Ok, Verð að sethja fremst: Er búin að laga commentin þannig að hver sem er á að geta sett inn athugasemdir ef hann vill þannig að Margot, comment away!
Er sem sagt búin að reyna að blogga 2svar áður en blogger er búið að liggja eitthvað niðri.. alla vega í mínum tölvum, hnuss.. Jæja, látum okkur nú sjá.. jú ég stóðst þessa tvo fyrirlestra mína með ágætum og er nú mun rólegri. Átti ágætiskvöldstund með henni Ingu björk á miðvikudaginn þar sem hún bauð okkur guðjóni og rúnari í mat, sjaldan fengið jafngóðan fisk.. takk takk.. Eyddum síðan kvöldinu í að liggja yfir gömlum myndaalbúmum og ég sver það ég fékk krampa í magann af hlátri! Ebba og hólmar og kiddi og himmi og við hin alveg baby faces í framan sko!
Á fimmtudaginn var ég síðan boðin í "kvöldkaffi" hjá henni Elísabetu og honum David. David er frá Kenora í Kanada og ég þekkti hann fyrir 2 árum áður en ég fór út en við misstum síðan sambandið.. kemur svo í ljós að Elísabet er með mér í þýðingafræði og þau svona lukkuleg saman! Algjör krútt.. eyddi því kvöldi í að spjalla um muninn á íslandi og kanada og svei mér þá ef ég fékk ekki bara smá "heimþrá" út aftur...
Á föstudaginn rúllaði familían svo í bæinn, ja eða helmingurinn :) Steinunn systir, óli og ágúst óli mættu og fóru með mig á Friday´s í smáralind þar sem ég fékk BESTA eftirrétt í heimi! fékk nú svona útí kanada en þetta var bomba, B-O-B-A, bomba.. Djúpsteiktur ís með karmellusósu, rjóma og pekanhnetum!!! bara eitt orð: NAMM. Fór síðan heim og leigði mér Lost in Translation.. verð nú að segja að þetta er svolítið Overrated mynd.. hún er ágæt á köflum en einhvernveginn heillaðist ég ekki.. kannski var ég ekki í réttu skapi, ennþá í sykurvímu no doubt...
Á laugardaginn komu svo mamma og pabbi og þá byrjaði verslunarhringurinn! Það var kringlan (öll), smáralind (næstum öll) og svo beint á Pizza hut þar sem ágúst óli fór á kostum í barnahúsinu og hló svo mikið að hann datt á rassinn... Þá um kvöldið pössuðum við mamma og pabbi hann því foreldrarnir fóru á Ný Dönsk og Sinfó.. það var víst geðveikt flott..
Sunnudagur (þetta er orðinn lengsti póstur sem ég hef bloggað á ævinni!!)Ok, hvað var eftir í hinni miklu borg óttans? Jú auðvitað IKEA. Brunuðum þangað eftir ansi góða humarsúpu á Ara í Ögri og versluðum þar til við þurftum á aukaorku að halda og sröttuðumst á veitingastaðinn í miðjunni.. eftir þetta fóru steinunn og co heim en mamma og pabbi voru þangað til í gær - vinnuhelgi í framhaldsskólum landsins- og við horfðum á helminginn á Bond saman, meikaði ekki alla því hún var svo löng eitthvað..
Úff jæja í gær var síðan ekki skóli þannig að ég sat sveitt við þýðingar og er að mjakast í rétta átt; vonandi næ ég að klára eitt fag í þessari viku og get einbeitt mér að einhverju öðru eftir helgina :) er að vinna í ýmsu öðru á síðunni, hvernig ég set inn myndir og svona þannig að þetta verður orðið flott fyrir rest...
9. nóvember 2004
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
3 ummæli:
Jei ég get kommentað!!!!! Húrraaaaaa!! Ok skil það sem þú ert að segja um Lost in translation..eða kannski ekki alveg, hef sko ekki enn séð hana. Svo er nefnilega mál með vexti að mig hefur langað til að sjá þessa mynd í óralangan tíma. Ég komst ekki á hana þegar hún var sýnd í bíó og hef alltaf verið á leiðinni að taka hana á leigu en alltaf þegar ég er á leigunni og er komin með hana í hendurnar og er alveg að fara að borga þá hætti ég alltaf við, skila henni aftur í hilluna og tek e-a aðra. Þannig að áhuginn er ekki meiri en það....en mig langar samt gegt tilað sjá hana:/
Hvað er að mér!?!
Knús frá bonny miss margo
jibbí - loksins hægt að pósta hjá þér :) frábært, gott að heyra af þér. maður er svo latur að pikka upp símaófétið!!! hlakka til að hitta þig sem fyrst - knús úr kotinu, maría erla
ok ok, veit samt ekki alveg.. er orðin pínu þreytt á myndum sem sýna til dæmis rassinn á scarlett í svona 10 mínútur á meðan hún sefur.. it´s been done to death.. það vantaði fútt í hana.. samt góður punktur björn, góður punktur
Skrifa ummæli