3. apríl 2006

síðasta skólavikan

Var svo yfirspennt á fimmtudaginn að ég fékk það beint í hausinn á föstudaginn og lagðist í veikindi um helgina. Maður þarf að passa sig á stressinu!
Er nú orðin frísk aftur, svona að mestu leyti, og sit heima í lærdómi. Þetta er síðasta skólavikan mín og merkilegt nokk held ég að þetta verði síðasti lærdómur minn í bili (ef frá er talin ritgerðin mín). Þarf að fá almennilega pásu aftur.. kannski ég taki mér hálfsmánaðar frí eftir prófin þangað til ég fer að vinna í ritgerðinni..

Er að reyna að klára sem mest ég get áður en ég bruna norður í eitt stykki fermingu og smá páskafrí sem mun samt innihalda mikinn lærdóm fyrir munnlegt próf í bókmenntasögunni. Á eftir að lesa svolítið um 20. öldina og glósa helling líka.
En það verður gott að komast "heim" í smá stund ;)

takk enn og aftur fyrir allar frábæru kveðjurnar við síðasta innslag, það er yndislegt að sjá hvað maður á í raun marga og góða vini.. maður gleymir því stundum..
takk ezzkurnar mínar

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

ég segi nú bara hlakka til að fá þig 'heim' aftur ;) esjan verður líklegast bara reddí þegar þú mætir aftur á sunnanvert hornið.

hlakka til að sjá þig og hafðu það gott fyrir norðan beibí ;) *knús*