24. júní 2005

réttið upp hönd...

... ef þið vissuð að það er ísbíll á Akureyri!?!?! Ég komst að þessu í dag þegar ég kom heim af Subway (matarleiðangur) og móðir mín sagði að ísbíllinn hefði komið og lagt fyrir framan húsið okkar. "Ísbíll?" sagði ég. "Já, ísbíllinn sem keyrir um bæinn og fer í sveitina og meira að segja í vaglaskóg og svona".. Halló?!? það hafði algjörlega gleymst að segja mér frá þessu!
Þessi bíll lagði sem sagt beint fyrir framan húsið mitt og dinglaði, svona eins og ekta ísbíll... ég hefði dreeepið fyrir að sjá hann! nú hef ég aðeins 2 daga til að finna út leiðina sem hann keyrir og reyna að ná mynd af honum!!


og kannski versla af honum líka :P

2 ummæli:

Eva Þórarinsdóttir sagði...

já ég vissi af honum en ekki að hann kæmi í sjálft gettóið og hvað þá í grundó..ótrúlegir hlutir gerast sem sagt enn ;) hlakka til að sjá þig aftur í borginni

Lára sagði...

hehe já ótrúlegt! hlakka líka til að sjá þig