7. mars 2006

að ferðast um heiminn með kókaín í faberge-eggi

Já það er fólk sem er með klassa og svo er fólk með vafasaman klassa. Kate Moss er nú alveg í sérflokki, einhvers staðar þarna á milli og vafraði víst milli verkefna með eggið sitt góða fullt af nasa-nammi. Sumt fólk, sumt fólk...

Fór í morgun í próf í Bókmenntasögu og gékk bara vel - bara ein spurning sem ég lokaðist alveg og gat ekkert svarað en hitt var bueno. Kom svo heim og fann óvæntan glaðning í pósthólfinu mínu.. meira um það síðar..

er á leiðinni út, þarf að kaupa nýtt strætókort, kíkja aðeins í ræktina og skella mér svo í vinnu í nokkra klukkutíma...

góðar stundir.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Kate Moss var með kókaín í Fabergé-eggi? Where have I been? Ég vissi það ekki... en vá hvað þetta er classy!!

Bjorn sagði...

"Nasa-nammi" er skemmtilega flókið. Ég hélt amk fyrst að þú værir að gefa í skyn að kókaín sé mikið notað á Nasa. Svo fattaði ég að þetta gæti líka átt við um nasir, sem eru einmitt notaðar til kókaínneyslu. Þá datt mér í hug að ef til vill væri þetta viljandi gert og blanda af hvoru tveggja. Hömm.

Æi, bara að hugsa upphátt.

Lára sagði...

heh, já Bjössi veistu ég var bara ekkert að pæla í þessu! En svo við forðumst allan misskilning þá finnst mér kókaín ekki vera kúl og því ekki "nammi" í mínum augum -fannst þetta bara fyndið..
Já og ég hef aldrei komið inn á nasa þannig að ég veit ekkert um ástand á fólki þar inni ;)

en takk fyrir pælinguna!