3. mars 2006

af heimsóknum og sigri MA

ahh.. ég átti frekar óskemmtilegan morgun í gær þar sem ég mætti extra snemma í skólann (fyrir kl. 8) til að prenta út blöð og svona og kíkti svo rétt á póstinn minn (sem ég hefði átt að gera áður en ég fór út!) og þar blasti við mér forfalla tilkynning frá Hauki... bölv og ragn fylgdu í kjölfarið, sérstaklega þar sem ég hafði eytt dýrmætum tíma í að lesa Sögu af Parmesi Loðinbirni kvöldið áður.. bölv, bölv, bölv. Jæja, ég skundaði nú heim til mömmu en hún er í heimsókn hjá mér og Evu systur í nokkra daga.
Ég lét mér svo leiðast í vinnunni því ekkert var að gera og fór svo í ísbíltúr með Ólöfu og missti þar af leiðandi af keppni MR-MA í Gettu betur! Ég verð nú samt að vera stolt af þeim og litla MA hjartað var glatt að sjá á mbl.is að þeir höfðu unnið. Klapp klapp! (og baula á MR)

Í dag er föstudagur, góður dagur með ekta glugga veðri enda ætla ég að halda mig innan dyra í dag - ef ekki heima þá í verslunarmiðstöðvum því mig vantar ennþá spariskó ;)

ble í bili og góða helgi öll sömul

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

ég meilaði á þig á koskinkorvumeilið það er partei annað kvöld... vonandi kemstu

Lára sagði...

hehe já ég var að sjá það- er 95% viss um að mæta, ef ég er heil heilsu :)
ég læt þig vita á morgun ef ég þarf að afboða