2. júní 2005

péningar

vá.. ég hefði kannski átt að blogga minna um péninga og að hlægja alla leið í bankann, ahemm... Eins og flestir tóku eftir var 1. júní í gær og hjá mörgum útborgunardagur. Þar sem ég er búin að vera í láglaunastarfi í allan vetur sá ég loksins fram á mannsæmandi útborgun og beið spennt allan daginn eftir að ég fengi sms í símann um að laun hefðu verið lögð inn á reikninginn.. ég beið.. og beið.. og beið.. því miður beið ég of lengi því ég fékk ekki launin! ég hló ekki. Það tók svo 2 símtöl og mikið klór í hausnum að finna út úr þessu en loksins komu launin inn á reikninginn. en ég gat ekki tekið út og engin innistæða.. hmm *hux hux*. jújú, yfirdrátturinn féll um morguninn og ég hafði gleymt að endurnýja hann. ég hló ekki heldur þá.
1 símtali seinna og mikilli þolinmæði átti ég loksins péninga...

merkilegt samt að þurfa bara að hringja til að redda málunum.. segir manni að það sé ennþá til gott fólk sem nennir að hlusta á mann..

2 ummæli:

Rottan sagði...

Þetta fólk fær borgað fyrir að hlusta á þig. Ég myndi tala miklu oftar við þig ef ég fengi borgað fyrir það.

Lára sagði...

bwahahaha! takk kærlega.. held ég mæti ekki til þín á laugardaginn væni! :)