19. maí 2006

Föstudagur og hans hugleiðingar

Eftir endalausar beiðnir um tiltektir í annarra manna húsum hef ég ákveðið að blogga ekki meira um hreingerningar! ;)

Loksins er komin helgi og loksins er ég búinn að vinna í Ikjea! Kláraði síðustu vaktina mína í gærkvöldi og var bara nokkuð auðvelt að labba þaðana út. Ég eyddi svo deginum í dag í að klára að þýða og tímakóða eina bíómynd á Skjánum. Eftir mikla setu við tölvuskjá þurfti ég á smá uppliftingu að halda og brunaði í Holtagarða til að kaupa mér útiblóm á svalirnar mínar. Splæsti líka í inniblómvönd og kók í Bónus áður en ég brunaði heim og söng hástöfum með útvarpinu (ég meina, hvernig er ekki hægt að syngja með Barfly?).

Ég læt það ekki á mig fá að við höfum "tapað" í Evróvisíon - ég finn mér bara land (eða tvö :) til að halda með annað kvöld og nýt þessa viðburðar sem því miður er bara einu sinni á ári...

Veit núna ekki hvað ég á að gera. Held ég föndri smá áður en ég fer í háttinn - er eitthvað ansi lúin þessa dagana. Kannski nett spennufall?

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

hola senjorita! que pasa?

einhver esjufílingur í þér? sunnudag kannski?

Lára sagði...

mui bien. hehe, kann ekki spænsku :)

jamm, sunnudagurinn hljómar vel. Er ekkert að fara að tjútta með víni í kvöld svo ég ætti að vera hress sem fress ;)

ég hringi í þig í dag

Nafnlaus sagði...

Til lukku með vinnuna, er Gassi gæs nokkuð að vinna þarna ennþá?? heheheheh.....og með að vera pólitíkus, held ég, ég er í sjöunda himni, las fyrst framsóknarflokkinn og fékk næstum því hjartaáfall - eða réttara sagt fékk hjartaáfall, en semsagt hjúkk!!!!!!!! og til lukku enskurína. Núna verðum við að fara að hittast áður en þú ferð til baka í frösthörkuland! Kaffihúsaferð í næstu viku??? Láttu mig vita (661-8622)