12. september 2005

klukk

ok,
manni hefnist fyrir að lesa blogg annarra reglulega.. las áðan á síðunni hennar Ellu Maju að hún er víst að klukka mig (og fleiri) til að deila 5 handahófskenndum staðreyndum um sjálfa mig.

1. Ég er heilluð af alvöru krufningum á látnu fólki, ekki "ó-ekta" eins og sést í CSI og fleiri þáttum. Það er eitthvað svo hrikalegt en á sama tíma svo sjúklega spennandi.

2. Ég hef aldrei ekið hringinn í kringum landið. Svæðið á milli Stokkseyrar og Djúpavogs er ókannað svæði fyrir mér... einhvern daginn, einhvern daginn...

3. Mér finnst hákarl góður á bragðið. Virkilega góður.

4. Þrátt fyrir að ég dáist að fegurð hafisins er fátt sem ég hræðist meira. Ég get ekki horft á kafbátamyndir eða myndir sem fjalla um hamfarir á sjó. Gerði undantekningu með Titanic og fékk martraðir eftir á.

5. Ég skammast mín stundum fyrir að vilja vera heimavinnandi húsmóðir með grænmetisgarði, sultugerð og 2 börn. Finnst ég vera að svíkja þær konur sem börðust fyrir auknum réttindum kvenna. En svo skammast ég mín fyrir að hugsa þannig :)

vá.. þetta var kannski meira en sumir vildu vita en þetta var fínt fyrir mig.. alltaf gaman að bera drauma sína, hræðslur og skringileika..

3 ummæli:

elisabet sagði...

sko þig! nú veit ég líka aðeins meira um þig...

Lára sagði...

takk fyrir.. ég held þetta sé bara fínt en kannski öðruvísi en þínar staðreyndir.. var bara í svona skapi í dag :)

Nafnlaus sagði...

hehe agalega gaman að lesa :)