23. maí 2006

Le weekend

Úff púff!
Langri júróvisíon helgi lokið og byrjuð í nýju vinnunni.
Ég var boðin í ógrynni af partýum á laugardaginn en fór til Lisu í Hafnarfjörðinn og tók þátt í vel skipulögðu og þrælskemmtilegu skemmtanahaldi, þar sem ég dró Finnland, Króatíu og Frakkland sem mínar þjóðir :) Nú vegna þess að Finnland vann þá vann ég líka! Ég fékk diskinn hennar Silvíu svo nú skarta ég bæði íslensku og ensku útgáfunni, karókí útgáfu og KGB remix af laginu... ó já ;)
Eftir mikið át og mikinn hlátur brunaði ég heim og beint í bólið – held ég sé að eldast!

Á sunnudaginn höfðum við María planað esjugöngu en sökum mikils kulda var henni frestað um eina viku svo ég sat heima og lagaði til, horfði á Vesturálmuna og föndraði.

Í gær byrjaði ég svo í nýju vinnunni minni og er einmitt á leiðinni út úr dyrum núna svo ég hef það extra stutt. Gaman í vinnunni, fékk að sjá alla ranghala hússins, fékk að laga texta úr próförk, finna spólur, lét taka mynd af mér, fæ skírteini í dag og skemmti mér stórvel ;) verð að þjóta í strætó,

ble í bili elskurnar

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ég er bara lasin svo ég hef ekki lesið bloggið þitt né hringd en ég hef hugsað til þín :-) Mega grúví að þú líkur vel í vinnunni elskan... og vá hvað þú ert Eurovisjón stelpa... 6 af 10 rétt.... þetta er ekki slæmt elskan!!

iris sagði...

hey.. verð bara að láta þig vita að ef þetta er sami diskur og á, þá er þetta svona dual diskur, og það er sko dvd öðru megin og cd hinu megin...jeij!! mikið stuð! alltaf gaman í júrósvisjón partýum...er ennþá pínu fúl að enginn hafði samband við mig fyrir þessa spurninga þætti fyrir keppnina hérna á íslandi...en þau hafa bara gleymt kannski...hmm... gleðilega nýja vinnu!!jeij!

Nafnlaus sagði...

heyy.. ég er svo skemmtileg að ég erþá að pæla hvar í fjundanum þúfannst þessar IKEA auglýsingar með lampana...
mig er farið að langa mjög mikið að sjá þær ;)