9. apríl 2007

Páskarnir

Gleðilega páskahátíð sem því miður er senn á enda. Ég fæ reyndar auka frídag, "þriðji í páskum" á morgun og engin vinna fyrr en á miðvikudaginn. Lífið er oft ljúft þegar maður er kennari ;)

Ég hef haft það mjög gott síðustu daga. Í fyrsta lagi er ég óð í að fara í bíltúr á nýja bílnum og býðst til að skutla öllum í búð/partý/matarboð :D Ég fékk einmitt nokkur skemmtileg heimboð síðustu daga: fyrst var spilakvöld hjá Hólmari og Valgerði á skírdag (takk fyrir mig ;) og svo lunch með Önnu Margréti og Ágústu (mmmm, nammi nammi) og svo matarboð hjá Ingu og Einari um kvöldið á laugardaginn. Takk fyrir mig krúttin mín!

Ég sit núna og býð eftir kínverskum chili-kjúklingi og svei mér ef ég er ekki til í að kíkja í bíltúr seinna í kvöld.. einhver með?

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

L'ara, 'eg tr'ui /'er ekki ... stafirnir eru eitthva[ bila[ir, ussj = 'eg tr'ui sem sagt ekki a[ /'u s'ert 'i FR'II! Ertu ekki heima me[ bunka af ritger[um}}}}

Berglind Steins

Lára sagði...

Ho ho ho! Engar ritgerðir hjá mér ;) sá mér leik á borði að vera í alvöru fríi um páskana og hafði skil annað hvort vel fyrir eða þá eftir páska ;)