27. apríl 2007

Morbid

Það er komin enn einn föstudagurinn! Apríl er að verða búinn og ef dæma má bloggsíður vina minna eru flest allir í sumarskapi! Garún snilli er að fara á Hvannadalshnjúk á morgun (goood luck!), Masa að fara að hjóla og sumarið er víst komið í Belgíu. Og hvað er mér svo efst í huga þessa dagana? Jú, sjúkdómar, lífslok og svo loks dauðinn.

Ekki skilja mig svo að ég sé í einhverri niðursveiflu, þvert á móti ;) Ég tók einfaldlega þá ákvörðun fyrir margt löngu að ég vildi hafa mín mál á hreinu ef eitthvað kæmi upp á. Síðustu mánuðina hef ég svo velt mikið fyrir mér erfðaskrá, svokallaðri lífsskrá og hvað ég vil að sé gert eftir að ég er fallin frá. Mér finnst allt of erfitt að hugsa til þess að foreldrar mínir eða maki (vonin lifir enn þar ;) þurfi að taka erfiðar ákvarðanir á versta tíma. Þess vegna er ég búin að líf og sjúkdómatryggja mig, skrifa undir lífsskrá og ætla mér að fá löglegt skjal þar sem mínar óskir varðandi jarðarför koma fram. Með því móti ætti ég að fá það sem ég vil og hlífa ástvinum mínum við slíkum 'óþarfa' hlutum.

Með allri lukku lifi ég löngu og heilbrigðu lífi og þessir pappírar safna bara ryki ofaní skúffu!

Hressandi föstudagsblogg, ekki satt? :D

2 ummæli:

't beertje sagði...

Ég hafði ákveðnar hugmyndir um jarðarförina mína einu sinni, sem ég deildi með nokkrum útvöldum. Síðan gleymdi ég því og nokkur ár liðu. Þegar mér er hugsað til baka vona ég að enginn muni eftir þessu - mér finnast til dæmis lögin sem ég bað um ekkert spes lengur.

Nú hugsa ég sem svo að ég verð ekki viðstaddur athöfnina, svo það er allt eins gott að gestirnir fái bara að ráða þessu. ;)

Lára sagði...

haha!
já, ég var nú reyndar ekki að hugsa um tónlistina.. meira svona: jarða eða brenna? legstein eða platta? veislu eða kyrrþey?