15. september 2005

Hollívúdd mjúsikals

Það á ekki beint að ganga hjá mér að vera í skólanum! Um daginn þurfti ég að skifta um bókmenntaáfanga og svo núna þegar Textagerð byrjaði loksins í gær kom í ljós að hann var svona imba-proof og ég þurfti að leita mér að öðrum áfanga. Eftir að hafa skimað yfir stundaskrá Íslenskuskors með hrylling í hjarta ákvað ég að draga upp trompið í erminni: ég á inni 5 einingar í enskunni! Trítlaði yfir í Odda og skellti mér á Hollywood Söngleiki hjá Martin Regal, very nice my friend.
Það besta við þetta allt saman er að Lisa er í þessum áfanga líka (jei!) þannig að ég þekki alla vega eina manneskju ;)

Dagurinn í gær tók samt svolítið á því ég fattaði að ég var búin að vera með hausverk í tvo daga, komin með kvef og hnerra og sofnaði næstum því í bókmenntafræðitímanum. Þetta voru allt saman merki um að ég er ekki búin að hugsa nógu vel um heilsuna, svefninn og að borða nógu reglulega þannig að ég skellti mér á eins og 11 tíma svefn í nótt!

Í dag er vinnudagur..vona að ég selji sjúklega mikið ;)

Annars er ég að reyna að komast heim.. veit einhver um far til Akureyrar á fös. 23 sept eða 7 okt?? endilega látið mig vita

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hollywood Musicals... yey... við skulum dansa tap og syngja í tímanum og svona... get ekki beðið! ;-)

Lára sagði...

hehe ekki ég heldur! það verður stuð stuð stuð í vetur! þú verður að kenna mér steppdans ;)