16. apríl 2007

fullorðins

Fór í bankann í dag og splæsti í líf- og sjúkdómatryggingar. Ég kíkti líka á reglubundinn sparnað, sá hvar ég ætti í raun og veru að tryggja bílinn minn og ákvað að héðan í frá yrðu fjármál mín í góðum höndum. Mér fannst ég vera hellings fullorðin þegar ég gekk síðan út úr bankanum.
Nú á ég bíl, er að borga af tryggingum og innan þriggja mánaða ætti ég að vera komin aftur í leiguhúsnæði. Limbóinu fer að ljúka.

Annars er limbó fyndið orð. Hvers vegna tala menn um að vera í limbói þegar allt er óvíst eða gengur upp og niður? Er það vegna þess að menn verða að beygja sig og bukta þegar menn fara í limbó? Hvur veit...

Það var PrestMA söngfundur í skólanum í dag og stjórnin klæddist fermingakirtlum og sungu hástöfum ásamt meginþorra nemenda. Kíkti aðeins við og söng eins og eitt lag hástöfum með Hóu stæ. Alltaf gaman að sjá hvað krakkarnir eru duglegir ;)

já og fyrir þá sem vita ekki hvað PrestMa er þá eru það prestssynir og dætur í MA (að mér skilst ;)

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Limbó er vísun til þess ástands að börn, sem ekki höfðu verið skýrð og engar syndir höfðu framið, lentu í ef þau dóu. Börnin voru þannig syndlau fyrir utan erfaðsyndina og gátu því ekki farið til himna og ekki áttu þau heldur að fara til helvítis. Áður en jesús leysti okkur undan erfðasyndinni gat það fólk sem lyfði syndlausu lífi líka lent í Limbóinu.

Kv. Rottan

Lára sagði...

Þetta er aldeilis fínt!
Ég veit nú fyrir víst að barnið þitt og barnið hennar Blake eru sko ekki synlaus. Þau eru með tvöfalda erfðasynd á bakinu - hina hefðbundu og svo "syndir feðranna" (eða mæðranna eftir því hvað á við) úr gettóinu :D

já og farðu svo að búa til síðu um strákinn! ómögulegt að fylgjast með ykkur fyrst þið eruð núna í fjarska ;)