7. mars 2006

að ferðast um heiminn með kókaín í faberge-eggi

Já það er fólk sem er með klassa og svo er fólk með vafasaman klassa. Kate Moss er nú alveg í sérflokki, einhvers staðar þarna á milli og vafraði víst milli verkefna með eggið sitt góða fullt af nasa-nammi. Sumt fólk, sumt fólk...

Fór í morgun í próf í Bókmenntasögu og gékk bara vel - bara ein spurning sem ég lokaðist alveg og gat ekkert svarað en hitt var bueno. Kom svo heim og fann óvæntan glaðning í pósthólfinu mínu.. meira um það síðar..

er á leiðinni út, þarf að kaupa nýtt strætókort, kíkja aðeins í ræktina og skella mér svo í vinnu í nokkra klukkutíma...

góðar stundir.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Kate Moss var með kókaín í Fabergé-eggi? Where have I been? Ég vissi það ekki... en vá hvað þetta er classy!!

Lára sagði...

heh, já Bjössi veistu ég var bara ekkert að pæla í þessu! En svo við forðumst allan misskilning þá finnst mér kókaín ekki vera kúl og því ekki "nammi" í mínum augum -fannst þetta bara fyndið..
Já og ég hef aldrei komið inn á nasa þannig að ég veit ekkert um ástand á fólki þar inni ;)

en takk fyrir pælinguna!