15. október 2004

aftur til upprunans...

ahhh, ég er komin heim í hjarta ghettosins á Akureyri.. langaði svo heim að hvíla mig í nokkra daga að ég beiðst vægðar hjá póstinum á mánudag og get því sprangað hér um að vild... talandi um póst, var ekki bara 3-fjölpósta í morgun og þar á meðal bæklingur frá Húsgagnahöllinni sem slagaði hátt í IKEA-bæklinginn í rúmmáli, enda var ég með 5 töskur og 100.27 kg af pósti.. geri aðrir betur..
en gott að vera komin heim, gott að það er föstudagur, ætla að fara og spilla litla frænda mínum sem þið getir séð með því að smella HÉR.

2 ummæli:

Bjorn sagði...

Til lukku með bloggið og hafðu það sem best í Akureyrargettóinu. Hálfgerður skandall að helmingur frétta úr 101 séu fréttir úr 600. ;)

Lára sagði...

rah rah rah! það verður bætt úr því bjössi minn ;) reyni að hemja mig með 600-taktana