27. júlí 2007

Af starfsþjálfun, skriftum og sushi

Það er merkilegt hvað maður dettur úr blogg stuði yfir sumartímann. Ég er búin að vera ansi upptekin í júlímánuði við að skrifa ritgerðina, hitta mína elstu og bestu vini og svo fór ég í starfsþjálfun í þessari viku.

Ég er sem sagt búin að vera að þýða síðustu 5 daga og er rétt að venjast þessu öllu saman áður en ég byrja svo af fullum krafti á miðvikudaginn. Ritgerðin hefur því beðið í saltlegi og verð ég því að vera dugleg um helgina svo þetta ryðgi ekki...

Eva Stína og Guðjón eru í bænum og héldum við Sushi-matarboð með Ingu Björk um síðustu helgi sem gekk svo vel að ég át yfir mig (og vel það) og held ég geti ekki borðað sushi aftur í svolítinn tíma! Þetta var eins og maðurinn sem sprakk af mintunni - þannig leið mér.

er að lesa Potterinn - klára hann í kvöld. Mér finnst frábært hvað allir hafa þagað yfir söguþræðinum. Það er sjaldgæft á þessum síðustu og verstu.

Best að kíkja á feitar fjölskyldur keppa í þyngdartapi... langar skyndilega í ís ;)

20. júlí 2007

föstudagskvöld

hvað er málið?
það er einhver "fjölskyldumynd" á rúv (eins og vanalega) og mig langar mest til að kasta mér í sjóinn eftir að hafa kveikt á þessu fyrir rælni...

16. júlí 2007

klukkuleikir

mér leiðast oft klukkuleikir en Lisa mín á skilið að ég geri þetta :)

8 handahófskenndar staðreyndir um mig

1. Ég hlæ upphátt í svefni.
2. Mér leiðist að festa tölur á föt.
3. Ég á bestu vini í heimi.
4. Ég á erfitt með að klára hluti.
5. Ég elska gott kaffi.
6. Ég er hrædd við hafið.
7. Mig langar til að búa á Írlandi einhvern tíma.
8. Ég hlakka til að klára námin mín - þreytt á þessu!

There you have it.. er nánast að detta út af þessu bloggi - er föst í Facebook if you're interested...

9. júlí 2007

heilaprump

enn einn mánudagurinn - þeir koma víst með reglulegu millibili ;)
sit á amtinu og pikka inn afrakstur morgunsins sem var býsna frjór! Ef þetta heldur áfram verður þetta lítið mál... ahemm..

Ég ætla að bregða mér út úr bænum í tvo daga og vera í kyrrð. Ekkert net, lítið útvarpstæki, reyndar sjónvarp sem nær rúv og gsm síminn en annað ekki. Ég verð að loka mig meira af til að ná góðri skorpu í ritgerðinni.

þessi færsla var í boði leiðinlegra frétta.is

4. júlí 2007

Reykjavík

kom heim í gær eftir 5 daga í borg óttans, sódómu, sollinum - þið megið velja ;) las 2 bækur, Dauðarósir eftir Arnald og Viltu vinna milljarð. Þær voru báðar fínar og ágætis sumarlesning.

ég fór í:
*smáralind
*ikea
*keiluhöllina
*byko
*matarboð í hafnarfirði
*heimsókn til Lisu :D
*parki
*innx

og örugglega fleiri staði sem ég er að gleyma núna - en þetta var sem sagt fín ferð, ekkert stress, nema í umferðinni og gott að hitta Evu sys og kúra á sófanum hjá henni.

er dofin í hausnum í dag vegna þreytu svo ég læt þetta duga...