18. nóvember 2004

snjóbuxur

ok, í dag er fimmtudagur og glöggir íslendingar eru farnir að taka eftir því að á þeim dögum fellur inn um bréfalúguna lítið blað sem heitir "helgin". Þetta er ágætasta vikublað sem fjallar að mestu leyti um jú, hvað annað en viðburði helgarinnar ásamt aragrúa af auglýsingum fyrir nýjustu sendingar af jólaskrauti. En það er til dekkri hlið á þessu blað - nefnilega að Ég þarf að bera það út ásamt 3 öðrum dreyfiritum (rúmfó að auglýsa jólacrap; nóatún að auglýsa danska daga og lyfja að moka í mann snyrtivörum fyrir jólin) og þegar maður er loksins búin að brjóta þetta allt saman og stinga ofan í tösku þá er maður orðin svo svartur á puttunum að fínu RB umslögin verða kámug og ljót og fólkið reitt.. uurrrr..já og gleymdi að fara í snjóbuxur í morgun og varð svo kalt á fótunum að ég kiknaði næstum í hnjánum sökum doða.. En, ég nenni ekki að kvarta yfir miklu í dag því þá er verð ég að breyta titlinum á síðunni í "kvart úr 101"..hehe væri samt fínt, svona meinhorn fyrir akureyringa fasta í reykjavík til að sækja sé menntun, hahaha..

Er annars að vinna að mjög leiðinlegu verkefni þessa dagana fyrir kúrsinn "Þýðingar, textar og orðræða" eða eins og Daníel í vinnunni sagði "já svona bull kúrs" ahh ungmenni borgarinnar kunna að beita tungumálinu. Tilfinningin sem hellist yfir mig í hvert sinn sem ég reyni að gera eitthvað minnir mig óneitanlega á þá daga í M.A. þegar við anna og ágústa vorum að gera verkefni um póstmódernisma fyrir siggu steinbjörns - ladies, muniði? Eða þegar ég átti að túlka rómantíska skáldsögu í kanada (sko ekki rauðu séríuna því ég hefði brillerað þar) og setti svo mikið skrautmál inní að kennarinn týndi þræðinum.. vel gert, vel gert.. Ég sé nú þó fyrir endann á þessu og vona að næsta vika boði betri tíma en þá ætla ég að greina bíómynd og hversu vel hún er þýdd.. hér er annars listi yfir þau verkefni sem ég þarf að skila af mér 10 des:
Þýðingafræði:
-6000 orða þýðing (með skýringum) á fræðitexta (búin með 4500 orð)
-6000 orða þýðing (með skýringum) á bókmenntatexta (búin með 4500 orð)
-ritgerð um fyrirlestur á fræðitexta cirkca 10bls (búin með fyrilestur 5-6bls)
Þýðingar,textar og orðræða:
-6000 orða þýðing á fræðitexta (með skýringum) (búin að finna greinina :)
-hópfyrirlestur um orðræðugreiningu (fyrirlestur eftir viku, verk. dauðans)
Fjölmiðlaþýðingar:
-Fyrilestur um skjá 1 og skýrsla (búin!!)
-Greining á bíómynd 10-15bls (klárast í næstu viku)
Amerískar bókmenntir frá suð-vestur landamærunum:
-Þýðing á smásögu (búin!!)
-ritgerð um erfiðleika í þýðingum á þessum bókmenntum (ekki búin að fá guidelines)

Og þar hafiði það! Ég ætla rétt að vona að ég haldi sönsum og nái að ljúka þessu öllu á næstu 3 vikum annars tékka ég mig inn á klepp og þið getið heimsótt mig þegar þið farið í IKEA..

Engin ummæli: