8. september 2005

of mikið

fattaði allt í einu að það er kominn fimmtudagur og ég hef ekkert bloggað í vikunni! Það er nú ekki eins og ég hafi ekki verið að gera hellings.. kannski er það málið - það var einfaldlega of mikið að gera :)
stutt recap:
-Á sunnudaginn fengum við Tóta, Fríða, Monika, Ingibjörg og Lísa að bragða á yndislegum vöfflum hjá Maríu og Krumma á nesinu. Ótrúlega gaman að rifja upp gömul kynni og sjá hvað þær eru að gera í dag.. lovely day indeed..

-Á mánudaginn byrjaði ég svo í skólanum aftur, jei! Eftir að hafa setið í klukkutíma í einum bókmenntaáfanga var mér kurteisislega bent á að hann væri allt of auðveldur fyrir mig og mér sagt að fara í framhaldsáfangann sem heitir Straumar og Stefnur í bókmenntafræði. ok. Nýtti þessa 2 klukkutíma sem ég þurfti að bíða í að standa í röð í bóksölunni og ná í þýðingafræðiverkefnin mín frá því í vor. Sama umsögn: LESA MEIRA Á ÍSLENSKU! Þannig að nú eru ensku bækurnar aftur komnar í bann en þær höfðu fundið sér leið aftur inn í líf mitt.. ansans.. Hitti svo Guðrúnu á Ara Í Ögri og kjöftuðum við um allt og ekki neitt... aðallega breskt sjónvarpsefni, hehehe..frekar langur dagur sem endaði með stuttri heimsókn frá eldri systur minni og LOST þætti.

-Á þriðjudaginn komst ég að því að skólasystir mín að norðan (sem ég hélt að væri í Barcelona) er komin til landsins og er í sama kúrs og ég í skólanum!! rakst á hana á bókasafninu þar sem ég reyndi að berja fallega drenginn augum (án árangurs samt). Labbaði þó út með fullt af bókum: Kristnihald undir Jökli eftir hann Halldór minn; Fjallkirkjan (I) eftir Gunnar Gunnarsson, Leigjandann eftir Svövu Jakobsdóttur (skyldulesning í skólanum) og Mávahlátur.. man ekki hvað hún heitir pían,, Kristín eitthvað.. Fór svo sem sagt í vinnuna og seldi fullt fullt af hlutum

Í gær var svo stíft prógram þar sem ég fór og flutti bankaviðskipti mín úr Sparisjóðnum yfir í Landsbankann. ó já.. Þetta tók allt saman sinn tíma og eftir það labbaði ég um þarna í kringum Mjóddina og spókaði mig í þessum örfáu sólargeislum sem komu fram í gær.. vann svo aukavakt í IKEA og uppgötvaði glænýtt office romance meðal starfsfólksins og bíð spennt eftir að komast í vinnuna á eftir.. þetta er mín sápuópera.

Vá ok, ef fólk er búið að nenna að lesa svona langt þá er best að ljúka þessu á styttri nótunum; vinna í dag og svo frí alveg fram á næsta þriðjudag.. engin plön fyrir helgina ennþá..
tak för

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

kemstu esjuna á morgun föstudag? margrét sys var að spá í að fara með en hún er að vísu að vinna til fjögur ... (gæti mögulega verið búin fyrr) - voddjúsei??

(finnst ég endalaust vera að setja inn einhver esjukomment hjá þér hehe)

Lára sagði...

hehehe já sko.. ég var að plana verlsunarferð með Evu systur milli 12 og 15 alla vega.. er til í að fara eftir 4 :)