29. nóvember 2004

smjör

í dag lá ilmur jólasmjörsins yfir hverfinu mínu.. án djóks samt þá lyktaði allt af bræddu íslensku smjöri! Svo núna áðan þegar ég labbaði í skólann var komin smákökulykt út um allt. já jólin eru svo sannarlega í nánd..

Annars gékk fyrirlesturinn okkar svona líka glimrandi vel og er sú einkun held ég bara solid! Náði síðan að chilla á föstudaginn í jólahlaðborði með vinnunni og þyngdist örugglega um svona 3 kíló á meðan! Á laugardaginn vorum við guðjón að skottast inn á milli þess sem ég lærði og beið eftir kvöldinu því þá kom hún bonny miss margot (anna) og við skelltum okkur í mat á Vegamót. namm namm.. Eftir það keyptum við hálft kíló af nammi, 2ltr af kóki og 2 vídeóspólur.. þið getið eflaust ímyndað ykkur afganginn...
í gær var ég svo pottþétt með sykur-timburmenn. Ég fór nú og hitti stelpurnar í þýðingafræðinni og við lásum yfir greinarnar okkar sem er alltaf gott en ég þurfti stanslaust að fá mér nammi svo ég fengi ekki hausverk.. hahah.. Er samt afeitruð núna, sem betur fer!

Er á leiðinni í tíma kl. 5 og svo heim að horfa á survivor kl 9, reyni sjálfsagt að hanga hér eitthvað þar til..
krepp out

Engin ummæli: