29. nóvember 2004

smjör

í dag lá ilmur jólasmjörsins yfir hverfinu mínu.. án djóks samt þá lyktaði allt af bræddu íslensku smjöri! Svo núna áðan þegar ég labbaði í skólann var komin smákökulykt út um allt. já jólin eru svo sannarlega í nánd..

Annars gékk fyrirlesturinn okkar svona líka glimrandi vel og er sú einkun held ég bara solid! Náði síðan að chilla á föstudaginn í jólahlaðborði með vinnunni og þyngdist örugglega um svona 3 kíló á meðan! Á laugardaginn vorum við guðjón að skottast inn á milli þess sem ég lærði og beið eftir kvöldinu því þá kom hún bonny miss margot (anna) og við skelltum okkur í mat á Vegamót. namm namm.. Eftir það keyptum við hálft kíló af nammi, 2ltr af kóki og 2 vídeóspólur.. þið getið eflaust ímyndað ykkur afganginn...
í gær var ég svo pottþétt með sykur-timburmenn. Ég fór nú og hitti stelpurnar í þýðingafræðinni og við lásum yfir greinarnar okkar sem er alltaf gott en ég þurfti stanslaust að fá mér nammi svo ég fengi ekki hausverk.. hahah.. Er samt afeitruð núna, sem betur fer!

Er á leiðinni í tíma kl. 5 og svo heim að horfa á survivor kl 9, reyni sjálfsagt að hanga hér eitthvað þar til..
krepp out

25. nóvember 2004

góðar og slæmar fréttir

góðu fréttirnar eru þær að ég er að lesa með fyndnari bókum sem ég hef á ævinni lesið; "eats, shoots and leaves - the zero tolerance to punctuation".. ef þið hafið húmor fyrir lélegum staðsetningum á kommum og punktum og þess háttar merkjum þá er þessi flott..

slæmu fréttirnar eru þær að það er fyrirlestur eftir um klukkutíma og ég er að fá stress kast! vantar að róa mig aðeins, sérstaklega þar sem við erum búnar að öllu.. gef mér gott klapp á bakið *klapp klapp*

verð að þjóta, þarf að fá mér vatn að drekka og lesa yfir glærurnar aðeins :)

24. nóvember 2004

mánuður til jóla!!!! (kling-kling-kling)

ó já, mánuður til jóla og ég er að gubba af spennu!! Er reyndar svo þreytt að ég vild´ég gæti sofið heila öld (as in the song, u know, Nína) er að leggja lokahönd á verkefni okkar í þýðingar textar og orðræða og fer svo heim að leggja mig, æ æ æ.. ´
er annars búin að setja met í nammieign - hef átt m&m pokann minn núna í 11 daga.. rosalegt..

svo þreytt, svo þreytt

22. nóvember 2004

mánudagar = mæðudagar

ég tók eftir því að það commentaði enginn þegar ég var að vera góð á laugardaginn þannig að ég skipti bara aftur um gír og kvarta.. hehehehe.. nei nei annars..

Ég átti frekar stressaða helgi, var að vinna að verkefnum báða dagana frá 9 um morguninn og fram til svona 5 þannig að ég er ekki mjög úthvíld fyrir þessa vinnuviku. Afraksturinn er hins vegar ágætur og minna stress í mér þannig að ég verð að vera dugleg svona um helgarnar! Er loksins komin með Office pakkann í nýju tölvuna mína þannig að ég get unnið meira heima (laptopinn beilaði á mig og vill ekki skrifa g og h ásamt kommu og backspaceinn virkar ekki heldur - frekar spes)

Tók mér reyndar klukkutíma blund eftir vinnu í dag og átti hann alveg skilið að mínu mati. Guðjón sá sóma sinn í að leggja sig með mér og því var svefnhöfgi yfir hallveigarstígnum í dag.. Lögðum síðan í smá leiðangur í holtagarða til að versla í bónus og sjá hvort eitthvað af húsgögnunum hans væru nú til (búin að vera "væntanleg" síðan í september, fuss og svei. Annars er gaman að brjóta aðeins upp rútínuna sem maður festist alltaf í og versla annarsstaðar en á laugarveginum, stærri búð og svona.

Ég hlakka svo til jólanna að það er rosalegt! Guðjón ætlar að skella upp seríum í gluggana og ætli ég þurfi ekki að grafa upp mosa, kerti og leir til að skella í eins og einn aðventukrans fyrir sunnudaginn svo maður sé nú með í þessu sko..
ahh *geisp* er nú reyndar að finna fyrir því að ég lagði mig áðan, svefnhöfginn lifir, ó já..

20. nóvember 2004

hlátur og grátur

ég held ég sé mjög heppin manneskja. Kemst að því þegar ég les blogg annarra að ég hef það bara ansi gott og ætti eiginlega ekkert að vera að kvarta. Þess vegna ætla ég að telja upp alla góðu hlutina sem ég tók eftir í vikunni:

-Það snjóaði mjög mikið en aldrei þegar ég var að bera út. takk.
-Eftir að það hætti að snjóa og frostið mikla settist yfir sá ég litla grasþúfi sem hafði vaxið við tröppurnar á húsi númer 79 þar sem ég ber út. Hvert gras hafið myndað vatnshjúp sem fraus síðan..minnti á brotthætt gler.
-Það er geðveikt að gera í skólanum og oft erfitt að ná utanum allt en ég nýt þeirra forréttinda að ganga í skóla og mennta mig - það geta ekki allir.
-þegar ég er einmana og finnst allt ómögulegt þá get ég hringt í foreldra mína, systur mínar, vini jafnvel kunningja í útlöndum... það er ómetanlegt

Ég veit að þetta gæti farið að hljóma eins og mastercard auglýsing eða fyrir lífís eða eitthvað en ég er meyr þessa dagana og maður er allt of kaldhæðinn meirihlutann af lífinu.. í dag eru bara góðir hlutir

18. nóvember 2004

snjóbuxur

ok, í dag er fimmtudagur og glöggir íslendingar eru farnir að taka eftir því að á þeim dögum fellur inn um bréfalúguna lítið blað sem heitir "helgin". Þetta er ágætasta vikublað sem fjallar að mestu leyti um jú, hvað annað en viðburði helgarinnar ásamt aragrúa af auglýsingum fyrir nýjustu sendingar af jólaskrauti. En það er til dekkri hlið á þessu blað - nefnilega að Ég þarf að bera það út ásamt 3 öðrum dreyfiritum (rúmfó að auglýsa jólacrap; nóatún að auglýsa danska daga og lyfja að moka í mann snyrtivörum fyrir jólin) og þegar maður er loksins búin að brjóta þetta allt saman og stinga ofan í tösku þá er maður orðin svo svartur á puttunum að fínu RB umslögin verða kámug og ljót og fólkið reitt.. uurrrr..já og gleymdi að fara í snjóbuxur í morgun og varð svo kalt á fótunum að ég kiknaði næstum í hnjánum sökum doða.. En, ég nenni ekki að kvarta yfir miklu í dag því þá er verð ég að breyta titlinum á síðunni í "kvart úr 101"..hehe væri samt fínt, svona meinhorn fyrir akureyringa fasta í reykjavík til að sækja sé menntun, hahaha..

Er annars að vinna að mjög leiðinlegu verkefni þessa dagana fyrir kúrsinn "Þýðingar, textar og orðræða" eða eins og Daníel í vinnunni sagði "já svona bull kúrs" ahh ungmenni borgarinnar kunna að beita tungumálinu. Tilfinningin sem hellist yfir mig í hvert sinn sem ég reyni að gera eitthvað minnir mig óneitanlega á þá daga í M.A. þegar við anna og ágústa vorum að gera verkefni um póstmódernisma fyrir siggu steinbjörns - ladies, muniði? Eða þegar ég átti að túlka rómantíska skáldsögu í kanada (sko ekki rauðu séríuna því ég hefði brillerað þar) og setti svo mikið skrautmál inní að kennarinn týndi þræðinum.. vel gert, vel gert.. Ég sé nú þó fyrir endann á þessu og vona að næsta vika boði betri tíma en þá ætla ég að greina bíómynd og hversu vel hún er þýdd.. hér er annars listi yfir þau verkefni sem ég þarf að skila af mér 10 des:
Þýðingafræði:
-6000 orða þýðing (með skýringum) á fræðitexta (búin með 4500 orð)
-6000 orða þýðing (með skýringum) á bókmenntatexta (búin með 4500 orð)
-ritgerð um fyrirlestur á fræðitexta cirkca 10bls (búin með fyrilestur 5-6bls)
Þýðingar,textar og orðræða:
-6000 orða þýðing á fræðitexta (með skýringum) (búin að finna greinina :)
-hópfyrirlestur um orðræðugreiningu (fyrirlestur eftir viku, verk. dauðans)
Fjölmiðlaþýðingar:
-Fyrilestur um skjá 1 og skýrsla (búin!!)
-Greining á bíómynd 10-15bls (klárast í næstu viku)
Amerískar bókmenntir frá suð-vestur landamærunum:
-Þýðing á smásögu (búin!!)
-ritgerð um erfiðleika í þýðingum á þessum bókmenntum (ekki búin að fá guidelines)

Og þar hafiði það! Ég ætla rétt að vona að ég haldi sönsum og nái að ljúka þessu öllu á næstu 3 vikum annars tékka ég mig inn á klepp og þið getið heimsótt mig þegar þið farið í IKEA..

16. nóvember 2004

ekta vetrarveður

ok, ég verð að byrja á því að biðja hann Bjössa afsökunar á því að hafa skrópað á rannsóknardaginn! Ég tafðist ansi mikið í vinnunni og þegar ég var loksins komin heim og búin að skipta um föt og greiða mér var klukkan alveg að verða 4 þannig að ég hætti við.. skamm á mig ég veit...
Ok, gjörningur helgarinnar... hmm myndir helgarinnar voru ekki af verri endanum. Á föstudaginn ofbauð mér disney stefna RÚV og skellti mér í bónusvídeó á grundarstíg og leigði mér Troy með þeim undurfögru karlmönnum Brad Pitt og Eric Bana og Orlando Bloom. Verð nú að segja að ég hef séð betur leiknar bíómyndir - reyndar ætla ég að ganga svo langt og segja að ég hafi séð betur leiknar sjónvarpsmyndir!! En það sem bjargaði málunum var að þeir voru allir geðveikt brúnir og berir að ofan mest alla myndina. Veit ekki hver slefaði meira ég eða Guðjón.. Nú á sunnudaginn var aftur leiðinlegt í sjónvarpinu og draugur í okkur guðjóni eftir langan dag við að vinna leiðinleg verkefni þannig að það var dominos pizza of Mean girls sem var svo mikil snilld að við guðjón hlógum okkur næstum af sófanum. Enduðum svo helgina á því að horfa á Bond sem ég reyndar kláraði ekki. Tók samt eftir að Shirley Basset söng enn eitt lagið - held hún sé komin uppí 3 núna

En nú verð ég að skammast út í helv***s reykvíkinga.. Ok, þeir fá smá snjó um daginn, sumir panicka og skipta yfir í vetrardekk aðrir hugsa með sér, "piff bara okt-nóv, ekki þess virði að tæta upp nýju dekkin mín". Ok, svo í síðustu viku fá þeir aðeins meiri snjó - nokkrir í viðbót sjá ljósið og skella undir vetradekkjum á meðan hinir hugsa enn "piff". Svo í dag þegar ég lít út um gluggan (fyrir svona klukkutíma) þá er komið ekta akureyrskt vetraveður - snjóbylur með fjúki og alle sammen og hvað gerist? jú helv***s fíflin sem eru búin að piffa frá sér allan nóvember eru eins og beljur á svelli og teppa alla umferð laaaaaaaangt upp í úthverfin sín! Það tók mig 20 mínútur að komst í skólann í strætó þar sem allir lölluðu í hægagang og strætó var ekki búin að setja keðjur undir vagninn (einn af piff fólkinu). Í þessu öllu saman gat ég þó huggað mig við það að það var ekki svona veður í morgun þegar ég var að bera út.. og líkur þá skammarpistli dagsins

12. nóvember 2004

puma rokkar feitt

ok, er núna stoltur eigandi fallegra puma skóa..skóa? jæja, læt það flakka, og Medion V6 tölvu sem ég þarf ekki að byrja að borga af fyrr en í janúar.. jesús hvað það er mikill ríkisbubbabragur af manni.. ´búin að gera upp baðherbergið og splæsi svo bara í tölvu.. næst er það hundur og einbýlishús í kópavogi svei mér þá...

Er ekkert smá fegin að það er komin föstudagur, er í skólanum og á eftir að bera út en svo er helgarfrí, vei! Þarf reyndar að vera ógeðslega dugleg og læra eins og hamstur á hlaupahjóli svo ég sé á réttri schedule með öll verkefnin :)er einstaklega þreytt á þessu samt og vil bara klára þessar fræðigreinar svo ég eigi bara skemmtilegt eftir, hehe.. ætla að skella mér á cindarella story á sunnudaginn í kringlubíó og reyna að herma eftir gellunni sem leikur stjúpmömmuna, elska hvernig hún segir "It´s the botox. I can´t show an emotion for another hour and a half" snilld, tær snilld..

9. nóvember 2004

crazy bastard

Ok, Verð að sethja fremst: Er búin að laga commentin þannig að hver sem er á að geta sett inn athugasemdir ef hann vill þannig að Margot, comment away!
Er sem sagt búin að reyna að blogga 2svar áður en blogger er búið að liggja eitthvað niðri.. alla vega í mínum tölvum, hnuss.. Jæja, látum okkur nú sjá.. jú ég stóðst þessa tvo fyrirlestra mína með ágætum og er nú mun rólegri. Átti ágætiskvöldstund með henni Ingu björk á miðvikudaginn þar sem hún bauð okkur guðjóni og rúnari í mat, sjaldan fengið jafngóðan fisk.. takk takk.. Eyddum síðan kvöldinu í að liggja yfir gömlum myndaalbúmum og ég sver það ég fékk krampa í magann af hlátri! Ebba og hólmar og kiddi og himmi og við hin alveg baby faces í framan sko!

Á fimmtudaginn var ég síðan boðin í "kvöldkaffi" hjá henni Elísabetu og honum David. David er frá Kenora í Kanada og ég þekkti hann fyrir 2 árum áður en ég fór út en við misstum síðan sambandið.. kemur svo í ljós að Elísabet er með mér í þýðingafræði og þau svona lukkuleg saman! Algjör krútt.. eyddi því kvöldi í að spjalla um muninn á íslandi og kanada og svei mér þá ef ég fékk ekki bara smá "heimþrá" út aftur...

Á föstudaginn rúllaði familían svo í bæinn, ja eða helmingurinn :) Steinunn systir, óli og ágúst óli mættu og fóru með mig á Friday´s í smáralind þar sem ég fékk BESTA eftirrétt í heimi! fékk nú svona útí kanada en þetta var bomba, B-O-B-A, bomba.. Djúpsteiktur ís með karmellusósu, rjóma og pekanhnetum!!! bara eitt orð: NAMM. Fór síðan heim og leigði mér Lost in Translation.. verð nú að segja að þetta er svolítið Overrated mynd.. hún er ágæt á köflum en einhvernveginn heillaðist ég ekki.. kannski var ég ekki í réttu skapi, ennþá í sykurvímu no doubt...

Á laugardaginn komu svo mamma og pabbi og þá byrjaði verslunarhringurinn! Það var kringlan (öll), smáralind (næstum öll) og svo beint á Pizza hut þar sem ágúst óli fór á kostum í barnahúsinu og hló svo mikið að hann datt á rassinn... Þá um kvöldið pössuðum við mamma og pabbi hann því foreldrarnir fóru á Ný Dönsk og Sinfó.. það var víst geðveikt flott..

Sunnudagur (þetta er orðinn lengsti póstur sem ég hef bloggað á ævinni!!)Ok, hvað var eftir í hinni miklu borg óttans? Jú auðvitað IKEA. Brunuðum þangað eftir ansi góða humarsúpu á Ara í Ögri og versluðum þar til við þurftum á aukaorku að halda og sröttuðumst á veitingastaðinn í miðjunni.. eftir þetta fóru steinunn og co heim en mamma og pabbi voru þangað til í gær - vinnuhelgi í framhaldsskólum landsins- og við horfðum á helminginn á Bond saman, meikaði ekki alla því hún var svo löng eitthvað..

Úff jæja í gær var síðan ekki skóli þannig að ég sat sveitt við þýðingar og er að mjakast í rétta átt; vonandi næ ég að klára eitt fag í þessari viku og get einbeitt mér að einhverju öðru eftir helgina :) er að vinna í ýmsu öðru á síðunni, hvernig ég set inn myndir og svona þannig að þetta verður orðið flott fyrir rest...

2. nóvember 2004

málsamhengi

úff er alveg með kúkinn í buxunum af stessi! Er að fara að flytja fyrirlestur eftir klukkutíma um mjög fræðilega grein á sviði þýðingarfræðinnar og veit ekki alveg hvort þetta er nóg.. jújú, segjum það sko.. er með 17 glærur og 5 bls. af texta en ég þarf líka að tala hægt út af táknmálstúlkinum hennar Ásdísar. Sunnudagslærið var mjög gott og sátum við Guðjón eins og kóngur og drottning við borðstofuborðið og skáluðum í vatni. Horfðum svo að sjálfsögðu á Bond og ég verð að segja að ég hef verið með lagið "the man with the golden gun" á heilanum síðan þá! ahh.. komst að því í gær að ég átti einungis kál, sveppi og Hellma´s light mayonese í ískápnum og vissi þá að ég þyrfti annað hvort að fara í Bónus eða fara í ansi harða megrun.. merkilegt hvað maður heldur alltaf að maður eigi mikinn mat og svo er það bara svona matur sem gengur ekki upp on its own.. Jæja, ég er að fá sykurfall hérna, ætla að skreppa og fá mér trópí áður en það líður yfir mig.. á morgun er ég svo að flytja annan fyrirlestur en hann er frágenginn þannig að ég ætla snemma í háttinn í kvöld.. lofa að hringja í þig anna margrét mín á morgun þegar ég er búin að eignast heilann minn aftur... bis morgen