30. mars 2006

all things must come to an end

jæja.. þá er kominn tími til að tala.
Ástæða þess að ég er ekki búin að blogga neitt undanfarið er sú að ég stóð í viðræðum við vinnustaðinn minn um launaða þýðingavinnu í sumar. Ég hefði þá verið alfarið í þýðingum og ekki lengur þurft að klæðast gula hryllingnum. En í dag varð úti um þann draum þar sem við náðum ekki saman í launamálum.

Svolítið erfitt að horfa á eftir þessu starfi en ég er bara hreinlega meira virði en þeir voru tilbúnir að borga svo ég sagði starfi mínu lausu áðan.
Ég fer núna á fullt í það að finna mér aðra og betri vinnu en þarf að vinna smá uppsagnarfrest hjá þeim, en ekki samt við þýðingar.

Þetta er búið að taka á, vera einstaklega erfið vika og ég vil bara þakka öllum sem hlustuðu á mig, hjálpuðu mér að taka þessa ákvörðun og sannfærðu mig um að ég væri ekki klikkuð..

takk!

28. mars 2006

afsakið hlé

hef ekki verið í stuði fyrir bloggið.. hef margt og mikið að segja en það á ekki heima hérna.. held ég.. þó ég vilji ekki beint ritskoða sjálfa mig þá held ég að ég skrifi bara ekkert meira hér fyrr en ég er búin að ganga frá ýmsum málum.
svo það verður afsakið hlé skilti hér í smá stund...

vona að þið afsakið

22. mars 2006

Wicked Science

Já krakkar mínir, ansi er ég löt við að setja eitthvað hérna inn! Er andlaus andi...
Átti bara ansi ljúfan föstudag þar sem ég skellti inn þýðingu á skjáinn (þið ykkar sem eruð með adsl sjónvarp getið kíkt á þátt númer 5 í wicked science og séð nafnið mitt aftast ;)og kíkti svo í holtagarða til að græja svefnherbergið mitt.
Ég splæsti í nýjar gardínur og málningu og sef ég nú extra vel í nýútbúnu herbergi.
Helgin fór annars bara í vinnu, styttingu á gardínum og málningarvinnu og var ég það þreytt að fátt annað komst að!
Síðustu daga hef ég verið að vinna í skólaverkefnum og verð að klára þetta á næstu 4 vikum ef ég á að halda geðheilsu og klára þetta mastersnám.
Ég stend líka í samningaviðræðum með sumarvinnuna mína - fæ að vita meira á mánudaginn.

En, er sem sagt á lífi, lítið að frétta, langar að sofa endalaust...

17. mars 2006

Ó heilagur Patrekur

"Allt er vænt sem vel er grænt" gæti verið slagorð hjá Íþróttaálfinum en ég vil heldur fagna því að í dag er St. Patrick's day og ber hann loksins upp á föstudegi! Í dag langar mig að sitja á skítugri krá og sötra eins og eina kollu af bjór.
Ég man eftir litlum bar í Peterborough sem var með klukku á veggnum sem taldi stanslaust niður að þessum degi og að honum loknum byrjaði hún aftur að telja niður - alveg niður í sekúndubrot! Ahh, Kanada..

Fékk næturgesti í gær þegar systir mín og frænka komu frá London færandi mér m&m poka sem ég maulaði aðeins í morgun. Alltaf gaman að heyra ferðasögur - sérstaklega þar sem þær hittu Jamie Oliver á Fifteen! Vel gert!!

Er að fá hnút í magann því ég er um það bil að fara upp á skjáinn með þýðingu sem ég vann fyrir þá og nú er komið að dómsdegi : gott eða slæmt? Annars er ég merkilega ánægð með þýðinguna - læt ykkur hin þó um að dæma hana ef hún kemst inn hjá þeim ;)

Föstudagur, komin með ógeð á kvefinu mínu - nenni ekki að snýta gulgrænu lengur...

schönes wochenende

16. mars 2006

klukk-blogg

Jæja, Lisa klukkaði mig:

4 störf sem ég hef unnið um ævina:
Kirkjugarðar Akureyrar - allt möööögulegt og ómögulegt
Bréfberi (Íslandspóstur)
Sölumaður (Ikea, Lyf og Heilsa)
Hamborgaragella (Natten, hvar annars staðar??)

4 bíómyndir sem ég gæti horft á aftur og aftur:
Bridget Jones' diary
While you were sleeping
Lord of the Rings: Fellowship of the Ring
Top gun

4 staðir sem ég hef búið á: (eru reyndar bara 3)
Akureyri
Reykjavík
Peterborough, Kanada

4 sjónvarpsþættir sem mér líkar:
Vesturálman
Gilmore girls
CSI
LOST

4 síður sem ég skoða daglega fyrir utan bloggið:
simnet.is
hi.is
mbl.is
landsbanki.is

4 matarkyns sem ég held upp á:
Kjúklingurinn hennar mömmu
Samloka með hnetusmjöri
Kínverski maturinn sem pabbi eldar
Grjónagrautur

4 staðir sem ég vildi heldur vera á núna:
Á eyðieyju í karabíska hafinu
Á Ítalíu, helst ´í Toscana
Í góðu freyðibaði
Í heimsókn í Kanada

4 staðir sem ég hef heimsótt í fríum:
Bretland
Danmörk
Slóvenía
Þýskaland

4 bloggarar sem þurfa að gera þetta líka:
Íris Helga
Inga Björk
Bjössi (ef hann les þetta ;)
Garún

Jammsí, efast um að þið séuð nokkru nær en þetta er 'as good as it gets' í kvöld!

Starr reyndist ekki mikil stjarna

Já fyrir ykkur sem fylgist með Project Runway þá skiljið þið fyrirsögn dagsins! Anorexíu-lögfræðingurinn datt út í gær með ljótasta kjól sem ég hef séð lengi (þótt Robert hafi farið ansi nærri því líka!)en hinir kjólarnir voru margir hverjir fínir.

Er búin að vera á kafi þessa vikuna í skólanum og vinnunni og sé ekki fyrir endan á neinu en þó verður aðeins léttir á morgun - skila af mér verkefni - meira um það síðar.

Helgin er að koma á fullri siglingu (er ekki nýbúin að vera helgi?) og er ég að vinna báða dagana og mánudaginn líka, úff púff! Vona að næsta vika verði mér happadrjúg og ég nái að klára eða vinna langleiðina verkefni mitt um elskendurna miklu, rómeó og júlíu hans.

St. Paddy's day er á morgun - spurning um einn bjór?

13. mars 2006

það kemur alltaf aftur mánudagur

Góðri helgi er lokið.
Árshátíðin gekk glimrandi vel þrátt fyrir smá slappleika hjá mér og náði ég að líta ansi fabulous út að mati flestra þarna um kvöldið :) Byrjuðum á því að mæta til Katrínar í förðun og fordrykk og var ansi mikið spjallað við eldhúsborðið hennar. Eftir að við komum í víkingasalinn var borinn í okkur matur ásamt úrvals skemmtiatriðum og ræðum og verð ég að segja að þetta heppnaðist allt saman mjög vel. Ég veit samt ekkert hvernig ballið var því þá var ég orðin svo þreytt og máttlaus að ég hringdi í Evu systur og lét hana ná í mig!

Í gær átti ég svo bara dag fyrir mig. Gleymdi öllu stressi, allri vinnunni sem ég á eftir að vinna á næstu 30 dögum og lét fara vel um mig á sófanum mínum á milli þess sem ég lagaði aðeins til í herberginu og þurrkaði ryk af hillunum í stofunni.

En í dag er að sjálfsögðu mánudagur og þá þarf maður að vera duglegur að læra aftur. Er búin að klára strembið heimaverkefni í prófarkarlestri fyrir Málnotkun og er að demba mér í skrif Fjölnismanna inná timarit.is
fyrir bókmenntasögutímann á morgun.. svona er maður hress á mánudegi!

Vona að þið hafið haft það ljúft og skemmtilegt um helgina...

11. mars 2006

Árshátíð og að segja bless

Já kæra fólk ég er að fara á árshátíð Ikjea í kvöld! Húllumhæið byrjar þó um 3 leytið þegar við kvenfólkið ætlum að safnast saman og fá okkur eitt kampavínsglas yfir léttu spjalli og meikpúðum. Er búin að græja allt saman- eða næstum því ;)
Er á leiðinni í Smáralind að finna eitt stk. armband sem mér datt allt í einu í hug að væri sniðugt að vera með!
Ég verð annars mjög svört í kvöld - allt svart nema sokkabuxurnar, svei mér þá!

Ég sagði bless við gamla hottmeil netfangið mitt í gær og mun ekki lengur þekkjast unir 'koskinkorva'. Það var kominn tími á að slútta þessu sambandi þar sem hólfið mitt fylltist alltaf af rusli - óvelkomnu rusli. Ég nota nú annað netfang og held ég hafi fært ykkur öll yfir í nýja msn-ið mitt en endilega látið mig vita ef þið hafið ekki fengið póst og svona pop-up þegar þið loggið ykkur inn á msn :)

Í kvöld ætla ég að skála fyrir fortíðinni, skála fyrir nútíðinni og loks fyrir framtíðinni sem virðist bara geyma góða hluti og skemmtileg fyrirheit.

skál ezzzkan

8. mars 2006

Upp upp upp!

Líf mitt er á stöðugri uppleið þessa dagana! Er svooooooo ánægð í dag að ég er að springa úr gleði því ég er hægt og sígandi að ná markmiðum mínum og öðlast á reynslu sem ég þarf og vil fá!
Því miður ætla ég ekki að útskýra þetta neitt nánar í bili en langaði bara að deila með ykkur hvað ég er ánægð!


veivei!

held ég fái mér eitthvað gott að borða til að halda upp á þetta :)

7. mars 2006

að ferðast um heiminn með kókaín í faberge-eggi

Já það er fólk sem er með klassa og svo er fólk með vafasaman klassa. Kate Moss er nú alveg í sérflokki, einhvers staðar þarna á milli og vafraði víst milli verkefna með eggið sitt góða fullt af nasa-nammi. Sumt fólk, sumt fólk...

Fór í morgun í próf í Bókmenntasögu og gékk bara vel - bara ein spurning sem ég lokaðist alveg og gat ekkert svarað en hitt var bueno. Kom svo heim og fann óvæntan glaðning í pósthólfinu mínu.. meira um það síðar..

er á leiðinni út, þarf að kaupa nýtt strætókort, kíkja aðeins í ræktina og skella mér svo í vinnu í nokkra klukkutíma...

góðar stundir.

5. mars 2006

sunday, sunday

Átti ansi slappan leik í gær þar sem ég skrópaði í partý til hennar Lindu minnar (skamm skamm) en ég var bara búin á því eftir afgreiðslur dagsins... það tekur á að vera alltaf að vinna þær helgar þar sem annað hvort er nýbúið að borga út laun eða þá að nýtt Visa tímabil hefur tekið gildi!

Sat í staðinn í sófanum mínum og horfði á The Life Aquatic with Steve Zissou og hló eins og fáviti. skreið extra snemma í rúmið og dreymdi drauma um skrýtna kalla og skrýtin hús.. veit ekki hvað það snérist um..

Sit núna og pikka inn glósur úr bókmenntasögunni og bölva sjálfri mér fyrir að vinna ekki alltaf hlutina jafnóðum... *sigh*
en nú er þetta að klárast, bara örfáar vikur eftir og þá tekur við ritgerðasmíð sem mun eflaust standa fram að jólum ef ég þekki mig rétt!

ætla að hlusta einu sinni enn á lagið Ping Island/lightning strike op sem er tær snilld!

3. mars 2006

af heimsóknum og sigri MA

ahh.. ég átti frekar óskemmtilegan morgun í gær þar sem ég mætti extra snemma í skólann (fyrir kl. 8) til að prenta út blöð og svona og kíkti svo rétt á póstinn minn (sem ég hefði átt að gera áður en ég fór út!) og þar blasti við mér forfalla tilkynning frá Hauki... bölv og ragn fylgdu í kjölfarið, sérstaklega þar sem ég hafði eytt dýrmætum tíma í að lesa Sögu af Parmesi Loðinbirni kvöldið áður.. bölv, bölv, bölv. Jæja, ég skundaði nú heim til mömmu en hún er í heimsókn hjá mér og Evu systur í nokkra daga.
Ég lét mér svo leiðast í vinnunni því ekkert var að gera og fór svo í ísbíltúr með Ólöfu og missti þar af leiðandi af keppni MR-MA í Gettu betur! Ég verð nú samt að vera stolt af þeim og litla MA hjartað var glatt að sjá á mbl.is að þeir höfðu unnið. Klapp klapp! (og baula á MR)

Í dag er föstudagur, góður dagur með ekta glugga veðri enda ætla ég að halda mig innan dyra í dag - ef ekki heima þá í verslunarmiðstöðvum því mig vantar ennþá spariskó ;)

ble í bili og góða helgi öll sömul

1. mars 2006

Prestur strokinn

Fann þessa grein í tímaritinu Ísafold og er hún frá 3. ágúst 1887:
Prestur Strokinn
Sóknarpresturinn að Hvammi í Laxárdal í Skagafjarðarsýslu, síra Magnús Jósepsson, er í síðastliðnum mánuði hlaupinn af landi burt til Vesturheims með fjölskyldu sína, frá brauði sínu í algjöru reiðuleysi og án nokkurra skila. Hann mun hafa flosnað upp til fulls á þessu voru, og viðskilnaðurinn var sá að öll kúgildi staðarins eru gjörsamlega farin, beinagrindur af 5 hrossum lágu í kringum bæinn, ekkert hrossbein slórði af nema eitt mertryppi veturgamalt, 2 kýr tórðu kálflausar og mjög magrar, og 20 kindur komu fram, allar ullarlausar og horaðar. Kirkjan, að kalla fallin, átti um 900 kr. í sjóði inni hjá prestinum.
Prófastur frétti ekki til þessa tiltækis fyr en síra Magnús var kominn alfarinn á Sauðárkrók. Brá hann strax við, en fjekk eigi kyrrsett prestinn, sem sagðist fara af landi burt hvenær sem hann gæti, væri hann ekki hafður í böndum, og fargjald fengi hann annarstaðar að, sent og lánað, svo ekki yrði það af sér tekið. Prófasturinn fjekk að eins skriflega afhendingu á öllum eptirskildum eignum hans sem auðvitað ná stutt til þess, að staður og kirkja fái sitt.
Fróðlegt verður að frétta, hvort nokkur ízlenskur söfnuður í Vesturheimi tekur þennan mann fyrir prest sinn á eptir.


Fyrstu línurnar vöktu hjá mér kátínu en svo þegar dró á söguna var hún alls ekki fyndin. Þvílík eymd og volæði sem fólk flúði.. síðustu línurnar eru samt ómetanlegar og gott dæmi um hvað fólki fannst hér!