ég held ég sé mjög heppin manneskja. Kemst að því þegar ég les blogg annarra að ég hef það bara ansi gott og ætti eiginlega ekkert að vera að kvarta. Þess vegna ætla ég að telja upp alla góðu hlutina sem ég tók eftir í vikunni:
-Það snjóaði mjög mikið en aldrei þegar ég var að bera út. takk.
-Eftir að það hætti að snjóa og frostið mikla settist yfir sá ég litla grasþúfi sem hafði vaxið við tröppurnar á húsi númer 79 þar sem ég ber út. Hvert gras hafið myndað vatnshjúp sem fraus síðan..minnti á brotthætt gler.
-Það er geðveikt að gera í skólanum og oft erfitt að ná utanum allt en ég nýt þeirra forréttinda að ganga í skóla og mennta mig - það geta ekki allir.
-þegar ég er einmana og finnst allt ómögulegt þá get ég hringt í foreldra mína, systur mínar, vini jafnvel kunningja í útlöndum... það er ómetanlegt
Ég veit að þetta gæti farið að hljóma eins og mastercard auglýsing eða fyrir lífís eða eitthvað en ég er meyr þessa dagana og maður er allt of kaldhæðinn meirihlutann af lífinu.. í dag eru bara góðir hlutir
20. nóvember 2004
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli