7. apríl 2006

Pétur Pan, Amélie og jólin 1984

Ég er búin að klippa mig... stutt!
Ég er ennþá að venjast því að hafa ekki langa lokka, sem festust iðulega í rennilásnum á úlpunni minni, festust undir bandinu á axlartöskunni, festust í teygjum svo hálfur hársvörðurinn logaði. En ekki lengur! Þið ykkar sem ekki hafið séð mig enn verðið að bíða aðeins lengur - set inn mynd síðar ;)

Átti alveg hreint frábæran dag í gær þegar ég skilaði af mér ritgerð um Tristram og Ísöndu, fór í ræktina (40 mín. á brettinu, takk fyrir takk!) og fór svo í matarboð með þýðingafræði gellunum mínum. Ég hló svo mikið og borðaði ógrynni af mat að ég er ennþá að jafna mig! Takk fyrir frábært kveld stúlkur og skemmtisögur!!

Í dag er ég að ganga frá ofaní ferðatösku því á morgun ætlum við Eva systir að bruna norður í páskaveðrið þar og tjútta í viku eða svo. Hlakka til að komast aðeins í burtu.

Föstudagur, kalt úti, var að drekka gulrótarsafa með skvettu af eplasafa útí... nammi namm!

Hafið það "bra" um helgina!

1 ummæli:

Syneta sagði...

Hafðu það "bra" sömuleiðis fyrir norðan:)