30. september 2005

follow the yellow brick road

horfði á The Wizard of Oz í dag í Hollywood musicals og skemmti mér sjúklega vel! ég og Lisa og Daniel sátum aftast þannig að við sáum lang best (hehehe)og ég viðurkenni að ég söng annað slagið með :) Ég og Lisa fórum svo í kringluna og fengum okkur að borða ásamt smá verslunarferð hjá Lisu því ég er að sjálfsögðu að spara núna! náðum samt að kaupa okkur eins hatt!

Vikan er annars búin að vera góð - allt nánast klappað og klárt fyrir Lundúna ferðina hjá okkur og ég er líka búin að redda fríi í vinnunni þegar ég fer norður til Akureyrar þannig að þetta er barasta allt saman fínt :)

Er samt frekar andlaus yfir þessu bloggi eitthvað, kannski því ég er búin að tala svo mikið við fólk í síma undanfarið - finnst lítið að frétta af mér í augnablikinu..en jæja.. er að vinna um helgina, vú-hú!

Engin ummæli: