30. apríl 2006

á bakvið tvær hæðir

Síðasti dagurinn í apríl. Sit á sama stað og fyrir mánuði síðan, búin með ýmis verkefni en á enn eftir að klára önnur. Líður mun betur um þessi mánaðarmót heldur en þau síðustu. Hver veit, kannski verður maí toppurinn - eða byrjunin á toppnum.

Ég er föst í tónlist þessa dagana. Hlusta á sömu lögin aftur og aftur og aftur.
Hlustaði á gamlan Múm disk í dag - fékk mig til að brosa, loka augunum og gleyma hvar ég var í smá stund.

Veit ekki hvað ég á að segja... langar að segja eitthvað en þetta er það eina sem kemur út úr mér.

Ef hægt væri að búa til "soundtrack of my life", hvaða lög væru þá á plötunni?

29. apríl 2006

yo girls




Búin í prófinu.. gekk ágætlega en þurfti stundum að toga upplýsingarnar upp úr mér ;)
Skellti hér inn mynd af Ólöfu, Salóme og mér þegar við fórum á árshátíðina í mars..
Rosalega var maður fínn!

Ég er líka að uppfæra myndasíðuna mína og er búin að setja inn myndir frá því í Kanada.. er að vinna í því að skrifa við þær allar þannig að ég vona að þið sýnið biðlund :) Ætla svo að setja inn fleiri gamlar og góðar.. leiðinlegt að hafa svona síðu og geta aldrei neitt með hana.. ég mun setja inn fréttir hérna jafnóðum

Á núna eftir að klára málnotkunar áfangann en það klárast vonandi í kringum 11. maí..

Er að hlusta á forever young (að sjálfsögðu) og er á leiðinni í bónus að kaupa eitthvað gott.. það er laugardagur og ég var að klára næst síðasta áfangann í MA náminu mínu :D

28. apríl 2006

Ung að eilífu

Á að vera að læra og er að læra.. en ég er líka alveg föst í þessu lagi.. fannst það flott með Alphaville en finnst það ennþá flottara í útgáfu Youth group, u know, lagið sem er í OC auglýsingunni á skjánum?
love it - og textinn er snilld. takið sérstaklega eftir kaflanum sem er skáletraður...


Let’s dance in style, lets dance for a while
Heaven can wait we’re only watching the skies
Hoping for the best but expecting the worst
Are you going to drop the bomb or not?

Let us die young or let us live forever
We don’t have the power but we never say never
Sitting in a sandpit, life is a short trip
The music’s for the sad men

Can you imagine when this race is won
Turn our golden faces into the sun
Praising our leaders we’re getting in tune
The music’s played by the madmen

Forever young, I want to be forever young
Do you really want to live forever, forever and ever

Some are like water, some are like the heat
Some are a melody and some are the beat
Sooner or later they all will be gone
Why don’t they stay young

It’s so hard to get old without a cause
I don’t want to perish like a fading horse
Youth is like diamonds in the sun
And dimonds are forever


So many adventures couldn’t happen today
So many songs we forgot to play
So many dreams are swinging out of the blue
We let them come true

Am I shit or champagne?

Ég er að fara í munnlegt próf í íslenskri bókmenntasögu á morgun kl. 9:00. Spurningin mín var löng og loðin og ég veit ekki hvort ég sé á réttri leið í undirbúningnum... kúkur eða kampavín - það er spurning

Sit með teppi vafið utan um mig eins og trefil/poncho/sari.. mjög fyndin tilraun til að hlýja mér hérna fyrir framan skjáinn.

óþolandi hvað stefið í 6 til 7 minnir mig á litlu stefin í Will og Grace... held alltaf að þau séu í sjónvarpinu..

Er enn í sjokki yfir því að Wendy kjellinga, púkó, gamaldags truntan hafi komist áfram í Project Runway.

Það er ekkert samhengi í þessu..

ætla að fá mér Magic því ég er svo þreytt

27. apríl 2006

klukkuð af Ingibjörgu

Sem betur fer er þetta stutt!

1. Which book has made the greatest impact on you? Either as a good read or as a "aha" experience?

Það eru einungis tvær bækur sem ég hef þurft að lesa strax aftur eftir að ég kláraði þær:
Eftirmáli regndropanna e. Einar Má Guðmundsson. Las hana fyrst þegar ég var 16. ára og les hana tvisvar til þrisvar á ári og uppgötva alltaf eitthvað nýtt
In the Skin of a Lion e. Michael Ondaatje. Það er eitthvað svo hrikalega heillandi við þessa bók og leiddi mig í raun að skemmtilegu BA verkefni í enskunni ;)
Mér finnst að báðar þessar bækur hafi náð að grípa aðeins í mig og hreiðrað um sig í sálinni... svo hafði ég reyndar sjúklega gaman af The New York Trilogy e. Paul Auster - fyrst á íslensku og svo á ensku.. schnilld.

2. Which genre do you read most? Novels, crime-stories, biographies, poetry or something
Skáldsögur og stundum ljóð.. bara ef þau eru sérstaklega vel skrifuð (helst af fólki sem ég þekki :)
3. What was the last book you read?
Fyrir skólann las ég Rómeó og Júlíu á frummálinu og í 3 íslenskum þýðingum (an eye opener) en mér til skemmtunar las ég síðast ... jesús minn. held það hafi verið The undomestic goddess (stelpubók) Á náttborðinu eru allar bækurnar sem ég fékk í afmælisgjöf í janúar!
4. Which sex are you?
Alveg að rokka kvekyninu hérna sko…

Held ég klukki þá sem koma hér inn og hafa ekki verið klukkaðir áður! (that means you Lisa!)

25. apríl 2006

já djóoooook

ok, færslan frá því í gær poppaði inn núna.. frábært.

allt er þá þrennt er...

Ég er ekki sátt við blogger núna - bloggaði í gær og fyrradag og báðar færslurnar duttu út *hnuss*.
þetta er því tilraun þrjú og ef hún tekst ekki þá hætti ég hérna.. en þá væri ég líka að rausa þetta við sjálfa mig.. oh well..
Ég átti sem sagt skemmtilega helgi þar sem ég hjálpaði Lisu að mála, fór í staffapartý á Ara og svo beint þaðan í afmælisboð til Maríu Erlu. skemmti mér konunglega á öllum stöðum og lá svo mestan part sunnudagsins í sófanum heima og skammaðist mín ekkert fyrir það ;)

Í gær byrjaði endaspretturinn í náminu og gengur ágætlega, nema hvað verkamennirnir í bakgarðinum hafa fundið ástina í lífinu sínu - loftborinn.
Ég held ég flýi húsið áður en langt um líður og setji upp bækistöðvar á bókhlöðunni.
Alveg að koma 1. maí.. alveg að koma sumar aftur...

24. apríl 2006

málningarvinna, afmæli og sjónvarpsgláp

Enn hvað helgin var fín!
Ég eyddi laugardeginum með Lisu og mömmu hennar, þar sem kláruðum svefnherbergið hennar Lisu og settum saman eitt náttborð úr Ikjea. Eftir þessa maraþon vinnu skellti ég mér í staffapartý á Ara og svo þaðan í afmælispartý Maríu Erlu. Ótrúlegt stuð og alltaf gaman að sjá fólk sem maður annars hittir ekkert. skál í boðinu!
Ég skálaði kannski of mikið og tók því mjög rólega í gær, lá eiginlega bara á sófanum og glápti á uppáhalds, uppáhalds sjónvarpsefnið mitt á þessum árstíma - jújú, Evróvisjón spekúlanta norðurlandanna! Jósteinn, Thomas og Eiríkur halda stuðinu gangandi og sænska bomban reynir að vera sæt og fyndin - gengur misvel. Danir senda alltaf einhverja kjána sem virðast óvanir fyrir framan myndavélarnar svo þeir eru alveg úti á túni.. en stuð, stuð, stuð!

Í dag er loksins komið gott veður aftur (og ég skal halda mig fjarri grillinu, Hjalti)en ég sit við skjáinn og þýði og læri undir próf til skiptis.

vonum að veðrið haldist...

21. apríl 2006

sumarið kom - og fór

Í gær var sumardagurinn fyrsti. Ég ákvað að grilla svona í tilefni dagsins. Þegar ég var að snúa sneiðunum við, til að fá jafna brúnku á báðar hliðarnar, þá fór að rigna.
Það rignir enn.

gleðilegt sumar

18. apríl 2006

suður aftur

jæja,
þá er ég komin aftur suður, páskarnir búnir. Ég lenti óvænt í því að framlengja dvöl mína heima á Akureyri því ég átti að koma hingað á laugardaginn. Það var hins vegar svo mikil þoka heima að fluginu mínu seinkaði langt fram eftir degi og þá sá ég ekki tilgang með för minni. Breytti miðanum og eyddi því páskadegi í matarát!
Fríið var nú afskaplega gott, ég fór í fermingarveislu, fór í matarboð, horfði á litla frænda minn í draugaleik (sem endaði nú með snúinni framtönn og og bólginni vör, æ æ) og át páskaeggið mitt. Ég hélt nú að ég væri kannski gráðug að kaupa númer 4 í bónus en nei, mitt egg var minnst á heimilinu!
Ég nennti nú hreinlega ekki að blogga fyrr en núna - hafði það svo assgoti gott við sjónvarpsgláp og lestur... náði samt ekki að klára múmínálfana..

Framundan eru 2 verkefni, 2 próf og 1 þýðing fyrir 2. maí.. á ekki bara að spíta í lófana??

12. apríl 2006

Því María og Lisa og Ingibjörg gerðu það :)

You Are Apple Green

You are almost super-humanly upbeat. You have a very positive energy that surrounds you.
And while you are happy go lucky, you're also charmingly assertive.
You get what you want, even if you have to persuade those against you to see things your way.
Reflective and thoughtful, you know yourself well - and you know that you want out of life.

Fermingar, svefn og pípuhattur galdrakarlsins

Það er eins og ég hafi slökkt á sjálfri mér. Ótrúlega gott að koma heim og hvíla sig á öllu sem maður er að gera fyrir sunnan. Það heyrist meira að segja minna í umferðinni hér hjá pabba og mömmu, enda búa þau ekki í miðju bæjarins líkt og ég ;)
Er búin að fara í eina fermingarveislu þar sem ég fékk ótrúlega góðan mat og jafnvel betri kökur eftir á. Alltaf gaman að hitta ættingja og skoða hvað barnið fékk í gjafir.
Síðan á sunnudaginn hef ég lítið gert nema lesa skólabækur, sofa og spila Civ III. Ég fann þó gamlan vin í hillunni hérna heima - bók um múmínálfana!
Pípuhattur Galdrakarlsins er ein snilldar lesning. Hef kíkt í hana á kvöldin og rifjað upp hvað mér fannst hún fyndin og skrýtin á sama tíma. Var aldrei hrifin af Hemúlnum - hann var eins og draugur!

Ég er líka búin að sækja um vinnu, sendi eina umsókn í gær og sendi aðra í dag.. fæ að vita úr þeim báðum í kringum mánaðarmótin... vonum það besta!

8. apríl 2006

gleymska

ég gleymdi að sjálfsögðu að minnast á sigur MA í gettu betur...geðveik keppni, spennan að drepa alla (þrátt fyrir að þeir væru yfir allan tímann) og þegar þau sungu skólasönginn.. vá!

gleymdi líka að segja að ég er að drepast úr strengjum.. er illt í öllum líkamanum.. það er gott :)

er á leiðinni í bólið - keyri norður í fyrramálið.. eða það er kominn laugardagur.. á eftir þá.. tjuuuus

7. apríl 2006

Pétur Pan, Amélie og jólin 1984

Ég er búin að klippa mig... stutt!
Ég er ennþá að venjast því að hafa ekki langa lokka, sem festust iðulega í rennilásnum á úlpunni minni, festust undir bandinu á axlartöskunni, festust í teygjum svo hálfur hársvörðurinn logaði. En ekki lengur! Þið ykkar sem ekki hafið séð mig enn verðið að bíða aðeins lengur - set inn mynd síðar ;)

Átti alveg hreint frábæran dag í gær þegar ég skilaði af mér ritgerð um Tristram og Ísöndu, fór í ræktina (40 mín. á brettinu, takk fyrir takk!) og fór svo í matarboð með þýðingafræði gellunum mínum. Ég hló svo mikið og borðaði ógrynni af mat að ég er ennþá að jafna mig! Takk fyrir frábært kveld stúlkur og skemmtisögur!!

Í dag er ég að ganga frá ofaní ferðatösku því á morgun ætlum við Eva systir að bruna norður í páskaveðrið þar og tjútta í viku eða svo. Hlakka til að komast aðeins í burtu.

Föstudagur, kalt úti, var að drekka gulrótarsafa með skvettu af eplasafa útí... nammi namm!

Hafið það "bra" um helgina!

4. apríl 2006

hlátur og breytt viðhorf

Sat og hlustaði á víðsjárpistil um hegðun unglinga og datt næstum því af stólnum, vegna hláturs, yfir skarplegum athugasemdum og lýsingum á þessum "þjóðflokki" sem kallast unglingar. ekki er nú langt síðan ég var unglingur en ekki var ég að veitast að fólki í strætóskýlum.. held ég hafi valdið foreldrum mínum meiri vandræðum en öðrum.. ja, kannski gamli enskukennarinn minn í gagganum verði ekkert allt of glaður að sjá mig í vor! hahaha!

Það er kominn tími á breytingar - fer í klippingu annað kvöld og faxið skal af.. það er komið nóg af síðu hári ... í bili :)
sit núna við tölvuna, hlusta á johnny cash kyrja cover lög á American III...

I See A Darkness

Well, you're my friend
And can you see
Many times we've been out drinking
Many times we've shared our thoughts
Did you ever, ever notice, the kind of thoughts I got
Well you know I have a love, for everyone I know
And you know I have a drive, for life I won't let go
But sometimes this opposition, comes rising up in me
This terrible imposition, comes blacking through my mind

And then I see a darkness
Oh no, I see a darkness
Do you know how much I love you
Cause I'm hoping some day soon
You'll save me from this darkness

Well I hope that someday soon
We'll find peace in our lives
Together or apart
Alone or with our wives
And we can stop our whoring
And draw the smiles inside
And light it up forever
And never go to sleep
My best unbeaten brother
That isn't all I see

And then I see a darkness
Oh no, I see a darkness
Do you know how much I love you
Cause I'm hoping some day soon
You'll save me from this darkness


enginn flottari

3. apríl 2006

síðasta skólavikan

Var svo yfirspennt á fimmtudaginn að ég fékk það beint í hausinn á föstudaginn og lagðist í veikindi um helgina. Maður þarf að passa sig á stressinu!
Er nú orðin frísk aftur, svona að mestu leyti, og sit heima í lærdómi. Þetta er síðasta skólavikan mín og merkilegt nokk held ég að þetta verði síðasti lærdómur minn í bili (ef frá er talin ritgerðin mín). Þarf að fá almennilega pásu aftur.. kannski ég taki mér hálfsmánaðar frí eftir prófin þangað til ég fer að vinna í ritgerðinni..

Er að reyna að klára sem mest ég get áður en ég bruna norður í eitt stykki fermingu og smá páskafrí sem mun samt innihalda mikinn lærdóm fyrir munnlegt próf í bókmenntasögunni. Á eftir að lesa svolítið um 20. öldina og glósa helling líka.
En það verður gott að komast "heim" í smá stund ;)

takk enn og aftur fyrir allar frábæru kveðjurnar við síðasta innslag, það er yndislegt að sjá hvað maður á í raun marga og góða vini.. maður gleymir því stundum..
takk ezzkurnar mínar