18. október 2004

fannhvíta jörð

vaknaði við vondan draum í morgun: jörðin var alhvít og ég bara með þunna sumarjakkann minn.. er farið að förlast, veit að það er allra veðra von á ástkæru akureyri. lét það samt ekki á mig fá og arkaði í apótekið til að heilsa upp á liðið og finna út hvað væri eiginlega í matinn á árshátíðinni næstu helgi (kalkúnn, very nice) hrakstist inn í bakarí og fékk mér ekta snúð með súkkulaðiglassúr og reyndi svo að rata heim gegnum snjókomuna og biluð umferðaljós... vantar enn brynjuísinn en fer ekki suður aftur fyrr en á morgun (ef veðri slotar) og fara þá fréttirnar að vera aftur úr 101 :)

Engin ummæli: