23. júní 2005

310 London street

annað slagið þá hugsa ég ansi mikið um Kanada og þá mánuði sem ég var þar.. það fyndna er að það er ekki alltaf sömu hlutirnir sem ég hugsa um heldur rifjast oft upp smáatriði sem ég hélt ég væri búin að gleyma. Eins og nöfnunum á stöðunum sem ég fór á

Price Chopper var stórmarkaður rétt hjá okkur, svona bónus þeirra manna. þar keypti ég oft Lay's ketchup chips og National Enquirer og tölti svo heim yfir snjóskafla og ísilagðar gangstéttir.

The Night Kitchen var pínulítill pizzastaður, varla stærri en hjólhýsi og þú vissir aldrei hvernig pizza var til því þeir bökuðu bara úr því sem þeir áttu til þann og þann daginn. þeir áttu í harðri samkeppni við Pizza Pizza því þeir seldu 2 sneiðar og kókdós á sama verði og ein sneið hjá TNK.

The Trasheteria alltaf kallað bara the trash). skemmtistaður í 2ja hæða gömlu húsi í miðbænum. Á neðri hæðinni var dj en uppi voru pönkhljómsveitir og svona local talent. hélt upp á afmælið mitt þarna.. dansaði við Beastie Boys..

The Only. Hinn barinn þar sem við fórum oft. Eini barinn í Peterborough þar sem mátti reykja inni. svona sitjubar með ekta gömlu barborði og skrýtnu fólki inn á milli. Allir veggirnir voru þaktir innrömmuðum myndum af frægu fólki - allt frá Bítlunum til Einstein, Hendrix til Hemingway. Einu sinni á ári er haldin keppni þar sem fólk fær tækifæri til að giska á hverjir eru á öllum myndunum. Ennþá hefur enginn unnið.

The Montréal House (ávallt kallað The MoHo) Á hverjum miðvikudegi spilaði hljómsveit þar sem heitir The Silver Hearts. 10 einstaklingar sem spiluðu á píanó, fiðlu, flautu, básúnu og alls kyns hljóðfæri. Svona Tom Waits/New Orleans/blús/jazz fílíngur. Kanna af bjór á 9 dollara, ókeypis hnetur á öllum borðum - skurnin á gólfinu.

stundum sakna ég þess..

flesta daga hugsa ég bara um hversu heppin ég var að fá að upplifa þetta allt saman.

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hæ Lára, eigum við ekki að reyna að hittast stelpurnar næst þegar þú kemur í bæinn:) Tóta

Nafnlaus sagði...

nice ... annars líst mér vel á hitting :) kv mep

Nafnlaus sagði...

Ég er ekki en búin að heyra um Kanada... ég held að þú fórst rétt áður en ég flutti til Sviss... og ég hef ekki séð þig síðan ég flutti aftur heim... ertu ekki komin með rosalega kanadískan hreim... eða ertu enþá með breskan hreim sem mér fannst alltaf rosalega sætur!! :-)

Lára sagði...

hehehe ég get svissað á milli!! hvorugur hreimurinn hrekkur þó almennilega í gang fyrr en eftir nokkurra mínútna samtal (eða nokkra bjóra ;) já við verðum endilega að hittast við tækifæri Lísa og skiptast á sögum :)

Lára sagði...

já og ég vil endilega hitta þig líka tóta.. og maría! hehe verðum í bandi fljótlega.. ég er í skránni ;)