4. júní 2005

það er til guð...

... því í dag fékk ég LAYS FLÖGUR MEÐ TÓMATSÓSUBRAGÐI!!!. Þennan dýrindismat hef ég ekki fengið í 2 ár (já 2!!) þar sem að þessi matur hefur hingað til takmarkast við hitt heimalandið mitt, Kanada! Takk Ingibjörg fyrir að blogga um crisps í morgun og takk takk, tusund tak Bjössi fyrir að fatta að þessar flögur væru nú fáanlegar í Nettó (styrkja mína heimabyggð)!!

Ég skora hér með á alla að drífa sig í næstu Nettó búð og kaupa sér Lays Ketchup chips og láta bragðlaukana njóta dásemdar lífsins...

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Takk fyrir að bjalla í mig og segja mér frá þessu! Ég hef beðið eftir þessu síðan ´93!

Lára sagði...

hehe ekkert að þakka! þú varst með fyrstu mönnum sem ég hringdi í :) only true canooks vita hvað þetta er gott ;)