29. júní 2005

mynda(r)legt

jæja,
loksins er ég búin að setja upp myndir! jeij! hér vinstra megin er tengill merktur 'myndirnar mínar' og má þar berja augum snilldarkvöldið 16. júní ásamt handahófskenndum myndum frá akureyri.. fleiri myndir munu síðan birtast þegar ég er ekki svona þreytt og pirruð..gleymdi nefnilega að snúa sumum myndunum.. úrbætur koma með betra skapi

þreytt, svöng, kalt og með hausverk... bara 2 dagar í helgina

28. júní 2005

this is not the fat of now - this is the fat of another existence

þessa snilldarsetningu má finna í Absolutely Fabulous myndinni The Last Shout, þar sem Saffron ætlar að gifta sig..
Hef ákveðið að taka upp þessa möntru og hef skráð mig í ræktina frá og með næsta mánudegi! hlakka mikið til að sjá hversu mikla strengi ég verð með fyrstu vikurnar.. yum.

er að vinna í því að setja inn myndir í tölvuna og er búin að redda mér aðgangi á Fotki þannig að nú vonandi verður kominn inn tengill á hana ekki seinna en annað kvöld..

skrýtið hvað maður er fljótur að komast í gírinn með suma hluti en aðra ekki. Tók mig ekki langan tíma að versla í matinn, fara að elda á hverjum degi aftur og svoleiðis en rosalega er eitthvað erfitt að finna stað fyrir allt dótið mitt.. þetta hlýtur þó að hafa komist fyrir áður en ég fór norður.. hmm, verð að leggja hausinn í bleyti og hugsa þetta allt saman..

27. júní 2005

Adjessell

HÚRRA FYRIR MÉR!

er komin í þokkalega gott ADSL samband hérna í íbúðinni minni.. sit við fallegu tölvuna mína, opið út á svalir, guðjón að sauma og bara fínt..
Ferðin suður gékk sem sagt vel, flugið var rock solid, varla hristingur né pomp til að ræða. Gat samt ekki sofnað þegar ég var loksins komin upp í rúm og var þar af leiðandi sjúklega þreytt í vinnunni í dag.. sem betur fer var ekki mikið að gera :)

fínt að vera komin aftur suður þó svo að það verði skrýtið að hitta ekki restina af fjölskyldunni á hverjum degi eins og áður var.. hef mörg og mikil plön fyrir afgang sumarsins hérna í höfuðborginni, meira að segja verkefni sem ég kýs að kalla "tourist for the day" og skýrir sig eiginlega sjálft :)

ætla í bað, reyna að slappa af, er allt of spennt eitthvað..

26. júní 2005

farewell my love..

jæja,

held suður á bóginn eftir örfáa klukkutíma og kveð þar með mitt 'home away from home'.. eða er það heimilið mitt í reykjavík? Orðið erfitt að greina á milli hvað er heima og hvað er 'heima'. en hvað um það...

sérstakar afmæliskveðjur til Elvars Knúts - takk fyrir gott partý í gær -

veit ekki hversu sterkir hæfileikar mínir eru til þess að setja upp ADSL tenginguna mína þannig að ef ég er ekki á netinu næstu daga þá hef ég sem sagt klúðrað einhverju..

farewell, adjou, auf wiedersehen, goodbye...

24. júní 2005

réttið upp hönd...

... ef þið vissuð að það er ísbíll á Akureyri!?!?! Ég komst að þessu í dag þegar ég kom heim af Subway (matarleiðangur) og móðir mín sagði að ísbíllinn hefði komið og lagt fyrir framan húsið okkar. "Ísbíll?" sagði ég. "Já, ísbíllinn sem keyrir um bæinn og fer í sveitina og meira að segja í vaglaskóg og svona".. Halló?!? það hafði algjörlega gleymst að segja mér frá þessu!
Þessi bíll lagði sem sagt beint fyrir framan húsið mitt og dinglaði, svona eins og ekta ísbíll... ég hefði dreeepið fyrir að sjá hann! nú hef ég aðeins 2 daga til að finna út leiðina sem hann keyrir og reyna að ná mynd af honum!!


og kannski versla af honum líka :P

23. júní 2005

310 London street

annað slagið þá hugsa ég ansi mikið um Kanada og þá mánuði sem ég var þar.. það fyndna er að það er ekki alltaf sömu hlutirnir sem ég hugsa um heldur rifjast oft upp smáatriði sem ég hélt ég væri búin að gleyma. Eins og nöfnunum á stöðunum sem ég fór á

Price Chopper var stórmarkaður rétt hjá okkur, svona bónus þeirra manna. þar keypti ég oft Lay's ketchup chips og National Enquirer og tölti svo heim yfir snjóskafla og ísilagðar gangstéttir.

The Night Kitchen var pínulítill pizzastaður, varla stærri en hjólhýsi og þú vissir aldrei hvernig pizza var til því þeir bökuðu bara úr því sem þeir áttu til þann og þann daginn. þeir áttu í harðri samkeppni við Pizza Pizza því þeir seldu 2 sneiðar og kókdós á sama verði og ein sneið hjá TNK.

The Trasheteria alltaf kallað bara the trash). skemmtistaður í 2ja hæða gömlu húsi í miðbænum. Á neðri hæðinni var dj en uppi voru pönkhljómsveitir og svona local talent. hélt upp á afmælið mitt þarna.. dansaði við Beastie Boys..

The Only. Hinn barinn þar sem við fórum oft. Eini barinn í Peterborough þar sem mátti reykja inni. svona sitjubar með ekta gömlu barborði og skrýtnu fólki inn á milli. Allir veggirnir voru þaktir innrömmuðum myndum af frægu fólki - allt frá Bítlunum til Einstein, Hendrix til Hemingway. Einu sinni á ári er haldin keppni þar sem fólk fær tækifæri til að giska á hverjir eru á öllum myndunum. Ennþá hefur enginn unnið.

The Montréal House (ávallt kallað The MoHo) Á hverjum miðvikudegi spilaði hljómsveit þar sem heitir The Silver Hearts. 10 einstaklingar sem spiluðu á píanó, fiðlu, flautu, básúnu og alls kyns hljóðfæri. Svona Tom Waits/New Orleans/blús/jazz fílíngur. Kanna af bjór á 9 dollara, ókeypis hnetur á öllum borðum - skurnin á gólfinu.

stundum sakna ég þess..

flesta daga hugsa ég bara um hversu heppin ég var að fá að upplifa þetta allt saman.

22. júní 2005

breyting

bætti inn nýjum tenglum hér til vinstri, check-check-check-check-check a check it out...

bamboocha.. eða hvað?

fékk niðurstöður blóðrannsókna áðan og það er víst ekkert að mér.. nema kannski skjaldkirtlinum.. á að koma í aðra prufu í byrjun september til að sjá hvort þetta var bara eitthvað tímabundið eða ekki en ég var víst eitthvað fyrir utan eðlileg mörk. nenni varla að hafa áhyggjur af þessu fyrr en þá en ég er samt ennþá með smá svima. held ég skelli mér bara í göngutúr til að reyna að bæta úr þessu..

21. júní 2005

haltur leiðir blindan

já fólk er ótrúlegt!
mundi eftir þessu þrekvirki í dag og kíkti á heimasíðu strákanna áðan. Mæli með að sem flestir fylgist með þeim!!

fylgdist líka með feita fólkinu á s1 áðan..veit ekki hversu langt raunveruleikasjónvarp á að ganga en jújú, þetta er svaka dugnaður í þessu fólki.. ef ég á samt að vera alveg hreinskilin þá verð ég bara svöng við að horfa á þetta!! er að borða brynjuís as i pick!! hehehe

bara nokkrir dagar þar til ég kem suður aftur þannig að þið getið farið að bóka hitting með mér hvað á hverju ;)

19. júní 2005

the motorcade

ok,
flottir 14 ökumenn formúlu 1 sem ákváðu að keppa ekki vegna deilna um dekkjaskipti! Keppnin reyndist lítilfjörleg með aðeins 6 bílum og voru ferrari menn frekar sauðslegir á svipinn á pallinum og blaðamannafundinum en þeir náðu þó að vinna og ná í nokkur stig - hvort sem þau voru ódýr eða ekki...

góð helgi er að baki, náði að slappa af í bústaðnum í nótt og er nú loksins búin að hvílast nóg til að takast á við síðustu vinnuvikuna mína hérna á akureyri. fer til læknis á morgun út af svimaköstum sem eru búin að gera mér lífið leitt undanfarið, örugglega bara járn eða blóðskortur..

sjáum til, sjáum til...

18. júní 2005

came and went again

já, þá er 17, júní víst búinn þetta árið..
Ég skemmti mér konunglega í höllinni á 16. júní (sumir myndu segja of vel) og uppskar örlitla timburmenn þess vegna í gær og var mestpartinn undir sæng og glápri á sjónvarp. Sá einmitt þátt á Stöð 2 sem ég hlæ alltaf að út af titlinum - "vinur litla mannsins" er sem sagt "the guardian".. Finnst þetta alveg frábært...

Er á leiðinni í vinnuna en á svo aftur frí á morgun.. held ég fari í bústað með fjölskyldunni og grilli eitthvað gott..

16. júní 2005

16. júní - 5 ára stúdent :)

jæja.. í öllum leiðindum undanfarna daga hef ég að sjálfsögðu gleymt að minnast á þá staðreynd að á morgun er ég 5 ára stúdent úr MA og verður stuð stuð stuð í kvöld til að halda upp á þetta allt saman!!
Í gær var haldið bekkjarpartý hjá 4AB heima hjá Önnu Eyfjörð og var frekar vel mætt (allt stelpur) og náðum við að segja frá því hvað við höfum verið að bauka undanfarin 5 ár áður en við skunduðum niður á Café Amor þar sem allir bekkirnir voru mættir til að tjútta eitthvað fram á kvöld..
Gaman að sjá sum anditin, fyndið að sjá hvað sumir höfðu ekkert breyst (hvorki útliti né framkomu) og enn fyndnara að sjá fólk sem rambaði þarna inn og vissi ekki hvað var að gerast..

Í kvöld er svo stefnan tekin á Höllina, þar sem BauTinn mun reiða fram sitt klassíska moðsteikta lambakjöt með öllu tilheyrandi og svo er tjútt með í svörtum fötum laaaaaaaaaaaangt fram á nótt.. vona að þetta takist jafnvel og 1. árs stúdentsafmælið mitt :D

hafiði það þrusugott, í dag og á morgun, sjálfan þjóðhátíðardaginn - ef ég er ekki of timbruð ætla ég í skrúðgöngu með fána og tilheyrandi

p.s. ég setti inn nýjan link á pepsi, tilvonandi barn vinkonu minnar :)

15. júní 2005

you win some, you lose some

síðustu daga hef ég verið að bíða... bíða eftir því að fá símtal um nýja vinnu.. í dag kom símtal sem bar þær fréttir að það væri búið að ráða í starfið.. better luck next time, eh?

Þrátt fyrir að hafa einungis verið hóflega bjartsýn þá er alltaf leiðinlegt þegar maður heyrir neitunina.. en ég stend bara upp og reyni aftur. Maður verður víst að læra að detta til þess að vita hvað það er gott að standa.. eða eitthvað :)

er líka eitthvað niðurdregin þessa dagana, finnst eins og svo margt sé ekki að ganga upp hjá mér en ég reyni þá bara að muna að það er allt í lagi og í það minnsta hef ég alltaf gott fólk í kringum mig til að minna mig á góðu hlutina..

14. júní 2005

framtíðin

hef mikið verið að hugsa um framtíðina undanfarna daga. Ekki endilega langtímaframtíð heldur bara út þetta ár til að byrja með. Langar í breytingar, langar í byrjun á einhverju nýju sem síðar verður að einhverju frábæru. Er eiginlega föst á milli þess að vilja eitthvað fyrir mig en vilja samt ekki gera öðrum erfitt fyrir á sama tíma.. Auðvitað vill maður stundum detta inn í eigingirni og hugsa bara um það sem kemur sér vel fyrir mann sjálfan en svo tekur samviskan við.. hmm tricky, very tricky...

11. júní 2005

i should coco

eftir stanga 11 daga vinnu"viku" er ég loksins komin í frí.. alla vega í 1 dag! Er svo þreytt að ég gæti sofið í heilan sólarhring og samt verið þreytt en ég harka þetta af mér og ætla í dinner hjá Hólmari á eftir og vonandi kíkja í bjór á kaffi Amor...

ætla líka að kveðja bjössa en hann er að flytja til belgíu á mánudaginn..

Button minn er á ráspól fyrir kepnina í Kanada á morgun, Coldplay í spilaranum, vatnsmelóna á borðinu safarík og með glás af steinum...

9. júní 2005

with your feet in the air and your head on the ground

þrátt fyrir að hafa splæst í tvo diska á jafnmörgum dögum tókst mér að fá þetta snilldar pixies lag á heilann í dag.. ekki það að það sé slæmt en það vekur upp minningar sem eru góðar og slæmar í bland.. nenni ekki nostalgíu núna.. horfa fram á veginn..

en já, ég keypti sem sagt líka diskinn með Hildi Völu og ég er bara býsna sátt.. óumdeilanlegt að hún kann að syngja og er með fallega rödd.. er alveg að fíla þessi coverlög sem hún tók...

en annars er ég strax búin að ánetjast einu laginu á coldplay disknum, lét textann fylgja í gær.. afskaplega fallegt og hverjum hefur ekki liðið svona? mæli með að þið hlustið á það, það er meira að segja hægt að hlusta á brot úr lögunum inn á heimasíðunni þeirra

er á leiðinni í bíó, tjus tjus

8. júní 2005

When you try your best, but you don't succeed
When you get what you want, but not what you need
When you feel so tired, but you can't sleep
Stuck in reverse
When the tears come streaming down your face
When you lose something you can't replace
When you love someone, but it goes to waste
Could it be worse?

Lights will guide you home
And ignite your bones
And I will try to fix you

High up above or down below
When you too in love to let it go
If you never try you'll never know
Just watch and learn

Lights will guide you home
And ignite your bones
And I will try to fix you

(Coldplay, Fix you, X&Y)

7. júní 2005

X & Y

ok, er LOST að verða way creepy eða hvað?!?
Horfði sem sagt á þáttinn í gær og fylltist skelfingu.. vil samt ekki gefast upp og lesa eða ná mér í þættina og ég bið fólk sem hefur klárað syrpuna að hafa hemil á sér, takk fyrir takk!
Helgin fór í vinnu og að borða Lay's ketchup chips, glápa á miður gott sjónvarpsefni og chilla... Er svo búin að fá meiri vinnu næstu 2 vikurnar þannig að þetta er allt að koma...

Keypti mér x&y með Coldplay í dag.. hann er schnilld og ekkert nema.. svona klassísktur coldplay með þrusunýju ívafi.. i like, i like..

19 dagar þar til ég fer aftur suður, tæpar 6 vikur í Harry Potter, lífið er gott

5. júní 2005

the kissing game

datt í hug að deila þessu með ykkur...

Part Playful Kisser


Kissing is a huge game for you, a way to flirt and play
You're the first one to suggest playing spin the bottle at a party
Or you'll go for the wild kiss during a game of truth or dare
And you're up for kissing any sexy stranger if the mood is right!

Part Expert Kisser


You're a kissing pro, but it's all about quality and not quantity
You've perfected your kissing technique and can knock anyone's socks off
And you're adaptable, giving each partner what they crave
When it comes down to it, your kisses are truly unforgettable

4. júní 2005

það er til guð...

... því í dag fékk ég LAYS FLÖGUR MEÐ TÓMATSÓSUBRAGÐI!!!. Þennan dýrindismat hef ég ekki fengið í 2 ár (já 2!!) þar sem að þessi matur hefur hingað til takmarkast við hitt heimalandið mitt, Kanada! Takk Ingibjörg fyrir að blogga um crisps í morgun og takk takk, tusund tak Bjössi fyrir að fatta að þessar flögur væru nú fáanlegar í Nettó (styrkja mína heimabyggð)!!

Ég skora hér með á alla að drífa sig í næstu Nettó búð og kaupa sér Lays Ketchup chips og láta bragðlaukana njóta dásemdar lífsins...

3. júní 2005

TGITW

úúúúuúúúffff... loksins komin helgi... en ég er reyndar að vinna báða dagana á torginu.. hmm.. o jæja, það er alla vega helgi, leiðinlegt sjóvarpsefni og lítið annað hægt að gera en leggjast bara í bólið og reyna að ná almennilegum svefni...
Horfði samt á frekar fyndinn þátt að Það var lagið með Hemma gunn áðan. tveir óperusöngvarar sem stálu þættinum gjörsamlega. snilld.

held ég sé að fara í teiti til Homie á morgun til að fagna Viðskiptafræðingsgráðunni hans og hver veit nema maður tjútti eitthvað fram á nótt...

2. júní 2005

péningar

vá.. ég hefði kannski átt að blogga minna um péninga og að hlægja alla leið í bankann, ahemm... Eins og flestir tóku eftir var 1. júní í gær og hjá mörgum útborgunardagur. Þar sem ég er búin að vera í láglaunastarfi í allan vetur sá ég loksins fram á mannsæmandi útborgun og beið spennt allan daginn eftir að ég fengi sms í símann um að laun hefðu verið lögð inn á reikninginn.. ég beið.. og beið.. og beið.. því miður beið ég of lengi því ég fékk ekki launin! ég hló ekki. Það tók svo 2 símtöl og mikið klór í hausnum að finna út úr þessu en loksins komu launin inn á reikninginn. en ég gat ekki tekið út og engin innistæða.. hmm *hux hux*. jújú, yfirdrátturinn féll um morguninn og ég hafði gleymt að endurnýja hann. ég hló ekki heldur þá.
1 símtali seinna og mikilli þolinmæði átti ég loksins péninga...

merkilegt samt að þurfa bara að hringja til að redda málunum.. segir manni að það sé ennþá til gott fólk sem nennir að hlusta á mann..

1. júní 2005

dofin í framan

ok, fór til tannlæknis í gær. Það er nú svo sem ekki í frásögu færandi nema vegna þess að ég þurfti að láta laga fyllingu sem hafði losnað og svo var eitthvað annað sem hann vildi kíkja á. Nú, ég er ekki hress með deyfingar en veit að annars er þetta drullu sárt þannig að ég lét mig hafa það að hann þrusaði nálinni í efri góminn þannig að ég var dofin upp á nef svo eins og hálft andlitið. En svo tók verra við. Hann þurfti nefnilega að deyfa svo hinum megin NIÐRI þannig að þeim megin var ég dofin í kjálkanum, hálfri tungunni og vörinni. Ég gat ekki blístrað, ekki kyngt almennilega, ekki drukkið né borðað neitt og leið eins og ég gæti ekki almennilega andað vegna þess að tungan væri svo bólgin!
Á endanum slapp ég þó úr prísundinni, labbaði heim hálfvönkuð, horfði á Lost og sofnaði svo.

held ég ætli að taka því mjög rólega í kvöld, lesa áfram í Rigning í nóvember og kíkja svo aftur á bókasafnið á morgun...