þungbúið og lækkandi hitastig.
var ég búin að nefna það að hann er á sumardekkjum?
19. apríl 2007
Gleðilegt sumar!
Já mín kæru, sumarið er loksins komið og fraus meira að segja saman við veturinn svo nú er von á góðu! Siggi stormur fór einmitt hamförum í fréttatímanum í gær og tafsaði næstum því á þessum fréttum, svo mikið var honum í mun um að koma þeim á framfæri.
Það er að sjálfsögðu frí í skólanum í dag en ég vaknaði samt frekar snemma og fór í málningarvinnu. Náðum að mála gluggana sem munu á endanum hleypa fallegri birtu inn í íbúðina mína. Við vorum reyndar bara að grunna svo það er hellingur eftir en gott verk samt. Er núna á leiðinni í sumarkaffi hjá sys og Ágústi Óla.. hlakka til ;)
Það er að sjálfsögðu frí í skólanum í dag en ég vaknaði samt frekar snemma og fór í málningarvinnu. Náðum að mála gluggana sem munu á endanum hleypa fallegri birtu inn í íbúðina mína. Við vorum reyndar bara að grunna svo það er hellingur eftir en gott verk samt. Er núna á leiðinni í sumarkaffi hjá sys og Ágústi Óla.. hlakka til ;)
16. apríl 2007
fullorðins
Fór í bankann í dag og splæsti í líf- og sjúkdómatryggingar. Ég kíkti líka á reglubundinn sparnað, sá hvar ég ætti í raun og veru að tryggja bílinn minn og ákvað að héðan í frá yrðu fjármál mín í góðum höndum. Mér fannst ég vera hellings fullorðin þegar ég gekk síðan út úr bankanum.
Nú á ég bíl, er að borga af tryggingum og innan þriggja mánaða ætti ég að vera komin aftur í leiguhúsnæði. Limbóinu fer að ljúka.
Annars er limbó fyndið orð. Hvers vegna tala menn um að vera í limbói þegar allt er óvíst eða gengur upp og niður? Er það vegna þess að menn verða að beygja sig og bukta þegar menn fara í limbó? Hvur veit...
Það var PrestMA söngfundur í skólanum í dag og stjórnin klæddist fermingakirtlum og sungu hástöfum ásamt meginþorra nemenda. Kíkti aðeins við og söng eins og eitt lag hástöfum með Hóu stæ. Alltaf gaman að sjá hvað krakkarnir eru duglegir ;)
já og fyrir þá sem vita ekki hvað PrestMa er þá eru það prestssynir og dætur í MA (að mér skilst ;)
Nú á ég bíl, er að borga af tryggingum og innan þriggja mánaða ætti ég að vera komin aftur í leiguhúsnæði. Limbóinu fer að ljúka.
Annars er limbó fyndið orð. Hvers vegna tala menn um að vera í limbói þegar allt er óvíst eða gengur upp og niður? Er það vegna þess að menn verða að beygja sig og bukta þegar menn fara í limbó? Hvur veit...
Það var PrestMA söngfundur í skólanum í dag og stjórnin klæddist fermingakirtlum og sungu hástöfum ásamt meginþorra nemenda. Kíkti aðeins við og söng eins og eitt lag hástöfum með Hóu stæ. Alltaf gaman að sjá hvað krakkarnir eru duglegir ;)
já og fyrir þá sem vita ekki hvað PrestMa er þá eru það prestssynir og dætur í MA (að mér skilst ;)
14. apríl 2007
Nýtt barn í heiminn
Ég fékk þær gleðifréttir að Íris Helga vinkona mín átti aðra dóttur sína í nótt og hefur hún hlotið nafnið Lísbet Hekla. Innilega til hamingju Íris, Halldór og Naomí!
Föstudagurinn 13
Ég er, að ég held, ekki mjög hjátrúafull en dagurinn í gær fékk mig til að hugsa aðeins um ógæfutöluna 13 og þá sérstaklega þegar föstudagur er 13 dagur mánaðarins.
Ég vaknaði frekar seint því ég svaf illa um nóttina og ákvað að vera fín (þ.e. ekki í buxum ;). Ég skellti mér því í pils og jakka, henti hárinu í teygju og spennur og fór svo í stígvél með smá hæl til að vera aðeins stærri. Eftir að ég var búin að labba í Sjóvá, bankann og komin í vinnuna fannst mér hægri sólinn eitthvað sleipur (datt næstum því á ganginum í Gamla) og viti menn: tappinn var farinn undan hælnum! Ég snaraði mér í hælaskóna sem ég geymi í vinnunni og hélt ótrauð áfram, fór yfir verkefni, sat á fundi og kenndi svo krökkunum mínum. Nú ég þurfti að fara heim í einhverjum skóm og þessir virtust betri en hinir (því nú var komin hellidemba á Akureyri!) en ég ákvað að skella mér í bæinn fyrst. Eitthvað finnst mér vinstri skórinn orðinn hávær þegar ég kem á hellurnar í göngugötunni og jú jú: tappinn var farinn og ég gekk á járnpinnanum!
Nú spyr ég, lesendur góðir, er eðlilegt að fara með tvö pör af hælaskóm á sama deginum? Tilviljun eða óheppni föstudagsins 13?
(þess má geta að allt annað gekk mjög vel þennan dag ;)
Ég vaknaði frekar seint því ég svaf illa um nóttina og ákvað að vera fín (þ.e. ekki í buxum ;). Ég skellti mér því í pils og jakka, henti hárinu í teygju og spennur og fór svo í stígvél með smá hæl til að vera aðeins stærri. Eftir að ég var búin að labba í Sjóvá, bankann og komin í vinnuna fannst mér hægri sólinn eitthvað sleipur (datt næstum því á ganginum í Gamla) og viti menn: tappinn var farinn undan hælnum! Ég snaraði mér í hælaskóna sem ég geymi í vinnunni og hélt ótrauð áfram, fór yfir verkefni, sat á fundi og kenndi svo krökkunum mínum. Nú ég þurfti að fara heim í einhverjum skóm og þessir virtust betri en hinir (því nú var komin hellidemba á Akureyri!) en ég ákvað að skella mér í bæinn fyrst. Eitthvað finnst mér vinstri skórinn orðinn hávær þegar ég kem á hellurnar í göngugötunni og jú jú: tappinn var farinn og ég gekk á járnpinnanum!
Nú spyr ég, lesendur góðir, er eðlilegt að fara með tvö pör af hælaskóm á sama deginum? Tilviljun eða óheppni föstudagsins 13?
(þess má geta að allt annað gekk mjög vel þennan dag ;)
12. apríl 2007
Helgi og leikritin
dagurinn í dag fór mest allur í að finna heimildir fyrir mastersritgerðina mína og var ég orðin rangeygð af því að fletta í gegnum gömul TMM og Skírni. Það virðist líka vera svolítið ryk í þessum gömlu blöðum því ég er búin að hnerra svolítið mikið síðan þá (spurning hvort þú lendir í þessu Garún??)
er annars búin að vera pínu dofin í hausnum - ekki alveg að detta í hressleikagírinn þó ég hafi reyndar dottið niður af kennarapallinum í G21 í dag (í miðri setningu!). hreeeeessandi..
er annars búin að vera pínu dofin í hausnum - ekki alveg að detta í hressleikagírinn þó ég hafi reyndar dottið niður af kennarapallinum í G21 í dag (í miðri setningu!). hreeeeessandi..
9. apríl 2007
Páskarnir
Gleðilega páskahátíð sem því miður er senn á enda. Ég fæ reyndar auka frídag, "þriðji í páskum" á morgun og engin vinna fyrr en á miðvikudaginn. Lífið er oft ljúft þegar maður er kennari ;)
Ég hef haft það mjög gott síðustu daga. Í fyrsta lagi er ég óð í að fara í bíltúr á nýja bílnum og býðst til að skutla öllum í búð/partý/matarboð :D Ég fékk einmitt nokkur skemmtileg heimboð síðustu daga: fyrst var spilakvöld hjá Hólmari og Valgerði á skírdag (takk fyrir mig ;) og svo lunch með Önnu Margréti og Ágústu (mmmm, nammi nammi) og svo matarboð hjá Ingu og Einari um kvöldið á laugardaginn. Takk fyrir mig krúttin mín!
Ég sit núna og býð eftir kínverskum chili-kjúklingi og svei mér ef ég er ekki til í að kíkja í bíltúr seinna í kvöld.. einhver með?
Ég hef haft það mjög gott síðustu daga. Í fyrsta lagi er ég óð í að fara í bíltúr á nýja bílnum og býðst til að skutla öllum í búð/partý/matarboð :D Ég fékk einmitt nokkur skemmtileg heimboð síðustu daga: fyrst var spilakvöld hjá Hólmari og Valgerði á skírdag (takk fyrir mig ;) og svo lunch með Önnu Margréti og Ágústu (mmmm, nammi nammi) og svo matarboð hjá Ingu og Einari um kvöldið á laugardaginn. Takk fyrir mig krúttin mín!
Ég sit núna og býð eftir kínverskum chili-kjúklingi og svei mér ef ég er ekki til í að kíkja í bíltúr seinna í kvöld.. einhver með?
5. apríl 2007
Hjem igen
Ég hef snúið aftur heim eftir yndislegt frí í Danaveldi hjá Evu Stínu, Anders og Óskari Smára. Dagarnir liðu áfram í leti, rólóferðum, smá verslun og almennri "ís-kaffi-rölt í sólskini" sælu. Kærar þakkir fyrir mig elskurnar - hlakka til að sjá ykkur eftir fjóra mánuði!
Ég lenti reyndar í þeirri "skemmtilegu" reynslu að fluginu mínu var frestað vegna bilaðs takka í flugstjórnarklefanum. Við vorum látin bíða í 2 tíma í vélinni áður en okkur var hleypt aftur inn í flugstöðina með 75 dkr í farteskinu. Ég fékk mér steik og las tískublað á meðan ég beið í aðra 2 tíma eftir að komast aftur um borð. Eftir að okkur var hleypt inn aftur kom í ljós að varahluturinn var ekki kominn í gegnum tollskoðun og því biðum við í aðra 2 tíma um borð í vélinni áður en við lögðum loksins af stað. Fólk klappaði þegar vélin tókst á loft - 6 tímum á eftir áætlun. Takk Iceland Express fyrir að "leyfa" okkur að sitja í vélinni án þess að hafa loftræstinguna á.
Komst heim á leið í gær um hádegi og lenti í einni af svaðalegustu lendingum hér heima í langan tíma. Þurftum að koma yfir fjöllin í vestri og holy mother! Pomms, hrinstingur og almennt skak og skrum var gjaldið sem þurfti að borga fyrir allan meðvindinn sem við fengum á leiðinni. Það var gott að lenda loksins! Ég brunaði beint á Toyota og fékk bílinn minn afhentann hálftíma og mörgum undirskriftum síðar ;) Takk Rut!
Nú er ég eins og lítill krakki sem á nýtt leikfang og bíð þess spennt að geta farið út að keyra aftur á eftir!
Ég lenti reyndar í þeirri "skemmtilegu" reynslu að fluginu mínu var frestað vegna bilaðs takka í flugstjórnarklefanum. Við vorum látin bíða í 2 tíma í vélinni áður en okkur var hleypt aftur inn í flugstöðina með 75 dkr í farteskinu. Ég fékk mér steik og las tískublað á meðan ég beið í aðra 2 tíma eftir að komast aftur um borð. Eftir að okkur var hleypt inn aftur kom í ljós að varahluturinn var ekki kominn í gegnum tollskoðun og því biðum við í aðra 2 tíma um borð í vélinni áður en við lögðum loksins af stað. Fólk klappaði þegar vélin tókst á loft - 6 tímum á eftir áætlun. Takk Iceland Express fyrir að "leyfa" okkur að sitja í vélinni án þess að hafa loftræstinguna á.
Komst heim á leið í gær um hádegi og lenti í einni af svaðalegustu lendingum hér heima í langan tíma. Þurftum að koma yfir fjöllin í vestri og holy mother! Pomms, hrinstingur og almennt skak og skrum var gjaldið sem þurfti að borga fyrir allan meðvindinn sem við fengum á leiðinni. Það var gott að lenda loksins! Ég brunaði beint á Toyota og fékk bílinn minn afhentann hálftíma og mörgum undirskriftum síðar ;) Takk Rut!
Nú er ég eins og lítill krakki sem á nýtt leikfang og bíð þess spennt að geta farið út að keyra aftur á eftir!
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)