26. maí 2006

helgin fram undan...

Vikan er búin að líða ansi hratt, sérstaklega þar sem að í gær var uppstigningardagur! Eyddi miðvikudagskvöldinu með Guðjóni - tjúttuðum í útskriftarpartýi í Þjóðleikhúskjallaranum og drukkum ótæpilega af Tópasskotum. Gærdagurinn fór allur í leti, lá ýmist á sófanum eða í rúminu og leyfði mér að slappa algjörlega af.
Í dag er ég svo að læra meira á tölvukerfið og filmusafnið svo ég verði nú dugleg þegar stelpurnar fara í frí!

Í kvöld er ég að fara í matarboð með þýðöndunum mínum og svo hefst kosningahelgin mikla á morgun. Hvet alla til að kjósa og horfa svo á kosningasjónvarp NFS, en þeir verða með allsherjar umfjöllun um helgina.

tjus í bili

2 ummæli:

Eva Þórarinsdóttir sagði...

hihi lara min.. ja kemur loksins i ljos hvernig flokkurinn tinn mun ganga.. :D

bara ad kvitta goda helgi :*

Lára sagði...

Takk Eva mín, góða helgi :*