11. mars 2006

Árshátíð og að segja bless

Já kæra fólk ég er að fara á árshátíð Ikjea í kvöld! Húllumhæið byrjar þó um 3 leytið þegar við kvenfólkið ætlum að safnast saman og fá okkur eitt kampavínsglas yfir léttu spjalli og meikpúðum. Er búin að græja allt saman- eða næstum því ;)
Er á leiðinni í Smáralind að finna eitt stk. armband sem mér datt allt í einu í hug að væri sniðugt að vera með!
Ég verð annars mjög svört í kvöld - allt svart nema sokkabuxurnar, svei mér þá!

Ég sagði bless við gamla hottmeil netfangið mitt í gær og mun ekki lengur þekkjast unir 'koskinkorva'. Það var kominn tími á að slútta þessu sambandi þar sem hólfið mitt fylltist alltaf af rusli - óvelkomnu rusli. Ég nota nú annað netfang og held ég hafi fært ykkur öll yfir í nýja msn-ið mitt en endilega látið mig vita ef þið hafið ekki fengið póst og svona pop-up þegar þið loggið ykkur inn á msn :)

Í kvöld ætla ég að skála fyrir fortíðinni, skála fyrir nútíðinni og loks fyrir framtíðinni sem virðist bara geyma góða hluti og skemmtileg fyrirheit.

skál ezzzkan

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

góða skemmtun mín kæra - have a fabulous time ;) *smooch*

elisabet sagði...

skál fyrir þér!
og góða skemmtun í kvöld.