28. júní 2005

this is not the fat of now - this is the fat of another existence

þessa snilldarsetningu má finna í Absolutely Fabulous myndinni The Last Shout, þar sem Saffron ætlar að gifta sig..
Hef ákveðið að taka upp þessa möntru og hef skráð mig í ræktina frá og með næsta mánudegi! hlakka mikið til að sjá hversu mikla strengi ég verð með fyrstu vikurnar.. yum.

er að vinna í því að setja inn myndir í tölvuna og er búin að redda mér aðgangi á Fotki þannig að nú vonandi verður kominn inn tengill á hana ekki seinna en annað kvöld..

skrýtið hvað maður er fljótur að komast í gírinn með suma hluti en aðra ekki. Tók mig ekki langan tíma að versla í matinn, fara að elda á hverjum degi aftur og svoleiðis en rosalega er eitthvað erfitt að finna stað fyrir allt dótið mitt.. þetta hlýtur þó að hafa komist fyrir áður en ég fór norður.. hmm, verð að leggja hausinn í bleyti og hugsa þetta allt saman..

Engin ummæli: