14. október 2004

Fimmtudagur til fjár...

Jæja ég lét verða af því.. ég ætla að byrja að blogga aftur, veivei!!! Þetta verður vonandi svona outlet fyrir mig svo ég geti tuðað eitthvað og fólk fylgst með mér.. Alla vega, ég er sem sagt búin að koma mér fyrir í 101 eins og hver önnur miðbæjarrotta og fékk meira að segja vinnu við að bera úr póst þar á morgnanna :)Í dag sit ég á bókhlöðunni og leita mér að greinum til að þýða fyrir einn kúrsinn minn. Er búin að finna fylgiseðla með lyfjum sem ég þarf að skoða en vantar ennþá grein um svipað efni til að þýða.. hmm.. þarf sennilegast að skokka niður á 3ju hæð og gramsa innanum læknanemana.. er á leiðinni norður á morgun :) :) og ætla að vera fram á þriðjudag í smá fríi, það er verkefnavika í skólanum og ég fékk frí í vinnunni á mánudag þannig að allt small saman... jæja, krepp out í bili

Engin ummæli: